Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 96

Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 96
96 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 Margir möguleikar í Hörpu Í Hörpu er fjölbreytt úrval af ráðstefnu­ og fundarsölum sem henta vel fyrir stærri sem smærri tilefni. „Allir salir Hörpu eru búnir fyrsta flokks tækjabúnaði en mikið er lagt upp úr hljóðkerfum og lýsingu.“ ráðstefnu­ og fundahaLd í hörPu Salurinn Silfurberg er helsti ráðstefnusalur Hörpu og tekur hann allt að 750 manns í sæti en allt að 1.100 manns ef um standandi viðburð er að ræða. Salurinn er sérhann aður til ráðstefnuhalds með fjölbreyttri uppstillingu sviðs og sæta og stillanlegum hljómburði fyrir talað mál. Hægt er að skipta salnum í tvennt með fellivegg sem er hljóðein­ angraður og rúmar þá hvor hluti hans mest 325 gesti í sæti. Aðrir stórir salir í Hörpu eru salirnir Norðurljós, sem rúmar allt að 450 manns í sæti, og Kaldalón, sem er með hallandi sætaröðum eins og bíósalur og rúmar allt að 195 manns í sæti. Einnig er fjölbreytt úrval af minni sölum sem henta vel fyrir smærri fundi. Að auki má nefna 2.500 m² sýningarsvæði sem hentar vel til sýningarhalds í tengslum við ráðstefnur og fundi. Leikið með hljóð og lýsingu „Það er mikið lagt upp úr hljóm burði í Hörpu en tvennar hljóð einangraðar dyr tengja Silfurberg og Norðurljós,“ segir Karitas Kjartansdóttir, ráðstefnu­ stjóri í Hörpu. „Einnig er hægt að samnýta salina fyrir stærri viðburði. Í Silfurbergi t.d. miðast hljómburður við talað mál en er stillanlegur og er hægt að breyta yfir í rafmagnaða tónlist. Í Hörpu er einnig fyrsta flokks tækjabúnaður til funda­ og ráð stefnuhalds. Allir salirnir eru búnir HD­skjávörpum, stór um sýningartjöldum, öflugu hljóð ­ kerfi sem og sérhönnuðum púlt­ um. Í Silfurbergi eru inn byggðir túlkaklefar sem hægt er að nota þegar alþjóðlegir viðburðir eru í húsinu og þörf á túlkaþjónustu. Salurinn Norðurljós er búinn sérhönnuðum ljósabúnaði sem hægt er að stilla í ýmsum lit­ brigð um og búa þannig til þá stemningu sem óskað er eftir; ef sterkur rauður eða blár litur er í lógóinu er hægt að hafa þá liti sem þema í lýsingunni á veggjunum. Salurinn Kaldalón býr einnig yfir þessum mögu­ leika.“ Meiri möguleikar Harpa er í miðborg Reykjavík­ ur og segir Karitas það vera mikinn kost; húsið sé í göngu ­ færi við hótel, verslanir, veitinga­ staði og kaffihús og þetta er eitt af þeim atriðum sem horft er á þegar verið er að velja áfanga­ stað fyrir ráðstefnur. Vinsældir ráðstefnu ákvarðast mikið af staðsetningu hennar og Ísland er álitið mjög spenn­ andi áfangastaður, mitt á milli Evrópu og Ameríku. „Við viljum gjarnan að Íslend­ ingar átti sig á þeim möguleik­ um sem Harpa býður upp á. Margir íslenskir aðilar sækja viðburði erlendis og ég vil reyna að fá fólk til að hugsa meira um það að við getum öll lagst á eitt um að selja Ísland sem áfanga­ stað. Við getum núna með tilkomu Hörpu haldið viðburði á Íslandi sem við höfum ekki getað haldið áður.“ „Allir salirnir eru búnir HD-skjávörpum, stórum sýningartjöldum, öflugu hljóð- kerfi sem og sérhönnuðum púltum.“ TExTi: svava jÓnsdÓTTir karitas kjartansdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.