Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 107

Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 107
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 107 Góð ráð: • Vandaðu málfar þitt og framkomu – hvort tveggja er hluti af fagmennsku þinni • Klæddu þig og komdu fram í samræmi við þá stöðu sem þú sækist eftir – ekki þá stöðu sem þú gegnir núna • Leggðu þig fram við að læra nöfn – það skiptir fólk máli að þú vitir hvað það heitir • Styrktu sjálfstraust þitt ef á þarf að halda – ekki afsaka þig stöðugt eða gera lítið úr þér – komdu fram eins og þú eigir fullt erindi þangað sem hugur þinn stefnir • Reyndu að koma fyrir eins og þeir einstaklingar sem þú lítur upp til – fremur en þeir sem þú verð mestum tíma með – spilaðu í sam­ ræmi við þá deild sem þú vilt spila í • Viðhorf og framkoma eru lykilatriði – leggðu þig fram um að hafa þægilega og yfirvegaða nærveru Harvey segir að ímynd þín hafi 30% vægi varðandi það hvort þér tekst að fá stöðu­ hækk un eða ekki. Sýnileiki Eins miklu máli og sýnileiki skiptir varðandi það að fá stöðu hækkun skyldir þú forðast að vera mjög sýnilegur fyrr en þú hefur náð mjög góðri frammi stöðu – sýnileiki á slæma frammistöðu getur haft mjög slæm áhrif á starfsframa þinn sem getur tekið mörg ár að vinna upp. Með sýnileika er hér átt við hverjir innan vinnustaðarins vita hvað þú gerir fyrir vinnu­ staðinn. Þekkja yfirmaður þinn, yfirmaður hans/hennar og samstarfsfélagar þínir þig? Hafa þau lesið eitthvað sem þú hefur skrifað, hafa þau séð þig halda kynningu, vita þau um síðustu snilldarhugmynd sem þú komst með og var komið í framkvæmd, vita þau að hverju þú ert að vinna núna og hvaða árangri þú ert að vinna að fyrir vinnustaðinn? Ert þú sýnileg/­ur? Sýnileikinn er mjög mikilvægur þar sem fólki líður ekki vel með að byggja upp framtíðarárangur með einstaklingum sem þeir þekkja ekki. Fólk þarf að þekkja þig og hvað þú hefur fram að færa til að það hafi áhuga á að kalla þig að borðinu þegar tækifæri gefast. Góð ráð: • Bjóddu þig fram í þverfag­ lega verkefnahópa, sýndu að þú hafir vilja til að nýta þekkingu þína fyrir vinnu­ staðinn og einnig að breikka þekkingu þína • Bjóddu þig fram til að kynna niðurstöður hópa­ vinnu – vertu fagleg/­ur og skemmtileg/­ur í kynning­ um þínum • Sæktu námskeið og fyrir­ lestra sem í boði eru á vinnustaðnum, sýndu að þú hafir vilja til að bæta stöðugt við þekkingu þína • Byggðu upp langtímasam­ bönd – ekki vera áberandi tækifærissinni – komdu fram við alla af virðingu • Komdu vel fram við starfs­ fólkið í móttöku vinnu stað­ arins sem og fólkið í tölvu­ deildinni, þetta fólk getur haft áhrif á fram göngu þína á vinnustaðnum, ekki horfa fram hjá fólki þótt það sé ekki endilega í stjórnenda­ stöðum • Taktu þátt í öllum uppá komum á vegum vinnustaðarins • Skemmtanir með vinnufélögum eru ekki eins og hverjar aðrar skemmtanir, ekki haga þér þannig á þeim að það geti komið niður á faglegri ásýnd þinni • Nýttu matarhléin þín til að tala við samstarfsfólk og leggðu þig fram um að sitja ekki alltaf hjá sama fólkinu, reyndu að kynnast fólki úr öðrum einingum og myndaðu góð tengsl • Taktu þátt í starfi faghópa og fagfélaga, innan vinnu­ staðarins og utan • Temdu þér jákvæð og lausna miðuð viðhorf – flestir sækjast eftir að vinna með slíkum einstaklingum • Virtu trúnað, ekki taka þátt í slúðri og baktali, ekki misnota fólk, vertu trúr og traustsins verð/­ur Harvey segir að sýnileiki þinn hafi hvorki meira né minna en 60% vægi varðandi það hvort þér tekst að fá stöðuhækkun eða ekki. Hver eru þá næstu skref fyrir þig? Ef þú hefur náð að skapa þér góða ímynd og frammistaða þín er álitin góð skaltu fara að vinna í að ná sýnileika – þar með eykur þú líkur þínar á góðum framgangi á vinnustað, og jafnvel stöðuhækkun. Um leið og þú veist hvað þú vilt skaltu halda áfram að læra og þróa þig, ekki gefast upp og meðtaktu þá staðreynd að þú kemst ekki á toppinn eingöngu út á eigin rammleik – þú þarft alltaf að vinna með öðrum og láta aðra taka eftir þér – og það er undir þér komið hverju fólk tekur eftir hjá þér og hvað það man um þig. „Leggðu þig fram við að læra nöfn – það skiptir fólk máli að þú vitir hvað það heitir.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.