Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 68
68 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012
Hekla
Fyrstu bílarnir af nýjum Volkswagen Touareg komu
til lands ins í byrjun árs 2011. Gjörbreyttur bíll frá
fyrri Touar eg; nýtt og sportlegra útlit og glæsilegri
innrétt ingar. Hér er um að ræða lúxusjeppa í hæsta
gæðaflokki með ein staka akst urseiginleika.
VW Touareg er boðinn í tveimum útfærslum hér á landi; V6 BlueMotion með 3.0TDI átta þrepa sjálfskipt ingu, 245 hestöfl, og V6 TSI Hybrid, 333 hestafla.
Blue Motion er samheiti yfir þá bíla frá Volkswagen sem eru
tæknilega hannaðir með það í huga að nýta orkuna sem best
með lágmarksmengun (eyðsla 7,4 l/100 km V6 TDI). Bíllinn
er þá hafður sem léttastur og vindstuðull sem lægstur, einnig
er í þessum bílum búnaður sem stöðvar vélina þegar stoppað
er á ljósum en fer í gang sjálfkrafa þegar bremsu er sleppt og
stigið á olíugjöfina. Hybridútfærsla Touareg er 208 kg, léttari en
hefð bundna gerðin, og eyðir 20% minna eldsneyti (8,2 l/100 km).
Í VW Touareg er einstaklega mikill staðalbúnaður innifalinn
í grunnverði. Einnig er fáanlegur alls konar hátæknibúnaður,
s.s. skynjarar, myndavél sem greinir þína akrein og sér til þess að
halda bílnum innan hennar, skriðstillir sem nemur aðra umferð
og hagar hraða bílsins eftir henni, 3600 myndavél „AreaView“
með bakkmyndavél og margt fleira.
Volkswagen
Touareg
TE
xT
i:
Hr
Un
d
Ha
UK
sd
ÓT
Ti
r
/ m
yn
di
r:
G
Ei
r
Ól
af
ss
on
Volkswagen
Touareg