Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 146
146 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013
Pfaff
Fagmenntað fólk í klæðskurði og kjólasaumi
Fyrirtækið hefur alla tíð verið í eigu sömu fjöl skyldunnar og hef ur
undan farin þrjú ár verið í hópi
Cred itinfo yfir fram úr skar andi
fyrirtæki hér á landi. Hjá fyrir
tækinu er lagður mik ill metn
aður í að veita góða þjón ustu
en yfir mað ur sauma deildar
Pfaff er Selma Gísla dóttir, sem
jafn framt er formaður Félags
klæð skera og kjólameistara,
og innan deildarinnar starfar
fag menntað fólk í klæðskurði
og kjóla saumi. Með þessu er
tryggt að starfsfólk geti ráðlagt
fólki við val á saumavélum og
við saumaskap. Viðskiptavinir
fá t.d. ráðleggingar og leið
bein ingar um hvaða nálar eigi
að nota í mismunandi efni,
hvernig tvinni er best ur og
hvernig stilla eigi sauma vél arn
ar. Þá fylgist fyrirtækið vel með
nýj ungum og leggur kapp á að
bjóða allt það nýjasta í sauma
vélum og fylgihlutum til sölu.
hvaða verkefni hafa verið efst
á baugi í deildinni?
„Við höldum oft uppákomur
í sauma véladeildinni þar sem
nýjungar eru kynntar fyrir
við skiptavinum og þeir fá
sýni kennslu við að nota þær.
Reglu lega fáum við síðan
erl enda aðila til að koma og
sýna allt það nýjasta og endur
mennta starfsfólk. Í byrjun
maí héldum við konukvöld
sem við kölluðum „Komdu
í saumó“ sem var gríðarlega
vel heppnað. Þar vorum við
með sýnikennslu í að sauma
sumar kjóla og leggings og
mynd aðist örtröð í versluninni.
Því er greinilegt að mikill
áhugi er fyrir því að kynna sér
hversu einfalt það getur verið
að sauma sér nýtt dress. Einnig
sýndum við hversu auðvelt er
að nota útsaumsvélarnar til að
gera ósköp venjulega flík að
flík sem engin önnur á með því
að skreyta t.d. einfaldan kjól
með skemmtilegu og lit ríku
mynstri. Þá héldum við einnig
tískusýningu þar sem fimm
íslenskir hönnuðir, sem einnig
eru viðskiptavinir hjá okkur,
sýndu sumartískuna. Þann
ig leitumst við við að halda
góðum tengslum við við skipta
vini okkar og höf um oft sýnt
verk þeirra í sauma véla deild
inni hjá okkur.“
hvaða árangur eruð þið ánægð -
astar með innan deildar innar?
„Það sem skiptir hvað mestu
fyrir okkur er þessi gagn
kvæma þjónusta við viðskipta
vin ina. Við lítum svo á að
við skiptin séu ekki afgreidd
eftir að saumavélin er seld
held ur reynum við að tryggja
að við skiptavinurinn kunni
að nýta alla þá möguleika sem
vélin býður upp á. Við höfum
m.a. farið með kynningar út
úr fyrirtækinu, á sýningar
og saumafundi þar sem það
á við. Eins vorum t.d. með
sýni kennslu og kynningar á
sauma vél um á sýningu Íslenska
búta saumsfélagsins í Perl unni
í mars og verðum á hand
verks sýningunni á Hrafnagili í
ágúst.“
Selma gísla dóttir, yfir mað ur sauma deildar Pfaff.
„Í byrjun maí
héld um við konu
kvöld sem við
köll uðum „Komdu
í saumó“ sem var
gríðar lega vel
heppnað.“
texti maría ólafsdóttir / /mynd: geir ólafsson
Nafn: Selma gísladóttir
aldur: 43 ára
menntun: kjólameistari
hjúskaparstaða: gift
tómstundir: fjölskyldan,
saumaskapur, prjónaskapur,
föndur og almennt handverk,
ferðalög, útivist, leikhús og
félagsstörf
Sumarfríið 2013: aðalvík á
hornströndum, þórsmörk og
tjaldvagnsferðalag um landið
Pfaff er eitt elsta fyrirtæki landsins en það hóf að selja saumavélar árið
1929 og býður í dag upp á landsins mesta úrval af saumavélum – einkum frá
Husqvarna, Pfaff, Singer og Brother.