Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 83

Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 83
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 83 Örn sagði að hrósið þyrfti að vera persónulegt. „Það á að taka í höndina á viðkomandi eða a.m.k. horfa djúpt í augun á honum og segja t.d.: „Þakka þér fyrir. Þú ert búinn að ná sölu markmiðinu þínu fyrir þessa viku og þú stendur þig mjög vel.“ Það kostar ekkert að vera já kvæður; það mætti að minnsta kosti reyna. Hrós kostar ekkert. Er ekki gott að segja við ein ­ hvern að manni líki það sem hann gerir? Er það ekki í lagi? Ég held að það efli samstarf. Tónninn skiptir líka máli. Hvernig hrósað er. Eitt orð breyt ir algjörlega um merkingu eftir því hvernig það er sagt. Og sá sem hrósar þarf að vera ein lægur.“ Þeir sem eru óöryggir um hvernig á að hrósa geta jafnvel æft sig fyrir framan spegil. En hvað með starfsmann­ inn sem er hrósað? Hvernig á hann að taka hrósi? „Menn þurfa að sjálfsögðu að kunna að taka hrósi. Sumir fara undan í flæmingi, verða niðurlútir og segja t.d.: „Ég hef oft gert betur.“ Það er líka list að kunna að taka hrósi. Segja t.d.: „Þakka þér fyrir. Þetta gekk mjög vel í kvöld; ég er sammála.“ Þá myndast ákveðin tengsl.“ Góður grunnur Örn sagði að hrós hefði góð áhrif. „Við brosum þegar okkur er hrósað og það er hægt að breyta slæmum degi á auga­ bragði í góðan dag. Hrós er fal­ legt orð. Ef „h“ er tekið framan af orðinu þá verður það rós. Við erum að færa hvert öðru litla rós og það lætur okkur finna að aðrir kunni að meta okk­ ur. Þetta er líka góð leið til að stjórna og fá til baka það sem við erum að fara fram á. Ef ég hrósa ein hverjum fyrir það sem hann gerir vel þá efli ég hann og styrki í því að hann geri það áfram og jafnvel betur. Þetta er eins og með kokkinn á veitingahúsinu. Hversu oft hafið þið fengið góðan mat á veitingahúsi og beðið þjóninn að bera kokkinum kveðju ykkar og að hann fengi þau skilaboð að maturinn hafi verið frábær? Lítur fólk á þetta sem sjálf­ sagðan hlut? Það er sjálfsagt að kokkurinn – atvinnumaðurinn – eldi góðan mat. Það er starf hans. En stundum er gott fyrir hann að fá hrós því hann eldar kannski fyrir þúsundir á viku og veit aldrei hvort hann er að gera rétt eða rangt. Svo fær hann hrós og þá veit hann að hann er að gera rétt. Það hvetur hann til að gera jafnvel enn betur. Þetta er svo góður grunnur. Þetta er svo sterkur grunnur.“ Sannleikurinn Stundum virðast sumir of „ýktir“ þegar þeir hrósa. Segja kannski eins og Örn lék það: „O my god, gaman að sjá þig. Þú ert æði.“ „Þetta er hrós,“ sagði Örn. „En betra er að vera einlægur í hrósinu og hrósa fyrir það sem er eftirtektarvert. Hrósið þarf að vera hnitmiðað. Ef við erum svona við allt og alla og skjótum sífellt yfir markið hættir fólk að taka mark á okkur.“ Hann talaði um minningar­ grein ar. „Það er engin ástæða til að geyma allt hrósið fyrir minn­ ingargreinina. Lesið einhvern tím ann minningargrein í blaði og sjáið allt hrósið sem viðkom­ andi fær. Kannski var þetta aldraður einstaklingur: Fékk hann þetta hrós í lifanda lífi? Það kann vel að vera en það er gam an að velta þessu fyrir sér.“ Örn talaði um sannleikann. Sannleikurinn væri sagna bestur. Hann vitnaði í eitt verka nóbels skáldsins en í Alþýðu­ bók inni stendur að sannleikur­ inn sé ekki í bókum – ekki einu sinni í góðum bókum heldur í manneskjum sem hafa gott hjartalag. Örn sagði að fólk ætti að reyna eins og það gæti að hafa hrósið eins eðlilegt og hægt er. Jú, einlægnin er góð. Heiðar­ leikinn. Sannleikurinn. Örn vitnaði aftur í Laxness og þá í bókina Kristnihald undir jökli þar sem stendur að þegar byrjað er að ljúga sé vandi að fara að segja satt á eftir. Stundum virðast sumir of „ýktir“ þegar þeir hrósa. Segja kannski eins og Örn lék það: „O my god, gaman að sjá þig. Þú ert æði.“ „Þetta er hrós,“ sagði Örn. „En betra er að vera einlægur í hrósinu og hrósa fyrir það sem er eftirtektarvert. Hrósið þarf að vera hnitmiðað. Ef við erum svona við allt og alla og skjótum sífellt yfir markið hættir fólk að taka mark á okkur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.