Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 94
94 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012
eins og langt kvæði
„Ég man að eftir þessa miklu ræðu hans voru menn á því að hann hefði farið offari – væri
bitur og velktur af langri fangavist og illri meðhöndlun – en síðar kom í ljós að hann hafði
mikið til síns máls og má segja að þarna hafi hann sagt fyrir um það sem síðar varð,“ segir
Sigmar B. Hauksson um fyrirlestur rússneska rithöfundarins Alexandrs Solzhenitsyns.
Sigmar B. Hauksson ráðgjafi segir að einn eftirminnilegasti erlendi fyrirlesarinn að sínu mati sé rúss
neski rithöfundurinn Alexandr
Solzhenitsyn en Sigmar hlustaði
á fyrirlestur hans í Stokkhólmi
fyrir um 34 árum. Solzhenitsyn
hafði hlotið bókmenntaverðlaun
Nóbels árið 1970 en ekki haft
tök á að veita þeim viðtöku þar
sem hann sat þá í fangelsi.
„Hann kom inn á sviðið í fylgd
öryggisvarða sem gættu örygg
is hans; þetta voru burstaklippt
ir menn með eitthvað í eyrun
um. Rétt áður en hann byrjaði
á fyrirlestrinum hrundi tjald
fyrir aftan hann sem nota átti í
tengslum við myndvarpa og brá
fólki og þá ekki síst öryggisvörð
unum. Menn stóðu upp og
þetta vakti mikla athygli. En það
var einn maður sem brá ekki
og það var sjálfur Solzhenitsyn.
Hann sýndi engin svipbrigði.“
Síðan hófst fyrirlesturinn.
Solzhenitsyn talaði blaðlaust í
rúman klukkutíma og af miklum
ákafa að sögn Sigmars. „Hann
talaði af mikilli ástríðu. Það var
eins og hann væri að flytja eitt
langt kvæði.
Hann fjallaði aðeins um
Sovét ríkin en hann vildi ekki
eyða of miklum tíma í það því
hann sagði að þau myndu
hrynja. Það sem var merkilegt
var að hann sagði eiginlega
fyrir um fjármálakreppuna sem
varð 2008. Hann fjallaði um þá
vegferð sem Vesturlönd væru
á leiðinni í. Hann fjallaði um
græðgisvæðinguna og rangar
áherslur og hélt því fram að
þessi stefna og lífsstíll nærði
fjármálageirann sem væri þá
eftirlitslaus og að þetta myndi
enda með ósköpum eða hruni.
Honum varð mjög tíðrætt um
hlutverk manneskjunnar í vest
rænu samfélagi sem leiksopp
neyslunnar og að það samfélag
sem fólk lifði í fram að kreppu
væri hreint og beint mann
fjandsamlegt og raunar hættu
legt manninum.
Ég man að eftir þessa miklu
ræðu hans voru menn á því að
hann hefði farið offari – væri
bitur og velktur af langri fanga
vist og illri meðhöndlun – en
síðar kom í ljós að hann hafði
mikið til síns máls og má segja
að þarna hafi hann sagt fyrir
um það sem síðar varð. Hann
var eins og spámaður og þetta
voru algjörlega ný viðhorf sem
hann flutti því að á þessum tíma
voru allir á því að við værum á
réttri leið.“
TExTi: svava jÓnsdÓTTir
Sigmar B. Hauksson.
Undirbúningur er aðalatriðið vegna þess að ræða verður aldrei betri en undir bún
ingurinn sem lagður er í hana.
Ræðumaður þarf að vera með
það á hreinu hvert efnið er og
nota góðan tíma til undir bún
ings til þess að kynna sér það,
setja nákvæmlega niður það
sem hann ætlar að tala um og
skrifa annaðhvort niður punkta
eða ræðuna í heild. Og það
þarf að æfa sig. Það gleymist
oft að það er ekki það sama að
þekkja efnið vel og koma því frá
sér í ræðu fyrir framan fólk.“
Jóhannes Þór segir að
þegar ræðumaður er kominn í
pontu þurfi hann að halda athygli
áheyr enda. „Ef ræðumaður nær
ekki strax athygli áheyrenda er
meiri hætta á að þeir hætti að
fylgj ast með í miðri ræðu eða
fái aldrei áhuga á því sem er
verið að segja jafnvel þótt það
sé áhugavert. Efnið verður ekki
áhugavert sjálfkrafa þegar það
er sett fram; það verður að
gera það áhugavert. Það þarf
að setja það fram á einhvern
hátt sem gerir það að verkum
að áheyrandann langar til að
fylgj ast með. Það er eiginlega
gald urinn við ræðumennsku
hvern ig menn gera það.“
Að halda athygli áheyrenda
Jóhannes Þór segir að það sé
stundum vandi að halda athygli
áheyrenda þegar um langar
ræður er að ræða. „Það getur
verið erfitt að halda athyglinni
eftir kannski fjóra fyrirlestra fyrir
hádegi. Þá kemur það í hlut
ræðumannsins að reyna að ná
til áheyrenda með því að hafa
efnið áhugavert og koma reglu
lega með punkta sem vekja
athygli. Það má gera á margan
hátt – það er hægt að vera með
einfalda glærusýningu sem vek ur
athygli á grundvallarpunkt unum
en menn verða að passa sig á
að vera ekki með glærur sem eru
með miklum texta því það svæfir
áheyrendur fyrr en flest annað.
Það á frekar að vera með ein
faldar glærur með myndum eða
einföldum texta; einni setningu
eða einhverju slíku á hverri glæru
sem kemst að kjarna þess sem
ræðumað urinn er að segja.“
Jóhannes Þór segir að ræða
þurfi að vera uppbyggð á þann
hátt að hún haldi athyglinni á
aðalatriðinu; því sem er verið að
kynna. Ef það eru nokkur atriði
sem skipta máli þá geti verið
gott að byggja hana upp á
þann hátt að menn byrji á einu
atriði og af því leiðir annað.
„Það getur verið gott að
endur taka – koma aftur að sama
punkt inum og útskýra hann á
nokkra mismunandi máta.“
Jóhannes Þór segir að áhersl
an eigi að vera á aðalatriði
ræðunnar. „Það er helsta trikkið
sem ég hef séð ótal ræðumenn
á ótal ráðstefnum einfaldlega
klúðra. Stundum vita menn of
mikið um efnið, sérstaklega
á fræðiráðstefnum, og gera
þau mistök að ætla að koma of
mörgu að. Það er oft mun áhrifa
rík ara að vera með einfaldara
efni og leggja áherslu á að
koma kjarnanum vel til skila.“
TExTi: svava jÓnsdÓTTir
Jóhannes Þór Skúlason. „Það þarf að setja
það fram á ein
hvern hátt sem
gerir það að verk
um að áheyrand
ann langar til að
fylgjast með. Það
er eiginlega gald
urinn við ræðu
mennsku.“
undirbúningur og æfing mikilvæg
Jóhannes Þór Skúlason hefur þjálfað fólk í ræðumennsku og segir að undirbúningur-
inn sé aðalatriðið og nauðsynlegt sé að halda athygli áheyrenda.