Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 133

Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 133
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 133 konur verða að gefa kost á sér hvað hefur verið efst á baugi innan þíns félags að undan- förnu? „Efst á baugi á vordögum var skipun nýrrar stjórnar sem nú leggur af stað með nýjar og öðruvísi áherslur. Stjórn VR hefur m.a. tekið þá ákvörðun að efst á blaði næstu misserin verði starfsmenntamálin sem eru mikið í umræðunni þessa dagana og er framundan að móta stefnu um þau mál. Þá eru kjaramálin mál málanna því gerð kjarasamninga er jú framundan. Starfsmenntamálin eru gríðarlega spennandi við fangsefni en það hefur sýnt sig að brottfall úr íslensk­ um framhaldsskólum er gífur lega hátt. Einnig sýna nýkomnar niðurstöður úr fyrir tækjakönnun ársins að þjónustu­og verslunarstörf fá yfirleitt lægstu einkunn. Mikil vægt er að hefja störf í verzlun­og þjónustu til virð ­ inga. En þaað á að vera eitt af lykil hlutverkum verka ­ lýðshreyfingarinnar, að taka þátt í að styrkja stöðu ákveð ­ inna launahópa.“ hvernig metur þú væntingarnar í atvinnulífinu eftir kosningar? „Ég er mjög ánægð með ráðningu Þorgerðar Katrín­ ar, fyrrverandi mennta mála­ ráðherra, sem forstöðu manns nýs mennta­og nýsköpunar­ sviðs hjá Samtökum atvinnu­ lífsins. Sem ráðherra var hún ötul við að hefja iðnmenntun til virðingar og mér sýnist því sem Samtök atvinnulífsins ætli að leggja sitt af mörkum hvað varðar starfsmenntunarmálin og að menn ætli almennt að leggjast á árarnar og gera þetta vel. Ég tel að við getum tengt verkvit og verkmenntun miklu meira, en það getum við gert með atvinnulífi og námi. Jafnmikilvægt er að menntað fólk komist út í atvinnulífið og að fólk úr atvinnulífinu fái símenntun. Sjálf hætti ég í skóla mjög ung, aflaði mér verkmenntunar og fór síðan í nám á seinni stigum. Það er ekki verra þótt ég mæli ekkert endilega með því heldur.“ hvernig er staðan í þínu félagi varðandi lögin um kynja hlut- föll í stjórninni sem taka gildi 1. september nk.? „Nú er kona formaður félagsins í fyrsta sinn í 122 ár og í stjórn þess eru 60% konur og 50% karlar. Kosningaúrslit síðustu ára sýna að konurnar fá töluvert fleiri atkvæði en karlarnir og í raun væru ein ­ göngu konur í stjórn ef ekki væri fyrir fléttulisti varðandi stjórnarkjör. Hann tryggir ákveðið jafnrétti, sem auðvitað verður að ganga í báðar áttir. Skipting félagsmanna hjá VR er hins vegar 60% karlar og 40% konur.” Er félagið þitt með sérstaka formlega jafnlaunastefnu? „Á síðustu árum og áratugum hefur VR lagt mikla áherslu á að berjast gegn launamun kynjanna. Glerveggir eru sýni ­ legri í dag af þeirri einföldu ástæðu að allir, bæði konur og karlar, eru meðvitaðir um þá mismunun sem konur búa við á íslenskum vinnumarkaði og verður enginn afsláttur gefinn hjá okkur í þeirri baráttu næstu árin. Við megum aldrei sofna á verðinum en sem betur fer er upplýst umræða um jafnrétti í samfélaginu í dag. Ég veit t.d. að innan Flóru, félags mannauðsstjóra, er mikil fræðiþekking sem getur breiðst út til fyrirtækja og t.d. með slíku náum við sífellt skrefi lengra. Nú erum við líka komin með kynslóð þar sem báðir aðilar nálgast að verða jafnvígir í að ala upp einstaklingin, en það gerist meðal annars með til komu feðraorlofs. Þegar það næst að fullu verður það einn mesti áfangi sem hugsast getur í þessari baráttu.“ Ólafía bætir við að mikilvægt sé að ná til unga fólksins á því tungumáli sem það skil ­ ur en upp til hópa sé það alls ekki nógu meðvitað um það sem stéttarfélagið geri fyrir það. Þá megi ekki taka þá réttindabaráttu sem sé í höfn sem sjálfsagðan hlut því ekki séu ýkja mörg ár síðan helstu réttindamál eins og t.d. fæðingarorlof og veikindaréttur barna hafi náð fram að ganga. „Hingað til er ég einna ánægð ust með að hafa ákveðið að taka þeirri áskorun að stíga fram og bjóða mig fram sem formaður hjá VR. Við kon ur viljum jú jafnrétti en þá verð ­ um við líka að stíga fram og gefa kost á okkur. Öðruvísi næst ekki fram jafnrétti,“ segir Ólafía, sem tók við starfi for­ manns í byrjun maí. texti maría ólafsdóttir / mynd: geir ólafsson Nafn: ólafía b. Rafnsdóttir aldur: 52 menntun: Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun EhÍ, mannauðs- stjórnun EhÍ, mba frá hÍ hjúskaparstaða: Í sambúð tómstundir: golf, brids og þau verkefni sem ég er að vinna að hverju sinni Sumarfríið 2013: óákveðið Ólafía B. Rafnsdóttir er fyrsta konan sem tekur við stjórn VR í 122 ára sögu félagsins.Hún segir starfsmennta- og kjaramál verða í brennidepli næstu misserin en félagið vinnur einnig hörðum höndum að því að fá dregið úr launamun kynjanna. Ólafía hefur starfað á sviði jafnréttismála og segir enn þó nokkuð langt í land. „Efst á baugi á vordögum var skip un nýrrar stjórnar sem nú leggur af stað með nýjar og öðruvísi áherslur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.