Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 28
28 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 Jón Snorri Snorrason, lektor við viðskipta- fræð ideild Háskóla Íslands: FYRIRTÆKIÐ OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ þau hafa orðið Nú er ekki aðeins kom­ið nýtt ár heldur nýtt skattaár með nýjum og breyttum álögum en það getur aldrei verið gott fyrir atvinnulífið að sífellt sé verið að krukka í núverandi kerfi og gera það flóknara. Nú sjáum við skattahækkanir fjórða árið í röð og áfram deila stjórnvöld og for svarsmenn atvinnulífsins um breytingarnar. Taka verður fram að mikilvægt er að tryggja halla­ lausan rekstur hins opinbera og því óhjákvæmilegt að einhverjar skattahækkanir eigi sér stað. Á sama tíma verðum við að sjá hvort breytingar séu líklegar til að styðja eða hamla efnahags­ legri endurreisn.“ Jón Snorri segir að flækjustig kerfisins auki kostnað fyrir tækja og opinberra aðila og óvissa skapist um rekstrarfor sendur fyrirtækja. „Við sjáum skatta­ bret y ngar og hækkanir daglega í neyslu okkar, t.d. á matvöru, áfengi og bensíni, og ferða­ þjón ustan finnur fyrir þessu í flug miðasölu. Einnig má finna breyt ingar til bóta, s.s. lækkun trygg ingargjalds eftir mikla hækk­ un undanfarið og skattaívilnanir fyrir nýsköpun. Skattabreytingar eiga að hafa það að leiðarljósi að hvetja til fjárfestingar, sparnaðar, aukinnar en hóflegrar neyslu, verðmætasköpunar og nýráðn­ inga starfsfólks. Því miður er hætta á að þessi aukna skatt­ heimta leiði til aukinna skatt­ undanskota og óheilbrigðra við skiptahátta og mun þetta tefja endurreisn og uppbyggingu hag kerfisins. Því þarf að breyta og fyrr frekar en seinna.“ Nýtt (skatta)ár gengið í garð Dr. Valdimar Sigurðsson, dósent við við- skiptadeild Háskólans í Reykjavík: MARKAÐSHERFERÐIN Valdimar Sigurðsson seg ir að markaðssetn­ing sé að breytast. „Það er meira verið að fylgjast með neytendum og læra um þá. Ég get tekið Amazon sem dæmi um fyrirtæki sem stundar það kerfisbundið að læra hvernig neytendur hegða sér – hvaða vörur þeir velja – og fyrirtækið stundar kross­ sölu í formi þess að mæla með ákveðnum vörum byggt á því hvað viðkomandi neytandi hefur gert í fortíðinni; hvað hann hefur skoðað og keypt. Leitarvélar hafa lengi skráð hjá sér hverju fólk leitar að en Google breytir orðið niðurstöðum byggt á leitarsögu hvers vafra eða einstaklings sé viðkomandi skráður hjá fyrirtækinu. Þetta er til að geta boðið upp á mun betri þjónustu þannig að neytandinn finni fyrr það sem hann leitar að. Fyrirtæki vilja þekkja neytand­ ann – læra hverju hann leitar að, smellir á og hve lengi hann er á ákveðnum síðum. Greining­ ar fyrirtæki eins og TubeMogul hjálpa fyrirtækjum sem vinna með Youtube að greina bak­ grunnsupplýsingar og hvaðan fólk kemur og myndböndin sjá um að byggja upp eftirspurnina. Youtube er svo hægt og rólega að breytast í vefverslun með sölu hnöppum í samvinnu við Amazon og aðra.“ Valdimar segir að sumum neytendum finnist óþægilegt að fylgst sé svona með þeim en þetta sé þó gert til að bæta þjón ustuna. „Það er svo spurn­ ingin hvort sumir festist ekki svolítið í eigin mynstri. Einstakl ingsmiðuð markaðs­setning er ótrúlega spenn­ andi og flott fyrirbæri en öðru hvoru er gott að opna augun fyrir öðrum hlutum en viðkom­ andi hefur áhuga á nákvæmlega núna – ein hverju sem er öðruvísi þannig að hann sjái ekki bara það sem hann vill sjá og hlusti eingöngu á það sem hann vill heyra núna. Kannski er gott fyrir okkur öll að heyra öðru hvoru það sem við viljum ekki heyra.“ Persónuleg markaðssetning „Einnig má finna breyt ingar til bóta, s.s. lækk un trygg ­ ingargjalds eftir mikla hækk un undanfarið.“ Dr. Stefanía Óskarsdóttir, sjálfstætt starfandi stjórnmálafræðingur: STJÓRNMÁL Nú stendur upp á stjórnarflokkana að koma helstu baráttu­málum sínum í gegn því kosningar verða eigi síðar en vorið 2013. T.d. á enn eftir að gera breytingar á fiskveiðistjórn­ unarkerfinu og stjórnarskrá í samræmi við kosningaloforð og þá hafa aðildarviðræður við ESB gengið hægar en upphaflega var vonast eftir. Síðustu vikurnar hafa fjölmiðlar greint frá vaxandi átökum innan Samfylkingarinn­ ar sem kunna að hafa áhrif á samstarfið innan stjórnarinnar. Í grunninn virðast átökin einkum vera á milli þeirra sem útiloka stjórnarsamstarf við Sjálfstæðis­ flokkinn og hinna sem vilja halda þeim möguleika opnum. Fyrri hópurinn er hins vegar stærri og þess vegna er jafnframt ólíklegt að tillaga um að slíta samstarfinu við VG yrði samþykkt. VG á heldur engan annan kost en að vinna með Samfylkingunni vilji hann eiga aðild að ríkisstjórn. Hvað varðar einstaka stjórnarliða er trúlegast að þeir haldi áfram að styðja stjórnina úr því sem komið er. Hins vegar er óvíst með stuðning þeirra í einstökum málum en það hefur einmitt verið reyndin allt kjörtímabilið. Sam hliða því sem forystumenn ríkis stjórnarinnar reyna að styrkja meirihlutann gengur hern­ aðaráætlun þeirra út á að tengja Sjálfstæðisflokkinn við spillingu og sérhagsmuni og þakka sér að Ísland hafi ekki orðið gjaldþrota. Allt þetta kallaði Jóhanna Sig­ urðardóttir „baráttuna um Ísland“ í nýlegri ræðu.“ „Baráttan um Ísland“ „Síðustu vik­ urn ar hafa fjöl­ miðlar greint frá vaxa ndi átökum inn an Samfylking­ ar inn ar sem kunna að hafa áhrif á sam­ starfi ð innan stjórn arinnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.