Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.04.2013, Qupperneq 6
6 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 H inn kunni bandaríski athafnamaður Jack Welch, fyrrverandi forstjóri Gene­ ral Electric, sagði fyrir nokkrum árum á fundi á Nordica­hóteli, að mikilvægt væri að ráða sigurvegara í vinnu; keppnisfólk sem vildi ná árangri, talaði beint út og ljómaði af leikgleði. Í nýliðnum alþingiskosninum unnu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur afger ­ andi sigur og fráfarandi stjórn fékk sögulegt rautt spjald og var send beint í sturtu. Það einkennir sigur ­ vegara og skörunga í stjórnmálum að hafa sjálfstraust til að ræða málin á einfaldan og skýran hátt – tala beint út og vera óhræddir við það. Þar finnst mér nokkuð á vanta hjá nýjum ráðherrum, en sjáum til; það er rétt búið að flauta leikinn á og oft vinna menn sig inn í hann. Það er ráðherrunum til vorkunnar að allir bíða í óþreyju eftir breytingum og að eitthvað gerist í atvinnulífinu. Verkefnin eru stórbrotin. Halli á fjárlög ­ um stefnir í að verða 600 milljarðar frá árinu 2008 og hefur verið brúaður með lántökum. Það bindur auð ­ vitað menn. Niðurskurður útgjalda hefði þurft að vera miklu meiri á undanförnum árum og það var mjög misráðið að velja herta skattheimtu og auknar álögur sem leið upp úr kreppunni. Munkhásen sagðist hafa dregið sig upp á hárinu. Það breytist ekki allt á einni nóttu með nýrri ríkis ­ stjórn en fyrstu skref hennar og yfirlýsingar hefðu mátt vera meira afgerandi. Við setningu sumarþings fannst mér stefnuræða Sigmundar Davíðs Gunn ­ laugssonar forsætisráðherra heldur almenn en tónn inn þó jákvæður. Ræða Bjarna Benediktssonar, fjármála­ og efna hags ráðherra, var ákveðnari en engu að síður of almenn. Kosningabaráttan er búin, það þurfti ekki að endurtaka hana í ræðum á Alþingi þetta kvöld. Ég hefði viljað sjá skýrari yfirlýsingar um skatta ­ lækkanir í stað orðalags eins og „að mál væru til skoðunar og kæmu til greina í skattalagafrumvarpi fyrir sumarþingið“. Þetta var kvöldið til að gefa tón inn og flytja sumarsmellinn. Byrja á nokkrum einföld um málum sem allir skilja, t.d. tilkynna hversu mikið eldsneytisskattar myndu lækka í krónum talið strax í sumar, sem og hve mikið tryggingagjaldið ætti eftir að lækka. Nefna tölur sem fólk skilur. Sömuleiðis hefði verið gott að tilkynna ákveðna lækk un á virðisaukaskatti yfir línuna, til að byrja með, sem og lækkun á tekjuskatti einstaklinga. Það að segja frá afturköllun hækkunar á virðisaukaskatti í ferða þjónustu eða að „það sé til skoðunar að lækka virðisaukaskatt á barnaföt“ eru ekki nægilega tilkomu mikil skilaboð. Lækkun skattprósentu þýðir minni skatttekjur fyrst um sinn meðan atvinnulífið bregst við henni og tekur við sér. Þetta er aðgerð til langs tíma. Kanínan undir hattinum er sú að þetta skilar sér í hagvexti síðar með meiri veltu, stærri skat t stofni og auknum skatttekjum sem hafa raun ­ veru lega innistæðu; eru í takt við hagvöxt og getu atvinnulífsins og heimila. Það er afar misráðið að telja sig ekki hafa efni á skattalækkunum. Boðuð lækkun veiðigjalds um 3,2 milljarða er gott mál og tryggir líf í mörgum litlum og meðalstórum útgerðum og eykur á fjárfestingar í sjávarútvegi og atvinnugreinum