Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 54
54 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 Verðmæti vöru merk isins sjálfs er svo hægt að reikna í krón um og aur­ um – það er lokamark ­ miðið.“ Fjórar undirstöður En hvað er það sem ger ir vörumerki sterkt? Friðrik segir að í einfaldri mynd megi skipta undir ­ stöðunum í fernt. Í fyrsta lagi er vitund neytenda lykilforsenda þess að vörumerki geti talist sterkt, þ.e. fólk verður að þekkja vöru ­ merk ið og þær vörur sem undir það falla. Í öðru lagi er það ímynd­ in, þ.e. þau hug renn inga­ tengsl sem vöru merk ið vekur. Í þriðja lagi er dreifing­ in mikilvæg, því gott að gengi markhópsins að vör unni þýðir að hún öðlast sterkari sess á markaði. Í fjórða lagi spilar mat fjármálamarkaðarins á vexti vörumerkisins til framtíðar stórt hlut verk í styrk þess. Hafi mark að ­ urinn trú á fyrir tækinu og vöru merk inu skilar það sér í auknu virði. Á að byggja á vörunni eða tilfinningum? „Til að gera vörumerki sterkt þarf því að leysa mörg flókin úrlausnar ­ efni. Eitt af því sem þarf t.d. að huga að er hvað eigi að leggja áheslu á við uppbyggingu ímyndar. Á t.d. að tengja hug renn ingatengslin að mestu við vöruna og styrk leika hennar eða á frekar að ýta undir til finningar neytandans? Þetta eru tvær ólíkar nálganir sem báðar hafa gefist vel í gegnum tíð ­ ina,“ segir Friðrik. Beðinn um að taka dæmi um þetta nefnir hann Nike sem fyrirtæki sem hefur lagt áherslu á vörurnar sjálfar og tryggi í sínu markaðsstarfi að neytendur skynji að þær séu framleiddar með gæði í huga. Hins vegar nefnir hann Coca Cola, sem reynir frekar að höfða til tilfinninga neyt enda enda sé varan í eðli sínu lítið frábrugðin vörum keppinautanna á markaði. „Hér heima tek ég oft dæmi um bjórtegund ir n­ ar Viking annars vegar og Thule hins vegar. Við markaðssetningu á Vik­ ing hefur áherslan fyrst og fremst verið á gæði vörunnar sjálfar – hún er seld út á innihaldið fyrst og fremst. Með Thule hef­ ur hin leiðin verið farin, þ.e. að kynna hann sem skemmtilega bjórinn án þess að tala sérstaklega um gæði vörunnar sem slíkrar,“ segir Friðrik. Tæknifyrirtækin gera vel En þar með er ekki sagt að við uppbyggingu vöru merkis verði að velja ein ungis aðra þessara tvegg ja leiða að mati Frið riks. „Best er þegar hægt er að nýta sér báða þessa þætti, þ.e. að vörurnar þyki skara fram úr jafnframt því sem mynduð eru tilfinninga­ leg tengsl við vörumerkið sem slíkt. Þá verða hug renningatengslin enn sterkari og jafnframt ímyndin. Fólk vill þá sér staklega tengja sig vör unni og er stolt af því að nota hana. Þetta höf­ um við til að mynda séð mjög greinilega bæði með Nike og Apple.“ Síðustu ár hafa tækni­ fyrir tæki einmitt verið ofar ­ lega á styrkleika listum og telur Friðrik það að öllum líkindum tengjast því að þau hafa verið dug­ leg við að vinna bæði í að kynna vöruna sjálfa og efla tilfinningatengsl not endanna. „Framan af var áhersla þeirra mest á vörurnar og gæði þeirra, en um nokkurt skeið hafa tæknifyrirtæki lagt meiri áherslu á tilfinningaþætt­ ina í sínu kynningarstarfi og það hefur skilað þeim sífellt sterkari stöðu.