Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 62

Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 62
62 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 Draumastaður sprotafyrirtækisins Ásbrú er draumastaður sprotafyrirtækisins og þar eru nú meira en hundrað fyrirtæki og stofnanir. Þróunarsetrið Eldey, eitt stærsta og glæsilegasta frumkvöðlasetur landsins, er einnig þar með aðsetur. Á s b r ú Að sögn Óla Arnar Eiríkssonar, verkefna­stjóra hjá Kadeco, þjónar Þróunarsetrið Eldey frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum, auk starf­ andi fyrirtækja sem vilja efla sig með nýsköpun og vöruþróun: „Miklar endurbætur hafa staðið yfir í húsnæðinu í Eldey til að tryggja að frumkvöðlasetrið bjóði bestu mögulegu aðstöðu fyrir frumkvöðla til að stíga sín fyrstu skref, þróa viðskiptahugmyndir sínar og koma sprotafyrirtækjum á legg. Húsnæðið er í heild 3.300 fer­ metrar og skiptist í kennslu­ og fyrirlestrarrými, fundaaðstöðu og skrifstofu­ og smiðjuaðstöðu fyrir frumkvöðlafyrirtæki. Þróunarsetrið er rekið af Heklu, atvinnuþróunar­ félagi Suðurnesja, og í dag má finna þrjátíu fyrirtæki og stofnanir innan veggja þess. Á fyrirtækjahótelinu Eldvörp býðst litlum og meðalstórum fyrir ­ tækjum flott sameiginleg aðstaða (fundaherbergi, ráðstefnuher­ bergi, kaffistofa, salerni) og sam­ vist með öðrum fyrirtækjum. ásókn í rannsóknarsetur Iðnfyrirtæki eru að koma til okkar vegna styrkleika Suðurnesja í hagnýtingu bæði sjávarfangs og jarðvarma. Keilir er með rann ­ sóknarmiðstöð og tækni fræðinám sem snýr að þessum kjarnasvið ­ um. Fyrirtæki sækja því bæði í að komast í rannsóknarsetrið þeirra og einnig í að geta nýtt sér nemendur við að rannsaka eða framkvæma fýsileikakannanir á þáttum sem liggja kannski fyrir utan daglegan rekstur. Nýjasta iðnfyrirtækið sem kemur hingað á Ásbrú er Málmey sem sérhæfir sig í smíði á vélum og búnaði fyrir fiskvinnslufyrirtæki. Á svæðinu er frábær aðstaða til ráðstefnuhalds og haldnar hafa verið nokkrar mikilvægar slíkar eins og Startup Iceland (sem var haldin í maí síðastliðnum), ráðstefna Keilis um flugumferð og eldgos (haldin árið 2010) og alþjóðlegar þjálfararáðstefnur Keilis. Við búum yfir mjög breiðri línu af húsnæði fyrir ráðstefnur.“ „Fyrirtæki sækja því bæði í að kom ast í rannsóknar setr ið þeirra og einnig í að geta nýtt sér nem - end ur við að rann- saka eða fram kvæma fýsi leik a kannanir á þátt um sem liggja kannski fyrir utan dagleg an rekstur.“ Óli Örn Eiríksson, verkefnastjóri hjá Kadeco. stofnár: 2006. stofnendur: Íslensk stjórnvöld. viðskiptahugmyndin: Breyta bandarískri varnarstöð í borgaralegt samfélag á sem skemmstum tíma. markmið fyrirtækisins: Byggja upp einstakt samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs. Texti: Hrund Hauksdóttir ræturnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.