Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 110

Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 110
110 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 Óhætt er að segja að Daniel Radcliffe, sem ungur að ár ­um hóf að leika Harry Potter í kvikmyndum eftir sögum J.K. Rowling, kvikmyndum sem náð hafa metaðsókn og gert Radcliffe einn af ríkustu leikurum Engl ands, hafi ekki farið troðnar slóðir eftir að Potter­ævintýrinu lauk. Hann hefði getað valið úr góðum kvikmyndahlutverkum í stór­ mynd um sem hefðu örugglega fært honum meiri vinsældir og um leið meiri auðæfi en kaus þess í stað leiksviðið. Hefur hann leikið í tveim ur þekktum en ólíkum leikritum, Equus og How to Succeed in Business Without Really Trying sem sýnd hafa verið í London og New York. Hefur Radcliffe sannað sig sem leikari og fengið góða dóma fyrir leik sinn í leikritunum. Það hlaut þó að koma að því að hann léki burðarhlutverk í kvikmynd og fyrir valinu varð The Woman in Black, sem gerð er eftir skáldsögu Susan Hill sem kom út 1983. Fimm árum síðar var gert leikrit upp úr skáldsögunni sem fyrst var sýnt utan London en fært í West End 1989 þar sem það hefur gengið óslitið síðan og hafa sjö milljón manns séð leikritið bæði í London og annars staðar á Bret ­ lands eyjum. Aðeins Músagildran eftir Agöthu Christie hefur verið sýnd lengur. Skáld sagan hefur einu sinni áður verið kvik mynduð, var það árið 1989 að gerð var sjón varps kvik mynd sem hlaut góðar viðtökur. Þess má geta að það var sama ár og Daniel Radcliffe fæddist. Draugagangur í afskekktu þorpi Í The Woman in Black leikur Daniel Radcliffe lögfræðinginn Arthur Kipps, sem er nýorðinn ekkill og syrgir konu sína. Þegar hann getur ekki sinnt vinnu sinni sem skyldi vegna að ­ stæðna í London er hann sendur til af skekkts þorps þar sem hann á að fara í gegn um erfða ­ mál nýlátinnar konu, Alice Dra blow, sem þótti Daniel Radcliffe, sem gerði garðinn frægan sem Harry Potter, leikur aðalhlut- verkið í spennu/hryllingsmyndinni The Woman in Black. Myndin er byggð á frægri skáldsögu en upp úr henni var skrifað leikrit sem sýnt hefur verið óslitið í London í tæp 23 ár og sjö milljónir manns hafa séð Konan í svörtu TExTi: Hilmar Karlsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.