Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 60
60 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 félaginu en engar upplýsingar styðja það. Í samtali við Skúla aftók hann það með öllu. Það var djörf ákvörðun að fara með fél­ ag ið til Kanada en þar fékk það hins vegar fyrir greiðslu og stuðning frá þarlendum yfir völdum enda umhverfi sprotafyrirtækja mun hagstæðara en hér á landi. Til að skilja tækifæri félagsins betur verður að skoða það sem Oz var að starfa við und ir það síðasta. Þá var félagið að hanna við mót milli netsins og farsíma og hafði góða samninga við sænska farsímarisann Erics son um þróun á slíku. Var svo komið að Oz hafði fengið tilkynningu um að banda ríski fjarskiptarisinn AT&T hygðist taka búnaðinn í reynsluprófanir. Daginn eftir að tilkynning um það barst kom áfallið. Skelfilegt uppgjör hjá Ericsson hafði knúið stjórnendur félagsins til að end ur skoða starfsemina. Deildin sem hafði verið í samstarfi við Oz var lögð niður. Tekjur félagsins hurfu og ástandið á fjárfestingamörkuðum, í kjölfar þess að net ­ bólan sprakk, gerði það að verkum að nýir fjárfestar fengust ekki að félaginu. Ævintýrið um Oz virtist búið spil. Tíminn í Kanada reyndist hins vegar gjöfull og að lokum tókst að leiða finnska fjar skiptarisann Nokia að borðinu og keyptu þeir félagið með húð og hári. Ná kvæmar sölutölur hafa ekki legið fyrir en þeir sem til þekkja áætla að salan hafi verið einhvers staðar á bilinu 130 til 180 milljónir dala (16 til 22 milljarðar kr. m.v. gengi 122 á dollar). Enn og aftur er ekki hægt annað en að horfa á líkindi með Björgólfi Thor sem seldi Bravo­bjórverksmiðjuna fyrir 350 milljónir dala til Heineken en Deutsche Bank fékk um helming þess. Og rétt eins og Björg ólfur Thor kom Skúli heim og keypti banka! Bankamaður Síðan Skúli hóf að fjárfesta markvisst hér á Íslandi fyrir rúmum tveimur árum má áætla að hann hafi fjárfest fyrir ríflega tvo milljarða króna. Í ljósi fjárfestingaæðis áranna 2002 til 2008 eru það ekki tiltakan­ lega háar upphæðir en skipta samt máli í samhengi hlutanna á Íslandi í dag. Sé Skúli með eiginfjárstöðu upp á 8 til 10 millj arða króna lætur nærri að hann hafi bundið um tíunda hlut af eigin fé sínu í MP banka en þar stærsta einstaka fjárfesting hans á Íslandi. Skúli á í gegnum Títan 17,5% hlut en skráð hlutafé bankans er um 5,5 milljarðar króna. Skúli fékk Þorstein Páls ­ son, fyrrverandi forsætisráðherra, til að gegna stjórnarformennsku en aug ljóst er að aðrir hluthafar líta svo á að Skúli leiði verkefnið. Þess má geta að í því eftir lits­ umhverfi sem er á Íslandi í dag þurfti Skúli að fara í gegnum harða rann sókn af hálfu Fjármálaeftirlitsins áður en hann fékk að kaupa kjölfestuhlut í bank an um. Það að standast slíka skoðun hlýtur að teljast nokkuð sterk meðmæli. Það er hins vegar ekki víst að allir átti sig á því að það var Jón Gunnar Jónsson, núverandi forstjóri Bankasýslu ríkisins, sem hafði að nokkru frumkvæði að því að fá Skúla sem fjárfesti að MP banka en þeir eru kunningjar frá æskuárunum. Jón Gunnar starfaði hjá fjárfestingabankanum Merrill Lynch frá 1992 til 2008. Frá sumrinu 2010 hafði Jón Gunnar að langmestu leyti verið á Íslandi en hann vann að fjár ­ hagslegri endurskipulagningu MP banka 2010­2011 og sat í stjórn hans um tíma. Meðal annarra kjölfestuhluthafa í MP banka eru Sjólasystkinin svokölluðu (börn Jóns Guðmundssonar, útgerðarmanns í Sjóla) sem hafa sterka eiginfjárstöðu og eru meðal annars í hluthafahópi fjár fest ingafélagsins Eyris. Þess er án efa vænst af meðhluthöfum Skúla að hann leiði og stýri MB banka sem er að reyna að marka sér stöðu sem val­ kost ur við stóru viðskiptabankana þrjá. Það er án efa ekki auðvelt að brjótast áfram með nýjan banka í því umhverfi sem bank ­ arn ir starfa nú í á Íslandi. Sjálfsagt hefur það ekki verið til að létta brúnina á fjár ­ fest unum að lög um fjársýsluskatt tóku gildi um síðustu áramót en