sem þjónusta hann. Lækkun veiðigjaldsins er hins vegar ekki mikil miðað við hvað það hafði verið hækkað mikið áður. Þegar heyrast gamalkunnir frasar skattpíningarfólks um hvaðan peningarnir eigi að koma á móti skattalækkuninni þegar vitað er að þeir skila sér margfalt síðar í aukn ­ um umsvifum í þjóðfélaginu. Lækkun ríkisútgjalda er ekki til sem breyta í formúlunni hjá aðdáendum skattahækkana. Þetta kvöld á Alþingi hefði átt að blása stækkun Landspítalans af með öllu. Þetta risa ­ vaxna verkefni er óraunhæft og langt út fyrir getu ríkissjóðs og stefnir öðrum verkefnum í voða. Þá eru það skuldamál heimilanna. Það að leggja fram „þingsályktunartillögu sem inniheldur aðgerða áætlun í tíu liðum sem varða nauð­ synlegar aðgerðir vegna stöðu heimilanna“ er í sjálfu sér ágæt byrjun. En almenningur keypti ekki þennan pakka, fannst hann rýr miðað við hástemmd loforð í kosninga bar áttunni. Tillagan fékk þegar nafnið boðorðin tíu. Svo kom áletraður borði; Sigmundur Davíð blessi heimilin. Það má hlæja að þessu en þetta var ekki rétti tónninn sem ný ríkisstjórn þurfti að gefa til að öðlast trúverðugleika. Í ljósi um ­ ræðna fyrir kosningar hefði forsætisráðherra átt að til kynna að hans menn ættu þegar bókaðan fund með kröfuhöfum bank anna, viðræður við þá væru að hefjast og af hálfu stjórnvalda væri búið að ráða hæfa erlenda lögfræðinga til að halda á málum Íslands. Einföld og skýr skilaboð – og í ætt við það hvernig talað var fyrir kosningar! Þá hefði þurft að segja frá því að umræður hæfust á ákveðnum tíma við aðlila vinnumarkaðarins um nýja þjóðarsátt til að tryggja minni verðbólgu – og segja beint út að launahækkanir umfram hag vöxt væru óraunhæfar og gætu ekki orðið meiri en t.d. eitt til þrjú prósent á ári. Til að sann færa alla hefði þurft að nefna tölur um hversu mikið kaupmáttur ráðstöfunartekna, kaupmáttur budd unnar, ætti eftir að aukast mikið með þessum nýju vinnubrögðum. Segja frá ávinn ­ ingnum og selja hugmyndina. Sömuleiðis hefði átt að útskýra hvað minni verðbólga þýddi í vaxtalækkunum og aukn um fjárfestingum, en fleiri og fleiri hafa snúið sér að lánum með óverðtryggða vexti og því virka stýri vextir Seðlabankans mun hraðar en áður. Þá hefði mátt útskýra hvaða áhrif þetta hefði á raungengi krón ­ unnar en launahækkanir stýra því að langmestu leyti. Sigurvegarar gefa tóninn með skýrum og ábata ­ sömum yfirlýsingum sem allir skilja og vinna þannig fólk á sitt band, fá það til að færa fórnir og ganga í takt að markinu og njóta ávinningsins. Mikilvægt er að tala beint út. Ráðherrarnir sigruðu í kosningunum en eru þeir sigurvegarar? Eru þeir sigurvegarar? Jón G. Hauksson Ráðherrarnir sigruðu í kosningunum en eru þeir sigurvegarar? LEiðaRi islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á. Hjá Íslandsbanka starfar hópur fólks sem býr að áratuga reynslu af ráðgjöf við stór og smá fyrirtæki í verslun og þjónustu og hefur víðtæka sérþekkingu á fjárhagsumhverfi þeirra. Þannig getum við ávallt tryggt þeim þá bankaþjónustu sem þau þarfnast. Þekking sprettur af áhuga. Lilja Pálsdóttir hefur 25 ára reynslu af ráðgjöf til fyrirtækja í verslun og þjónustu. Lilja er útibússtjóri hjá Íslandsbanka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.