Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 62

Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 62
62 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 Draumastaður sprotafyrirtækisins Ásbrú er draumastaður sprotafyrirtækisins og þar eru nú meira en hundrað fyrirtæki og stofnanir. Þróunarsetrið Eldey, eitt stærsta og glæsilegasta frumkvöðlasetur landsins, er einnig þar með aðsetur. Á s b r ú Að sögn Óla Arnar Eiríkssonar, verkefna­stjóra hjá Kadeco, þjónar Þróunarsetrið Eldey frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum, auk starf­ andi fyrirtækja sem vilja efla sig með nýsköpun og vöruþróun: „Miklar endurbætur hafa staðið yfir í húsnæðinu í Eldey til að tryggja að frumkvöðlasetrið bjóði bestu mögulegu aðstöðu fyrir frumkvöðla til að stíga sín fyrstu skref, þróa viðskiptahugmyndir sínar og koma sprotafyrirtækjum á legg. Húsnæðið er í heild 3.300 fer­ metrar og skiptist í kennslu­ og fyrirlestrarrými, fundaaðstöðu og skrifstofu­ og smiðjuaðstöðu fyrir frumkvöðlafyrirtæki. Þróunarsetrið er rekið af Heklu, atvinnuþróunar­ félagi Suðurnesja, og í dag má finna þrjátíu fyrirtæki og stofnanir innan veggja þess. Á fyrirtækjahótelinu Eldvörp býðst litlum og meðalstórum fyrir ­ tækjum flott sameiginleg aðstaða (fundaherbergi, ráðstefnuher­ bergi, kaffistofa, salerni) og sam­ vist með öðrum fyrirtækjum. ásókn í rannsóknarsetur Iðnfyrirtæki eru að koma til okkar vegna styrkleika Suðurnesja í hagnýtingu bæði sjávarfangs og jarðvarma. Keilir er með rann ­ sóknarmiðstöð og tækni fræðinám sem snýr að þessum kjarnasvið ­ um. Fyrirtæki sækja því bæði í að komast í rannsóknarsetrið þeirra og einnig í að geta nýtt sér nemendur við að rannsaka eða framkvæma fýsileikakannanir á þáttum sem liggja kannski fyrir utan daglegan rekstur. Nýjasta iðnfyrirtækið sem kemur hingað á Ásbrú er Málmey sem sérhæfir sig í smíði á vélum og búnaði fyrir fiskvinnslufyrirtæki. Á svæðinu er frábær aðstaða til ráðstefnuhalds og haldnar hafa verið nokkrar mikilvægar slíkar eins og Startup Iceland (sem var haldin í maí síðastliðnum), ráðstefna Keilis um flugumferð og eldgos (haldin árið 2010) og alþjóðlegar þjálfararáðstefnur Keilis. Við búum yfir mjög breiðri línu af húsnæði fyrir ráðstefnur.“ „Fyrirtæki sækja því bæði í að kom ast í rannsóknar setr ið þeirra og einnig í að geta nýtt sér nem - end ur við að rann- saka eða fram kvæma fýsi leik a kannanir á þátt um sem liggja kannski fyrir utan dagleg an rekstur.“ Óli Örn Eiríksson, verkefnastjóri hjá Kadeco. stofnár: 2006. stofnendur: Íslensk stjórnvöld. viðskiptahugmyndin: Breyta bandarískri varnarstöð í borgaralegt samfélag á sem skemmstum tíma. markmið fyrirtækisins: Byggja upp einstakt samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs. Texti: Hrund Hauksdóttir ræturnar

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.