Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 23
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 23
aF hVerju etum Við hænuegg
Frekar en andaregg?
• Fka-viðurkenninguna 2012 hlaut rannveig
grétarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda
hvalaskoðunarfyrirtækisins Hvalaskoðunar reykjavíkur,
betur þekkt undir nafninu elding.
• Hvatningarviðurkenningu Fka hlutu þær Árný
elíasdóttir, inga Björg Hjaltadóttir og ingunn Björk
vilhjálmsdóttir, stofnendur og eigendur attentus ehf.
• Þakkarviðurkenningu Fka hlaut erla Wigelund,
stofnandi og eigandi verðlistans.
• gæfusporið 2012 hlutu katrín Olga jóhannesdóttir og
sigríður Margrét Oddsdóttir sem fyrir rúmu ári keyptu
„já.is“ í félagi við fjárfestingasjóðinn auði 1.
Í stuttu máli
rannVeig Í eldingu hlaut
Fka-Viðurkenninguna 2012
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
5
4
3
0
9
0
3
/1
1
HUGURINN BER ÞIG
AÐEINS HÁLFA LEIÐ
VATNSBERI
ÞÚ ERT Á LEIÐ Í FERÐALAG OG ÞAÐ TEKUR ÞIG ENGA STUND AÐ INNRITA ÞIG.
Þú getur innritað þig á netinu eða í sjálfvirkum innritunarstöðvum Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
ÞÚ BÍÐUR MINNA. NJÓTTU ÞESS.
Félag kvenna í atvinnurekstri afhenti nýlega sínar árlegu viður kenningar í Ráðhúsi Reykja -
víkur. Að venju var um fjórar viður kenn ingar að ræða.
FKA, Félag kvenna í atvinnurekstri, afhenti sínar árlegu viðurkenningar í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum. Hafdís Jónsdóttir, formaður félagsins, ávarpaði gesti og bauð þá velkomna en að því búnu afhenti Oddný
G. Harðardóttir fjármálaráðherra fjórar viðurkenningar.
FKAviðurkenninguna 2012 hlaut Rannveig Grétars
dóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda hvalaskoðunar
fyrirtækisins Hvalaskoðunar Reykjavíkur, betur þekkt undir
nafninu Elding. Hvalaskoðun er nú þriðja vinsælasta af
þrey ing þeirra erlendu ferðamanna sem hingað koma. Floti
félagsins telur sex skip og veitir ekki af til að taka á móti þeim
þúsundum ferðamanna sem eiga sér þann draum heitastan að
sjá þessi tignarlegu dýr. Starfsmenn eru 18 á veturna en 4550
á sumrin.
Hvatningarviðurkenningu FKA hlutu þær Árný Elíasdóttir,
Inga Björg Hjaltadóttir og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, stofn
endur og eigendur Attentus ehf.
Þakkarviðurkenningu FKA hlaut Erla Wigelund, stofnandi
og eigandi Verðlistans. Hún stofnaði verslunina árið 1965 og er
enn að.
Gæfusporið 2012 hlutu Katrín Olga Jóhannesdóttir og Sig
ríður Margrét Oddsdóttir sem fyrir rúmu ári keyptu „Já.is“ í
félagi við fjárfestingasjóðinn Auði 1.
Verðlaunahafar með viðurkenningar sínar.
Oddný G.
Harðardóttir
fjármála ráðherra.
Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar
Reykjavíkur – Eldingar.
Katrín S. Óladóttir og
Dagný Halldórsdóttir.
Katrín S. Óladóttir og
Dagný Halldórsdóttir.
Oddný G. Harðardóttir, Erla Wigelund
og Una Steinsdóttir.