þau kveða á um skatt á laun upp á 5,45% af launum starfsmanna fjármálafyrirtækja. Þessi skattur er einstakt fyrirbæri í heiminum sem rýrir samkeppnisstöðu íslenskra banka í samkeppni við erlenda, sem hjálpa ekki eins og sakir standa. Það eru mikl ar áskoranir framundan og ekki allir bjart sýnir á að banki með svo lítið eigið fé eigi auðvelt með að keppa við stóru viðskiptabankana. Fjárfestingin í MP banka er ekki eina fjár ­ málatengda fjárfesting Skúla því árið 2010 varð hann einn af hluthöfum Tinda verð ­ bréfa sem runnu inn í Auði Capital um síð ­ ustu áramót. Greitt var með hlutabréfum en hlutur hans í Auði er óverulegur. Tekur flugið Nú í haust vakti síðan mikla athygli þegar greint var frá stofnun nýs flugfélags þar sem Skúli leiðir fjárfestahópinn. Flug ­ félagið WOWair mun byrja að fljúga í vor og þang að til geta menn reynt að venjast nafn inu en vissulega kom mörgum á óvart að Skúli skyldi stíga þar niður fæti. Aðild Matthíasar Imsland, fyrrverandi fram ­ kvæmda stjóra Iceland Express, skapaði úlfúð hjá Iceland Express enda má segja að sam ­ keppninni sé augljóslega beint að þeim. En rétt eins og á við um Iceland Express verður hér fremur um að ræða ferða skrif ­ stofu en flugrekstur. Fjárbinding lítil en fjárstreymi gott, ef allt gengur að óskum! Flug­ og ferðaskrifstofurekstur hefur reynst mörgum fjárfestum skeinuhættur samanber brandarannn um það hvernig eigi að verða ríkur flugrekandi, jú með því að byrja sem ofsalega ríkur fjárfestir! En vitaskuld er ekki hægt að horfa framhjá því að mörgum Íslendingum hefur gengið ágætlega að byggja upp ferðaskrifstofu­ og flugrekstur. Andri Már Ingólfsson er skýrt dæmi um það og hafa glöggir menn í flugrekstri talið sig sjá að þangað séu fyrir myndir sóttar. Matthías og Baldur Oddur Baldursson munu bera daglega ábyrgð á rekstri WO Wair og eru gefnir upp sem meðfjár festar Skúla. Baldur, sem fæddist árið 1967, er framkvæmdastjóri og jafn framt framkvæmdastjóri Títan fjárfestinga fé lags. Þrátt fyrir að Baldur hafi víða komið við í íslensku viðskiptalífi á undan förnum árum og setið í stjórnum og gegnt stjórnarformennsku í fjölda íslenskra fyrirtækja, meðal annars Húsa smiðjunni, Allianz, Skeljungi og Verði vátrygg inga ­ félagi, hefur hann fram til þessa haldið sig fjarri kastljósi fjölmiðla. Baldur er nú stjórnarformaður Securitas, situr í stjórn Thor Datacenter og WOWair og þá er hann einnig varamaður í stjórn MP Banka. Allt félög sem Skúli á hlut í og er því ekki óeðlilegt að telja Baldur hægri hönd Skúla. Áfram í upplýsingatækninni Í ljósi ferils Skúla þarf ekki að koma á óvart að hann hafi fjárfest í upplýsinga tækni ­ fyrir tækjum. Nú síðast keypti hann 5% hlut í Skýrr sem nú hefur fengið framandi heiti við hæfi, Advania. Skúli mun setjast í stjórn fyrirtækisins á næsta aðalfundi. Títan greiddi 150 milljónir króna fyrir hlutinn en fjárfestingin er vissulega áhugaverð í ljósi þess Advania er eitt af tíu stærstu upplý singatæknifyrirtækjum Norðurlanda, með víðtæka starfsemi í fjórum löndum. Áður hafði gagnavörslufyrirtækið Thor Datacenter verið selt til Skýrr en Skúli átti þá helmingshlut í félaginu. Hvaða hlutverk Skúli ætlar sér innan Advania á eftir að koma á daginn en í tilkynn ingu sem send var út við kaupin sagði hann að fyrirtækið smellpassaði inn í fjár fest ­ inga stefnu Títan. Óhætt er að segja að félagið standi á gömlum grunni, en hefur tekið grundvallarbreytingum og vaxið hratt undan farin tvö ár gegnum sam einingar á átta fyrirtækjum bæði hér heima og erl endis. Advania hefur gengið í gegn um mikla endur ­ skipulagningu síðustu misseri og greint hefur verið frá áformum um skrán ingu félagsins í kauphöll, jafnvel tvöfaldri skráningu. Almennt er því gert ráð fyrir að Skúli muni auka hlut sinn fram að skrán ingu félagsins. Þá fer að reyna á hve stórt hlutverk hann ætlar sér hjá félaginu til frambúðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.