“ Tap ekki endilega skaðlegt Hvernig spilar svo gengi fyrirtækisins sjálfs inn í styrk vörumerkisins? Hvaða áhrif hefur það til dæmis á vörumerkið ef fyrirtæki er rekið með tapi? Friðrik segir að það fari allt eftir samhenginu og hvernig fjárfestar meta tapið. „Stóra spurningin er hvaða áhrif rekstrar­ halli innan tiltekins árs sé líklegur til að hafa á framtíðarhorfur félagsins. Ef hann er til kominn vegna einhverra mistaka í rekstrinum, t.d. ef nýj­ asta vara fyrirtækisins hefur ekki staðist vænt­ ingar, getur vörumerkið beðið hnekki. Hins vegar gæti tapið verið tilkomið vegna öflugrar fjárfest­ ingar í vöruþróun og markaðsstarfi. Í slíkum tilvikum má alveg sjá fyrir sér að fjárfestar séu þolinmóðari vegna þess að væntingar til góðs árangurs í framtíðinni séu áfram góðar þrátt fyrir tímabundinn halla­ rekstur. Gott vörumerki ætti því að geta staðið óhaggað séu „góðar“ ástæður fyrir tapinu, ef svo má að orði komast.“ Mikilvægt fyrir stóra sem smáa En getur verið að þessi fræði öll séu e.t.v. ofmet­ in – að fólk láti minna stjórn ast af vörumerkjum og markaðsstarfi en margir halda fram og aðrir þættir skipti meira máli? „Þvert á móti,“ segir Friðrik. „Menn eru frekar að sjá það stöðugt betur að vörumerkin eru jafn­ vel enn mikilvægari en áður var talið. Nýjustu rannsóknir sýna til dæm­ is skýra fylgni milli þess að því betri sem fyrirtæki eru í vörumerkjastjórn un, þ.e. að stunda markaðs­ aðgerðir sem byggja upp, viðhalda og auka vöru merkjavirði, því betur standa þau sig í sam ­ keppni á markaði.“ Þessar rannsóknir sýna jafnframt að sögn Frið riks að þetta eigi ekki bara við um stór fyrirtæki á borð við þau sem tróna á toppi alþjóðlegu list anna heldur ekki síður um minni og meðalstór fyrirtæki. Munurinn ligg­ ur hins vegar í því að smærri fyrirtækin hafa minna milli handanna og þurfa að vera frumlegri og beita ódýrari aðferð­ um við að koma sér á framfæri. Niðurstaðan sé engu að síður sú sama – því betri sem vörumerkja­ stjórnunin er, því betur gengur fyrirtækinu. Ekki einkamál mark ­ aðs stjóranna Það sem vörumerkin gera er að auðkenna og aðgreina vörur frá vör um keppinautar og sem slík segir Friðrik þau vera eina verðmæt ustu eign fyrirtækja. „Jafn ­ framt þýðir þetta að vöru merkja stjórnun er eitt mikilvægasta starf sem fram fer í rekstri fyrir tækis. Með auknu vöru merkjavirði færðu jákvæðari viðbrögð frá markhópnum sem skilar sér svo í aukinni framlegð á einingu og aukningu í seldu magni af vörunni eða þjónust unni.“ Friðrik leggur jafn framt áherslu á að vöru merkj a stjórnun sé alls ekki einka mál mark aðs stjór anna og sérstaklega ekki þegar um vöru merki fyrir tækja en ekki einstakra vara eða þjón ustu er að ræða. „Í grunninn þarftu alltaf góða vöru og góða dreifingu – séu þessir hlutir ekki í lagi dugar ann að markaðsstarf skammt, hversu vel sem það er útfært. Því eru æðstu stjórnendur fyrir tækjanna alltaf sem hópur hinir endanlegu vörumerkjastjórar og verða að passa upp á vöru merkið, bæði með því að tryggja gæði vörunnar og aðgengi að mörkuðum og líka með því að halda mark ­ aðsstarfinu öflugu.“ „Vörumerkjavirðið er það sem gerist í höfðinu á neytendum – það sem stýrir hegðun þeirra á endanum. Verðmæti vörumerkisins sjálfs er svo hægt að reikna í krónum og aurum – það er lokamarkmiðið.“ Viking og Thule „Hér heima tek ég oft dæmi um bjórtegundirnar Viking annars vegar og Thule hins vegar. Við mark aðssetningu á Viking hefur áherslan fyrst og fremst verið á gæði vör unnar sjálfar – hún er seld út á innihaldið fyrst og fremst. Með Thule hef­ ur hin leiðin verið farin, þ.e. að kynna hann sem skemmtilega bjórinn án þess að tala sérstaklega um gæði vörunnar sem slíkrar,“ segir Friðrik. „Í fyrsta lagi er vitund neytenda lykilforsenda þess að vöru- merki geti talist sterkt, þ.e. fólk verð ur að þekkja vöru merk ið og þær vörur sem undir það falla. Í öðru lagi er það ímynd in, þ.e. þau hug - renn inga tengsl sem vöru merk ið vekur. Í þriðja lagi er dreifing in mikil- væg.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.