Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 97

Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 97
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 97 Margir möguleikar í Hörpu Ef sú spá gengur eftir að um ein millj ón erlendra ferða manna komi hingað til lands eftir um áratug vaknar sú spurning hvert ástand vega hér á landi sé með till iti til þess. „Ef um ein milljón ferðamanna kæmi öll á sumrin er það allt önnur staða en ef þeir dreifðust meira yfir árið – fram á haust og jafnvel vetur,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. „Ef þeir kæmu flestir á sumrin er spurning hvernig þeir myndu dreifast yfir landið. Það verður að byrja á þessum tveimur for­ sendum. Ef við gefum okkur að þeir myndu nota hið almenna vegakerfi og kæmu flestir utan vetrartímans teljum við að vega­ kerfið myndi alveg þola það. Svo væri það spurning hvort þeir væru meira og minna á bílaleigubílum eða í rútum því það hefur áhrif á hvernig vega­ kerfið myndi nýtast. Við eigum þó ekki von á að það yrðu neinar teppur eða afkastageta veg anna myndi ekki ráða við þetta. Uppbygging veganna – burðarþol og annað slíkt – myndi líka þola þetta.“ Hreinn segir að að hluta til megi segja að vegakerfið hér á landi sé vannýtt og að það þurfi fleiri bíla. „Eins og kerfið er í dag höfum við markaðar tekjur af akstri; það er borgað af akstri bensín­ og díselbíla beint í vega kerfið og stór hluti af því er hreinlega vannýttur þannig að við vildum gjarnan fá meiri umferð.“ Slitlag og umferðaröryggis­ atriði Hreinn segir að gera þyrfti um ferðaröryggisráðstafanir ef til þess kæmi að ein milljón ferðamanna kæmi hingað á ári. „Ef erlendum ferðamönnum, sem eru ekki vanir malarvegum, myndi fjölga svona mikið væri aðaláhyggjuefnið að slysum myndi fjölga. Það er ekki nóg af bundnu slitlagi, vegriðum og öðrum slíkum þáttum hér á landi. Það er algjörlega háð þeim fjárveitingum sem við fáum og ákveðnar eru af Alþingi en það hefur dregið mjög úr þeim eftir hrun; Vegagerðin fær ekki nema tæpan helming í framkvæmdir af því sem hún fékk fyrir hrun og uppbygging og endurgerð vegakerfisins gengur miklu hægar en við hefðum viljað og þá ekki síst með tilliti til ferðaþjónustunnar. Það þarf að efla mjög lagningu slitlags ef erlendir ferðamenn verða svona margir því þeir þekkja ekki þessa malarvegi. Enda er það áhersluatriði hjá okkur að um leið og við fáum aukið fjármagn verður að bæta slitlag á vegunum og huga að umferðaröryggisatriðum.“ malarvegir áhættsamir Huga þarf að ýmsum þáttum ef hingað kæmi árlega um ein milljón erlendra ferðamanna. Hvað með vegakerfið? Vegirnir myndu þola álagið en huga þyrfti að ýmsum þáttum. „Ef við gefum okk­ ur að þeir myndu nota hið almenna vegakerfi og kæmu flestir utan vetrar­ tímans teljum við að vegakerfið myndi alveg þola það.“ Hreinn Haraldsson vega­ málastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.