Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 50
50 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013
E
nginn óvandabundinn þekkir
Ragnheiði Elínu betur en Geir
H. Haarde, fyrrverandi for
sætis ráðherra. Það var fyrir
hans til verknað að hún hóf
beina þátt töku í stjónmálum með því að
verða að stoðarmaður hans í fjár mála ráðu
neytinu árið 1998.
„Ég þekkti hana ekki áður en hún kom
til mín sem aðstoðarmaður,“ segir Geir.
„Ég hafði þó fengið ábendingar og kynnt
mér menntun hennar og fyrri störf. Ég sá
að hún gæti bætt ýmislegt upp það sem á
vantaði hjá ráðherra.“
Samstarf þeirra stóð í níu ár og hún að
stoðaði Geir sem fjármálaráðherra, utan
ríkis ráðherra og forsætisráðherra. Síðan hafa
þau verið vinir segir Geir, heimilis vinir.
„Ég þekki það að í svona erilsömum stöf
um getur komið upp pirringur og leið indi,“
segir Geir. „Þetta er endalaus vakt en aldrei
man ég eftir öðru en að Ragn heiður Elín
hafi haldið sínu góða skapi. Hún er mjög
skemmtileg í umgengni og hefur þægilega
nærveru.“
SkeMMtiLeg Og AFgerAndi
Í samtölum við fólk, sem þekkir Ragn heiði
Elínu, kemur oft fram þáttur í fari hennar
sem annars birtist ekki í rifrildi í þinginu.
Það er hið góða skap og fyndnin.
„Hún er skemmtileg og mjög afgerandi
kona,“ segir andstæðingurinn Katrín
Júlíusdóttir, sem einu sinni gegndi því
em b ætti sem Ragnheiður hefur nú. „Það
er gaman að vera með henni því hún er
dríf andi og um leið húmoristi. Hún er líka
einn harðsnúnasti stjónmálamaður sem ég
hef kynnst, toppmannseskja. Hún þarf ekki
langa aðlögun til að verða ráðherra.“
Geir þekkir þessa hlið vel og minnir á að
Ragnheiður er líka góð eftirherma. „Hún
getur skipt um ham ef hún vill,“ segir Geir.
„Þetta er manneskja sem getur sér gott
orð hvar sem hún kemur, ekki bara vegna
þess að hún er dugleg og klár heldur líka
svo skemmtileg. Þegar einhver þyngsli eru
í vinnunni er gott að hafa einhvern sem
getur létt á mönnum brúnina.“ Geir bendir
líka á hinn mannlega þátt sem kom á óvart
í ráðuneytinu: „Hún hafði eldri drenginn
sinn með sér í vinnuna fljótlega eftir að
hann fæddist,“ segir hann. „Lét hann sofa
í vagni á stigapalli bak við skrifstofu fjár
málaráðherra. Þetta var ekki alveg eftir
bókinni hjá okkur gamlingjunum en sýnir
að vinnuna vildi hún ekki vanrækja.“
SvOLÍtiL tHAtCHer Í Henni
Ögmundur Jónasson, Vinstrigrænum, er
úr stjórnarandstöðu en hefur ýmislegt gott
um Ragnheiði að segja:
„Mér sýnist hún vera traustur banda
maður og vinur vina sinna,“ segir Ög
mundur. „Þetta dæmi ég meðal annars af
því hve vel hún vildi standa við hlið Geirs
H. Haarde í hans hremmingum en hún var
hjálparhella hans í ráðuneyti langa hríð.
Þetta er ótvíræður mannkostur.“
En Ögmundur bætir við: „Ég er hins
vegar ekki viss um að hún sé sérstakur
vinur náttúrunnar, sem er skelfileg til
hugsun með hliðsjón af því að hún er
iðnaðar ráðherra og getur sem slíkur reynst
náttúru perlum okkar skeinuhætt. Svo held
ég að það sé svolítil Thatcher í henni. Hugsa
að henni finnist það jafnvel vera hrós.“
Sterk Í HeiMAkjÖrdæMi
Ásdís Halla Bragadóttir þekkir Ragn
heiði Elínu vel úr starfi innan Sjálfstæðis
flokksins, m.a. meðan hún var aðstoðar
mað ur Geirs H. Haarde. Hún leggur
áherslu á hve mannblendin Ragn heiður
er: „Hún er dugleg að sækja manna mót og
hún notar sumarfríið til að tala við fólk í
kjördæminu,“ segir Ásdís Halla.
„Hún á mjög auðvelt með að umgangast
fólk og er skemmtileg,“ segir Ásdís Halla
ennfremur. „En hún er nagli og dugleg,
ofboðslega dugleg og kraftmikil. Hún lifir
og hrærist í því sem hún gerir og vill gera
allt vel enda er hún sterk í sínu heima
kjördæmi.“
uMdeiLd AtvinnuSteFnA
Það er stóriðjustefna sem veldur mestri
gagnrýni á Ragnheiði Elínu eins og fram
kom hjá Ögmundi. Katrín Júlíusdóttir er
líka gagnrýnin á þennan þátt:
„Mér finnst hún vilja ganga mjög langt
í að beita ríkisvaldinu í atvinnumálum,“
segir Katrín Júlíusdóttir. „Það er ekki alveg
kórrétt sjálfstæðisstefna. Hún hefur áður
beitt sér fyrir sitt kjördæmi og yfirlýsingar
hennar nú um Helguvík benda til að hún
vilja nota ríkisvaldið til að koma því máli
í höfn. En hún hefur líka sett sig vel inn í
atvinnu og orkumál.“
Geir vill ekki gagnrýna Ragnheiði
fyrir atvinnustefnuna en segir: „Hún er
hörkudugleg og þrælskemmtileg. Líka
hörð og fylgin sér ef því er að skipta og
lætur ekki sinn hlut; fljót að setja sig inn
í mál og varð að gera það frá ólíkum
sjónarhornum í ólíkum ráðuneytum. Ég
mælti eindregið með því að hún færi í
framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún
spurði mig álits.“
Ragnheiður Elín Árnadóttir er sá ráðherra í núverandi ríkisstjórn sem kemst næst því að hafa verið
ráðherra áður. Það er eftir níu ára störf við hlið ráðherra í þremur ráðuneytum.
HúMOriStinn
Ragnheiður Elín árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra:
ragnHeiður eLín
árnadóttir
fædd í reykjavík 30. september 1967. Stú d
enspróf Kvennaskólanum í reykjavík 1987.
Bapróf í stjórnmálafræði HÍ 1991. MSpróf
í alþjóðasamskiptum frá Georgetown uni
versity í Bandaríkjunum.
Starfsmaður Útflutningsráðs Íslands 1995
1998, aðstoðarviðskiptafulltrúi 19951996,
viðskiptafulltrúi í New York 19961997 og
verkefnisstjóri í reykjavík 19971998. að
stoðar maður Geirs H. Haarde í fjármála,
utan ríkis og forsætisráðuneytum 19982007.
fjölþætt nefndarstörf og stjórnarseta.
alþingismaður Sjálfstæðisflokks í
Suðvesturkjördæmi 20072009 og Suður kjör
dæmi frá 2009. formaður þingflokks sjálf
stæðismanna 20102012.
iðnaðar og viðskiptaráðherra frá 23. maí
2013.
Eiginmaður: Guðjón ingi Guðjónsson fram
kvæmdastjóri. Tveir synir og tvær stjúpdætur.
„Hún er hörkudugleg og
þrælskemmtileg.“
Geir H. Haarde.
100 ÁhRiFamEStU koNURNaR 2013
TexTi: Gísli KrisTjánsson / Myndir: Geir ólafsson