Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 26
26 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 álitSgjafar frjálSrar verSlunar Frjáls verslun hefur fengið þekkta ein stakl inga til liðs við sig til að segja í mjög stuttu máli álit sitt á ýmsu tengdu við skiptum og efnahagslífi í hverju tölu blaði. UmsjÓn: svava jÓnsdÓTTir Þekktu sjálfan þig Ingrid Kuhlman, framkvæmda - stjóri Þekkingarmiðlunar: Ingrid Kuhlman segir að í fjölda bóka um stjórnun hafi verið fjallað um mikilvægi þess að starfsfólk fái hrós og viðurkenn­ ingu fyrir vel unnin störf. Hvatning virðist nær alltaf fjalla um hinn aðilann; um það hvernig hægt sé að hvetja aðra. „Stjórnandinn er talinn vera einhvers konar „hvatningarvél“ sem hægt sé að kenna eða réttara sagt forrita til að hvatning hans hafi sem best áhrif á aðra. Sjaldan er rætt um þarfir og nauðsyn stjórnandans til að ná sam bandi við sjálfan sig eða aðra og hvern­ ig hann geti fundið eigin hvatningu. Stjórnandinn er ábyrgur fyrir eigin hvatn­ ingu og innblæstri. Besta framlag hans til annarra er að læra að þekkja sjálfan sig. Því betur sem hann þekkir sjálfan sig því færari er hann í að skilja aðra. Þekking á sjálfum sér þýðir m.a. að stjórnandinn þarf að vera meðvitaður um í hverju kjarnahæfileikar hans eru fólgnir. Því skýrari mynd sem við höfum af kjarna­hæfileikum okkar þeim mun auðveld ar a er að nýta þá á meðvitaðan hátt. Sá sem hef ur til dæmis „þrautseigju“ sem kjarna hæfi ­ leika veit að hann getur staðið sig vel, eink um í aðstæðum sem krefjast út halds. Hann veit einnig að hann á alltaf að geta sýnt þraut­ seigju, bæði í vinnu og í einkalífi.“ Ingrid segir að fyrir utan innsýn í jákvæða hæfileika sé einnig mikilvægt fyrir stjórnan dann að hafa innsýn í þau atriði sem betur mega fara. Hver kjarnahæfileiki hafi nefni lega einnig sína dökku hlið. „Kjarna hæfi leikinn „hjálpsemi“ getur t.d. orðið að „afskiptasemi“ séu menn of hjálpsamir. Í daglegu tali heitir það „of mikið af því góða“. Einhver sem er vand virkur getur t.d. átt það til að vera of vand virkur. Að læra að þekkja eigin hæfileika og ann ­ arra er ekki aðeins gagnlegt fyrir stjórnand­ ann sjálfan því hópar, deildir og fyrirtæki hafa einnig kjarnahæfileika og eiginleika sem gagnlegt er að þekkja.“ HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN Að styrkja vörumerki Ásmundur Helgason, markaðsfræð ingur hjá Dynamo: Ásmundur Helga­son segir að á und anförnum ár um hafi samkeppni á aug ­ lý singa markaðnum hér á landi verið meiri hvað varðar verð en verðleika vörumerkja. Þó séu nokkur íslensk fyrirtæki sem hugi að styrkingu vörumerkj­ anna í auknum mæli og það sé margsannað mál að það sé leiðin til sigurs í samkeppni. „Þegar kemur að upp ­ byggingu vörumerkja, eða branding, hafa verið settar fram kenningar af ýmsum fræðimönnum í markaðsmálum með mis jafnlega mörgum reglum eða viðmiðum sem fara skal eftir við mörk un vörumerkis. Á meðal þess sem nánast allar þessar kenningar eiga sameiginlegt er að framsetning vörumerkis þarf að vera einföld. Það þarf að átta sig vel á því fyrir hvað vörumerkið stendur og það sjálft þarf að vera einfalt. Í öðru lagi þarf vörumerki að vera vel aðgreint frá öðrum og í þriðja lagi þarf að gæta að því að það sýni stöðug ­ leika; sveiflist ekki of mikið með tísku heldur haldi sig við gildi sín og eig in framsetningu. Fjölda­ mörg önnur atriði koma inn í vinnu við að byggja upp sterkt vörumerki en á endanum er það sterk mörkun vörumerkis, brand ing, sem er leiðin til sigurs í samkeppni.“ AUGLÝSINGAR „Það þarf að átta sig vel á því fyrir hvað vörumerkið stendur og það sjálft þarf að vera einfalt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.