Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 100
100 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013
100 ÁhRiFamEStU koNURNaR 2013
„Landsbankanum hefur miðað vel það
sem af er ári og er staða bankans traust og
óvissuþáttum í rekstrinum fækkar jafnt og
þétt. Áfram hefur verið unnið ötullega að
endurskipulagningu skulda viðskiptavina
sem skilar sér í áframhaldandi endurreisn
efna hagslífsins hér á landi. Uppgjöri
Landsbankans við LBI lauk á fyrsta árs
fjórðungi en með því náðist mikilsverður
áfangi í uppbyggingu bankans og um leið
varð breyting á eignarhaldi sem skilar sér í
miklum ávinningi fyrir ríkissjóð. Hann á nú
98% í bankanum og verðmæti þess hlut
ar hefur aukist um tugi milljarða króna
frá stofnun Landsbankans. Jafnframt mun
bank inn greiða arð til ríkissjóðs síðar á árinu
í fyrsta sinn frá stofnun. Síðast en ekki síst
hefur náðst markverður árangur í að lækka
rekstrarkostnað sem hefur verið og er eitt
helsta áherslumál bankans.“
Eva Sóley segir að frú Vigdís Finnbogadóttir
sé helsta fyrirmynd sín sem stjórnandi, bæði
sem frumkvöðull og brautryðjandi.
Hvað með heilræði til ungra stjórnenda:
„Fylgja hjartanu og eigin sannfæringu.“
Eva Sóley er fylgjandi því að sett sé sérstök
jafnlaunastefna innan fyrirtækja. „Ég tel
almennt séð brýnt að beina athygli að jafn
ræði og mikilvægt að fyrirtækin sjálf skapi þá
menningu sem þarf til að stuðla að og efla
jafnræði innan þeirra. Framkvæmdastjórn
Landsbankans hefur t.a.m. samþykkt jafn
réttisstefnu og hluti hennar snýr að launa
málum kynjanna.“
Hún telur að brýnustu verkefni nýrrar
ríkisstjórnar séu úrlausn á skuldavanda
heimil anna, efling fjárfestingar í landinu og að
stigin verði marktæk skref í að afnema gjald
eyrishöft.
„Árið hefur verið mjög
skemmtilegt og ásamt því
að sinna fjárfestingum
og stjórnarsetu í eigin
fyrir tækjum fékk ég
tækifæri til þess að taka
þátt í fjölmörgum ólíkum
verk efnum. Það er mjög
áhuga vert að fylgjast með
þeirri grósku sem einkennir
íslenskt frumkvöðlastarf
um þessar mundur.
Startup Reykjavík var eitt
af þeim verkefnum sem
komu inn á borð en þar
fékk ég tækifæri til þess
að kynnast hugmyndum
ungra frumkvöðla og
fylgjast með þeim móta
fram tíðarstefnu í kringum
þær. Stjórnarseta í Skema
ehf. er annað verkefni sem
gaman hefur verið að taka
þátt í en það er öflugur
hópur sem vinnur að því að
auka tæknimenntun barna.
Þetta er fyrirtæki sem er
komið lengra í líftímahring
sínum og hefur verið mjög
spennandi að fylgjast
með því feta sig áfram í
frumskógi markaðarins.“
Svanhildur Nanna Vig
fúsdóttir segir að verkefni
tengd eigin fjár festingum
hafi verið með hefð
bundnara sniði þar sem
aukið rekstrarhæfi og
niðurgreiðsla skulda séu
meginmarkmiðin. „Sú
vinna hefur gengið vel
síðustu ár og náðum við
þeim árangri í ár að okkar
stærsta eign, Skeljungur,
er orðin vel rekstrarhæf
og tilbúin í næsta fasa
sem er möguleg sala eða
jafnvel skráning á íslenska
hlutabréfamarkaðinn.“
Svanhildur Nanna segir
að vinnusemi og heiðarleiki
séu heilræði sín til ungra
stjórnenda.
Hún segir að væntingar
sínar til nýrrar ríkisstjórnar
séu að henni takist að
móta umhverfi þar sem
hvati er fyrir fyrirtæki og
ein staklinga að sækja fram,
fjárfesta og vaxa, sem aftur
skapar störf og aukin verð
mæti fyrir þjóðarbúið.
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, varaformaður bankaráðs landsbankans:
Frú vigdís FinnBogadóttir FYrirMYnd seM stjórnandi
Svanhildur nanna Vigfúsdóttir,
stjórnarformaður og stærsti eigandi Skeljungs:
gróska í FruMkvöðlastarFi
Svanhildur er stjórnar-
formaður Skeljungs hf.,
S fasteigna hf. og Skema
ehf. og er meðstjórnandi í
fjölda minni fyrirtækja.