Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 88
88 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013
100 ÁhRiFamEStU koNURNaR 2013
„Vöxtur í útflutningi á RM
Studiohugbúnaði Stika
stendur upp úr á árinu 2012.
Unnið hefur verið markvisst
að því hjá Stika undanfarin
ár að flytja út íslenskt hug vit
á sviði áhættu og gæða
stjórn unar og hefur fyrirtækið
náð þeim áfanga að selja
hugbúnað sinn til um 160
not enda í 17 löndum. Það
er ánægjulegt að íslenskt
hug vit nýtist fyrirtækjum um
allan heim til að stuðla að
heilbrigðari rekstri og skapa
gjaldeyri fyrir þjóðarbúið.“
Svana segir að sex orða
ævisagan sé: Íslenskt vor, ný
sköpun ár hvert. Og varðandi
heilræði til ungra stjórnenda
segir hún: „Þeir þurfa eins
og allir stjórnendur að kunna
skil á því sem þeir fást við og
stjórna. Ekki óttast að spyrja.“
Hvað með stjórnanda
sem er fyrirmynd hennar?
„Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, er mér hugstæð
eftir að hafa hitt hana á
þýska iðnþinginu í Berlín
árið 2012. Þar hlustaði ég á
hana flytja magnaða ræðu
um mikilvægi iðnaðarins
fyrir þýskt samfélag sem
varð mér mikil hugvekja.
Merk el er stjórnandi sem
eflist við hverja raun. Hún er
kjarkmikil, heiðarleg, úrræða
góð, skipulögð og vinnu söm.
Merkel skilur mikilvægi þess
að vinna heima vinnuna vel
og kann að vinna fólk á sitt
band.“
Svana Helen segir að
brýnustu verkefni nýrrar
ríkis stjórnar séu að afnema
gjald eyrishöft, ljúka aðildar
viðræðunum við ESB, auka
frjálsræði í atvinnulífi og
þjóð lífinu öllu, ná sátt í
þjóð félaginu, efla tækni og
raun vísindamenntun og
breyta menntakerfinu þannig
að það slái betur taktinn með
atvinnu lífinu.
Svana er formaður Sam-
taka iðnaðarins og á
auk þess sæti í stjórn og
framkvæmdastjórn Samtaka
atvinnulífsins, stjórn
Landsnets, Söfnunarsjóðs
lífeyrisréttinda, Samtaka
fjárfesta, háskólaráði
Háskólans í reykjavík og
vísinda- og tækniráði.
hugBúnaðurinn
seldur í 17 lönduM
Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Stika:
margrét Sveinsdóttir,
frkvstj. eignastýringarsviðs
Arion banka.
Rakel óttarsdóttir,
frkvstj. þróunar og markaðssviðs Arion banka.