Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 18
18 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 Í stuttu máli Brottrekstur Gunnars Ander sen úr starfi forstjóra Fjármála eftir ­litsins er sérkennilegur farsi. Það vekur furðu að skipt sé um hest í miðri á, skipt um forstjóra FME í miðju uppgjöri bankahrunsins. Svona lítur þetta út í stuttu máli gagn vart almenningi: Fínt; við ráð um þekktan bankamann sem for stjóra í Fjár málaeftirlitið. Í hverjum fréttatím­ an um af öðrum á árunum 1999 til 2001 sagði frá því að hann og fleiri starfs ­ menn Landsbankans hefðu stofnað afl ­ andsfélög á Guernsey í Ermarsundi fyrir ríkisbankann Landsbankann. Allt í einu uppgötvar stjórn Fjármálaeftirlitsins að Gunnar hafi gleymt að nefna eitthvert félag sem hann stofnaði fyrir ellefu ár um og var á allra vitorði, enda um ríkisbanka að ræða, þegar hann svaraði Fjármálaeftirlitinu árið 2001. Skyndi lega er því haldið fram að svar hans fyrir ellefu árum hafi verið ófull ­ nægjandi og beinlínis villandi. Fleira vekur athygli. Á mánudeginum eftir að bréf stjórnar FME til Gunnars og brottrekstur hans var á allra vörum sagðist Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, harma að málefni forstjór ­ ans væru orðin umfjöllunarefni fjölmiðla – enda lægi ekkert fyrir um uppsögn hans. Síðar var upplýst að í bréfi Aðalsteins til Gunnars hefði þetta staðið: „Með því að nú er ljóst orðið að ekki verður af samkomulagi milli FME og þín um starfs lok er þér með þessu bréfi kynnt sú fyrirætlan stjórnar FME að segja þér upp störfum sem forstjóra stofnunarinnar. Uppsögnin er með sex mánaða fyrirvara frá næstu mánaðamótum í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings þíns. Þá er það jafnframt fyrirætlan stjórn ­ ar að lýsa því yfir að ekki verði óskað eftir vinnuframlagi þínu á upps agnar ­ tímanum.“ Brottrekstur gunnars sérkennilegur Gunnar Andersen, forstjóri Fjár mála eftir lits ins. „Með því að nú er ljóst orðið að ekki verður af samkomulagi milli FME og þín um starfs lok er þér með þessu bréfi kynnt sú fyrirætlan stjórnar FME að segja þér upp störfum sem forstjóra stofnunarinnar.“ Það vakti furðu allra þegar frétt ir voru sagðar af því að Gunnari And er sen, forstjóra Fjár málaeftir lits ins, var sagt upp í miðju upp gjöri á banka hrun inu. Ekki vakti það minni athygli þegar Stein ­ grímur J. Sig fússon sagðist fyrst hafa frétt af upp sögninni í frétt um föstudaginn 16. febrúar. Það þótti furðulegt að forstjóra Fjár mála eftirlitsins væri sagt upp nema stjórn­ völd vissu af málinu, ekki síst Steingrímur, efna hags­ og við ­ skiptaráðherra. Enda kom svo í ljós að Stein ­ grím ur vissi af málinu frá byrjun og hafði fundað um það með Aðalsteini Leifs syni, stjórnarformanni Fjár mála ­ eftirlitsins. Svo kom snilldin hjá Steingrími á Alþingi 21. febrúar. „Ég sagðist ekki hafa vitað af því að uppsögnin hefði farið fram fyrr en ég heyrði um slíkt í fjölmiðlum, enda kom á daginn að það var ekki rétt. Forstjóra Fjármála­ eftirlitsins hefur ekki verið sagt upp heldur hefur stjórnin rætt við hann um möguleg starfslok. Í þessu sambandi er mikil­ vægt að hafa það á hreinu að Fjármála eftirlitið er og á að vera sjálf stætt í störfum. Þann ig er um það kveðið í lögum.“ Hann hafði sem sé ekki heyrt um uppsögnina vegna þess að hún var ekki frá gengin; Gunn ar átti and ­ mæla rétt yfir helgina eða fram á mánudag. Sá réttur var síðan framlengd ur um viku. Það er líka mjög mikilvægt að það komi skýrt og grein i lega fram að stjórn Fjár mála eftir ­ litsins á að vera sjálf stæð. STEINGRíMUR J. Á ALþINGI: ég sagðist ekki haFa Vitað aF þVÍ Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi: „Ég sagðist ekki hafa vitað af því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.