Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Síða 147

Frjáls verslun - 01.04.2013, Síða 147
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 147 „Góður starfsandi er dýrmæt eign sem við leggj­ um áherslu á að rækta, nú síðast með því að undibúa leið ­ toga þjálfun fyrir stjórn endur bankans.“ Íslandsbanki Áhersla á jafnan rétt kynjanna Sigríður Olgeirsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingatækni- sviðs Íslandsbanka, segir ánægða viðskiptavini bankans ómetanlega en fram- tíð ar sýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu. Er starfsfólk bankans samstiga í því að veita framúrskarandi þjónustu. hvað hefur verið efst á baugi innan þíns fyrirtækis að undanförnu? „Um leið og við höfum haft ánægju viðskiptavina að leiðar ­ ljósi hafa falist miklar áskoranir í starfi okkar síðustu árin. Eitt megin verkefni bankans frá stofn un hans hefur verið fjárhags leg endurskipulagning á skuldum viðskiptavina okkar og endurútreikningur gengistryggðra lána. Nú hafa tæplega 36.000 einstaklingar og 4.000 fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leið ­ réttingar á skuldum sem nema um 490 milljörðum króna. Í febrúar fengu svo um 20.000 viðskiptavinir vaxta endurgreiðslu sem nam samtals um 2,5 milljörðum króna. Endurgreiðslan var lögð inn á sparnaðarreikning en markmiðið var að hvetja til sparnaðar. Í dag er tæpur helm ingur endurgreiðslunnar enn á sparnaðarreikningi hjá bankanum og það bendir til að hvatningarorðin hafi skilað sér til viðskiptavina. Við höfum kynnt nýjar og spennandi snjallsímalausnir til þæginda fyrir viðskiptavini. Þá hefur einnig verið lögð áhersla á þróun netbankans og munum við sjá fleiri breytingar þar á næstu mánuðum.“ hvaða árangur ertu ánægðust með innan fyrirtækis þíns að undanförnu?  „Ég er mjög ánægð með hversu góðum árangri við höf um náð í hagræðingu sam hliða því að veita betri þjónustu. Það hefur verið skýrt mark mið að gera bankann hagkvæmari í rekstri og með mikilli vinnu hefur okkur tekist að lækka rekstrarkostnað hans verulega. Það helgast af þeim frábæra starfsanda sem einkennir Íslandsbanka. Góður starfsandi er dýrmæt eign sem við leggjum áherslu á að rækta, nú síðast með því að undirbúa leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur bankans. Mannauðsdeild bankans hefur veg og vanda af þeirri þjálfun, sem hefur heppnast sérlega vel. Áhersla er lögð á hvernig megi ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs, orkustjórnun, að vera fyrirmynd, breytingastjórnun og framkvæmd. Þjálfunin var í raun þróuð til að auka lífsgæði í nútímasamfélagi, sem einkennist af stöðugu áreiti. Mikil áhersla er lögð á heilbrigði starfsmanna hjá bankanum og má glöggt sjá árangur þess í þátttöku þeirra í t.a.m. Hjólað í vinnuna og Reykjavíkurmaraþoni Íslands ­ banka.“ hvernig metur þú væntingarnar í atvinnulífinu eftir kosningar? „Með nýrri ríkisstjórn hefur atvinnulífið væntingar um skattalækkanir og aukið og betra samstarf við aðila vinnumarkaðarins. Það eru tölu verðar væntingar um auknar framkvæmdir og fjárfestingar og að hlutirnir gerist hratt. Ég reikna ekki með að ríkisstjórnin fái mikla þolinmæði frá kjósendum ef tafir verðar á kosninga ­ lof orðunum. Það að hætta aðildarviðræðum og setja ákvörðun um framhaldið í þjóðar atkvæðagreiðslu er, sam kvæmt skoðanakönnunum, andstætt vilja meirihluta þjóð ar innar, sem getur vissu ­ lega haft áhrif á stuðning við ríkisstjórnina. Ég vil persónu ­ lega að aðildarviðræð urnar verði kláraðar og tel að það myndi skapa meiri sátt til lengri tíma litið hver svo sem niðurstaðan yrði. Bjartsýni er af hinu góða en það þarf líka raunsæi.“ Hvernig er staðan í þínu fyrirtæki varðandi lögin um kynjahlutföll í stjórninni sem taka gildi 1. september nk.? „Tvær konur eru í sjö manna stjórn Íslandsbanka í dag. En stjórnarformaður bankans hefur tilkynnt eigendum bank ­ ans og stjórn að gerðar verði ráðstafanir til að bankinn full ­ nægi kröfum laganna áður en þau taka gildi í haust.“ Er fyrirtæki þitt með sérstaka formlega jafnlaunastefnu? „Já, Íslandsbanki hefur samþykkt jafnréttisáætlun sem er leiðarvísir í jafnréttismálum kynjanna innan bankans. Lögð er áhersla á jafnan rétt kynjanna í ráðningarstefnu bankans sem og jafnan rétt til starfsþróunar. Eins hefur bankinn undirritað Jafnréttissáttmálann (e. Women’s Empowerment Princi ples), sem er samstarfs ­ verkefni UNIFEM og Global Compact og veitir leiðbeiningar um hvernig efla megi konur á vinnustaðnum, á vinnumarkaði og í samfélaginu. Um 68% af starfsmönnum bankans eru konur og konur eru í um 48% af stjórnendastöðum í bank ­ anum.“ texti maría ólafsdóttir / mynd: geir ólafsson Sigríður olgeirsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.