Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 11
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 11 tengd orkumálum og iðnaði. „Við höfum átt þátt í uppbygg­ ingu á nær öllu hitaveitukerfi landsins og öllum jarðvarma­ virkjunum sem byggðar hafa verið á landinu. Einnig höfum við komið að langflestum vatnsaflsvirkjunum landsins og leiddum hópinn sem hannaði Kárahnjúkavirkjun. Reynsla okkar er því mikil á sviði orku ­ mála og þar er kjarninn í starf­ semi okkar en við höfum einnig mikla reynslu í byggingum og verkefnum fyrir sveitarfélög og verktaka. Stærstu verkefnin okkar í dag eru á sviði orku og stóriðju en það stærsta á þeim vettvangi er stækkun álversins í Straumsvík. Við erum einnig í alls kyns öðr­ um verkefnum, svo sem stærri byggingum, samgöngum og veitum svo eitthvað sé nefnt. Hjá okkur starfa einnig sér hæfðir ráðgjafar í lýsingu, hljóð vist og umhverfis­ og ör yggismálum en starfsmenn Verkís eru um 320 talsins.“ Afmælishátíð Það stendur mikið til á afmælis­ árinu og víða komið við. „Við gefum venjulega út fréttabréf tvisvar á ári en á afmælisárinu ætlum við að gefa það út fimm sinnum og leggjum áherslu á að segja frá atvikum í sögu Verkís, þeim mönnum sem lögðu hvað mest á plóginn, ásamt því að skoða hvernig stofan hefur átt þátt í uppbyggingu samfélags­ ins. Í fréttabréfunum munum við einnig tilgreina dæmi um ýmis verkefni sem við höfum komið að, sem tengjast atvinnu­ sögu þjóðarinnar sterkum bönd­ um, sem og segja frá nýjum og spennandi viðfangsefnum. Þá verðum við með tilkomu­ miklar ljósasýningar á Suður­ landsbraut 4 á árinu en þar er LED­lýsing í hverjum glugga sem hægt er að stýra til að kalla fram margskonar áhrif og liti. Byggingin er þar með orðin vettvangur fyrir það sem kallast Pixel list og við hlökkum til að vinna frekar með listamönnum þar. Einnig ætlum við að lýsa upp hinar starfsstöðvarnar og gefa þeim sjö bæjarfélögum þar sem við erum með starfsstöð rauða lýsingu á tré. Við erum þegar búin að afhenda Reykja­ vík fyrstu lampana, sem hef ur verið komið fyrir á horni Lækjar ­ götu og Amtmannsstígs. Í maí er komið að því að fagna áfanganum með starfs fólki, viðskiptavinum og velunn urum með tónlistarhátíð sem haldin verður í Eldborgar salnum í Hörpu og verður lögð áhersla á íslenska tónlist undanfarin 80 ár. Er vel við hæfi að hafa hátíðarkvöldið í Hörpu þar sem Verkís hefur verið ráðgjafi húseigandans frá upphafi og okkar fólk komið nálægt ýms­ um þáttum byggingarinnar, m.a. lýsingarhönnun á torginu fyrir utan og hljóðhönnun inn­ anh úss. Um leið og við fögnum afmælisárinu með ýmsum hætti viljum við sýna fram á að við séum lifandi og margslungið fyrir tæki sem er í stanslausri þróun, fyrirtæki sem er að sækja inn á ný svið með nýju fólki. Starfs fólk okkar er góð blanda af reyndu fólki og ungu fólki sem kemur með nýja strauma og lærir um leið af þeim reyndari.“ Sameiningin hefur skilað sér Sveinn Ingi er að lokum spurð­ ur hvort sameiningin hafi skil að tilætluðum árangri. „Það er engin spurning, sameiningin hefur skilað sér og þó að við höf um byrjað á frekar erfiðum tíma höfum við aldrei fengið bakþanka. Sameiningin var nauð synleg því markaðurinn kallar á stærri fyrirtæki til að vinna flókin verkefni. Þá gerir stærð fyrirtækisins okkur kleift að leita meira til útlanda og við erum með verkefni víða erl endis, flest á sviði orkumála. Stærstu verkefnin í útlöndum um þessar mundir eru vatns ­ aflsvirkjanir í Georgíu og á Grænlandi, en þar erum við nú að vinna þriðju virkjunina í samstarfi við Ístak og sjáum um alla hönnun. Einnig höfum við unnið að jarðvarmaverkefnum í Afríku og Suður­Ameríku í samstarfi við önnur fyrirtæki. Frá upphafi hefur Verkís lagt áherslu á jafnrétti og því til staðfestingar hefur Verkís fengið, fyrst allra fyrirtækja, viðurkenningu jafnlaunakönn­ unar PWC. Þess má svo einnig geta að Verkís er annað árið í röð eitt af framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi sam­ kvæmt úttekt Creditinfo og því í hópi öflugustu fyrirtækja landsins.“ Tilkomumiklar ljósasýningar verða á Suðurlandsbraut 4 á árinu en það má segja að byggingin sé orðin að tómum striga listarinnar. „Verkís hefur átt þátt í uppbyggingu á nær öllu hitaveitu kerfi landsins og öllum jarð varmavirkj un um sem byggðar hafa verið á land inu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.