Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 95
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 95
100 ÁhRiFamEStU koNURNaR 2013
„Árið hefur verið nokkuð gott hjá Trygg
inga stofnun. Þrátt fyrir um 30% lækkun
rekstrar fjár frá hruni hefur okkur tekist í
flestu tilliti, með samtakamætti allra starfs
manna, að halda sjó og að sumu leyti gott
betur og fyrir það fengum við stjórn enda verð
laun Stjórnvísi 2012 sem við erum afar stolt af.“
Sigríður segir að sex orða ævisaga hennar
sé: Lífið er verðugt viðfangsefni – nokkuð
skemmtilegt.
Hvað með heilræði til ungra stjórnenda?
„Að hlusta vel, íhuga, setja í samhengi – og
taka svo ákvarðanir yfirvegað og af festu.“
Varðandi hvort setja þurfi sérstaka
jafnlaunastefnu innan fyrirtækja segir Sig
ríð ur Lillý að kynbundinn launamunur sé
svartur blettur á samfélaginu sem þurfi
að uppræta. „Um það eru allir sammála
– ekki satt? Á árum áður var konum sagt
að mennta sig betur – það væri lykillinn
að jafnréttinu. Nú þegar sá lykill er í hendi
kvenna gengur hann ekki nægjanlega vel að
skrám vinnumarkaðarins. Þar tapa ekki bara
konurnar heldur einnig sá vinnumarkaður
og samfélag sem ekki nýtir allan
mannauðinn. Í stjórnsýslunni þarf samhliða
jafnlaunastefnunni að auka fjár framlög til
þeirra stofnana þar sem konur eru í miklum
meirihluta starfsmanna og laun stór hluti
rekstrarkostnaðar.“
Sigríður Lillý segir að brýnustu verkefni
nýrrar ríkisstjórnar séu að efla samkennd
og bjartsýni. „Það þarf að jafna afkomu
landsmanna til lengri og skemmri tíma litið
með því að taka af fullri alvöru á kvóta
mál unum og koma styrkum fótum undir
lífeyriskerfið. Peningum líkt og áburði þarf að
dreifa nokkuð jafnt svo tryggja megi grósku í
öllu mannlífinu og efnahagslífinu – þá upp
skerum við gott samfélag og allir græða.
eFla saMkennd og Bjartsýni
Sigríður lillý Baldursdóttir, forstjóri tryggingastofnunar ríkisins:
„Við opnuðum vefverslun,
nike verslun.is, sem hefur fengið
frábærar viðtökur. Icepharma
hefur síðan hlotið bæði viður
kenningu Creditinfo sem
fyrir myndarfyrirtæki með tilliti
til fjárhags fyrirtækisins og hjá
VR sem fyrirmyndarfyrirtæki
að mati starfsmanna félagsins.
Við erum þakklát fyrir slíkar
viðurkenningar sem gagnast
okkur vel í okkar daglega starfi.“
Margrét segir að heilræði sitt
til ungra stjórnenda sé að koma
fram af virðingu við alla, vera
heiðarlegur og tryggja sér góðan
„mentor“ til að leiðbeina sér.
Hún segir að amma sín sé sá
stjórnandi sem sé fyrirmynd sín.
„Hún stýrði stóru heimili með
þjónustufólki og kom fram við
alla af sömu virðingu og átti
vináttu þeirra allra til æviloka.“
En hver er sex orða ævisagan?
„Litla systir, maki, móðir, amma,
forstjóri og skógarbóndi.“
Varðandi jafnlaunastefnu innan fyrirtækja segir Margrét að það virðist
vera mest þörf fyrir hana hjá hinu
opinbera. „Hjá okkur er þetta í
góðu lagi.“
Hvað með brýnustu verkefni
nýrrar ríkisstjórnar? „Að
tryggja að við stöndum undir
þeirri ábyrgð að vera sjálfstæð
þjóð en ekki þjóð í höftum
með gjaldmiðil sem eingöngu
er gjald gengur innanlands.
Bæði íslenskir lífeyrissjóðir
og almenningur hafa áhuga á
að geta fjárfest utan Íslands.
Við þurfum að tryggja eðlileg
milliríkjaviðskipti, afnema tolla
og vörugjöld og koma fjár
fest ingum í gang. Einnig þarf
að gæta þess að loka ekki á
möguleika okkar til að komast
inn í ESB, sem er mikilvægasta
markaðssvæði fyrir íslenskar
vörur og þjónustu.“
Margrét er stjórnarformaður
n1 og eStA (european
Surgical trade Association)
og stjórnarmaður í icepharma,
delfí og eignarhaldsfélaginu
Lyngi ehf.
Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri icepharma:
heiðarleiki Mikilvægur
Margrét Guðmundsdóttir segir að það sem standi upp úr
sé að skipuriti fyrirtækisins var breytt á árinu og tvö svið
sameinuð.