Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 104
104 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013
VR hefur reiknað út að konur verði af rúmlega fimm milljörðum króna
á ári vegna launamismunar. Í meira en hálfa öld hafa verið stund að ar
mælingar á kynbundnum launamun og frá því árið 1961 hafa verið í gildi á
Íslandi lög um sömu laun fyrir sömu vinnu, óháð kyni. Þrátt fyrir það eru
enn merki um að konur njóti ekki sömu launa og karlmenn fyrir sambæri-
leg störf. En hver er skýringin?
konur verða af fimm milljörðum
á ári vegna launamismunar
Launamunur á körlum og konum er allt af í brennidepli. VR hefur reiknað út að konur verði af rúmlega fimm milljörðum króna á
ári vegna launamismunar. Í apríl
síðastliðnum birtu bæði VR og
Hagstofa Íslands niðurstöður úr
greiningum á launamun kynj
anna árið 2012. Ýmsir aðrir aðil
ar hafa einnig gert misumfangs
miklar rannsóknir og kannanir á
þessu sviði. Í langflestum tilfell
um er í þessum niðurstöðuðm
að finna umtalsverðan mun á
launum karla og kvenna, konum
í óhag. Þróunin virðist þó í rétta
átt þótt hægt gangi.
Útreikningar Hagstofunnar á
óleiðréttum launamun kynj anna
byggjast á aðferðafræði Struct
ure of Earnings Survey, hagstofu
Evrópusambandsins Eurostat.
Þar er ekki tekið tillit til skýringar
þátta sem geta haft áhrif á laun
einstaklinga s.s. starfs, menntun
ar, aldurs, starfsaldurs o.fl.
Í þeirra niðurstöðum segir
að þegar á heildina er litið hafi
óleið réttur launamunur kynjanna
á íslenskum vinnumarkaði verið
18,1% árið 2012 og hefur hann
lækkað úr 20,5% árið 2008.
Nokkur munur er á milli atvinnu
greina og er munurinn mestur í
fjármála og vátryggingastarf
semi, 34,3%, og minnstur í
flokkn um hlutastarfsfólk, 6,4%.
Í flokknum almennur vinnu
mark aður er munurinn 18,5% og
í flokknum opinberir starfsmenn
16,2%.
Í flokknum opinber stjórnsýsla er
munurinn 12,3% og í framleiðslu
fyrirtækjum 23,5%.
Í flokknum heild og smásölu
versl un er munurinn 18,2%.
Þegar á heildina er litið virðist
því hafa náðst heldur betri
árangur hvað jöfnuð varðar í
opinbera geiranum en í einka
geiranum. Á vef Hagstofunnar
er að finna ítarlegar skýringar á
þessum útreikningum.
Þegar Hagstofan kannaði laun
stjórnenda sérstaklega kom í ljós
að karlar voru með 872 þús
und krónur að meðaltali í laun
á meðan konur voru að meðal
tali 684 þúsund krónur í laun á
mán uði í október árið 2012. Þetta
þýðir að karlar í stjórn unar störf
um eru með um 188 þúsund
krónum meira í mánaðar laun að
meðaltali en konur.
Þegar laun starfsfólks í af
greiðslu störfum voru borin sam
an kom í ljós að laun karla við
afgreiðslustörf voru um 394 þús
und krónur að meðaltali á mánuði
og laun kvenna við afgreiðslu
störf 333 þúsund krónur að
meðaltali. Mismunurinn virðist
því talsvert meiri hjá þeim sem
sinna stjórnunarstörfum en hjá
al mennum starfsmönnum.
Tölur úr könnun VR
Í könnun VR fyrir árið 2012
mæld ist kynbundinn launamun
ur 9,4% en var 10,6% árið 2011.
Árið 2001 var munurinn 13,8%.
Í könnun VR er leiðrétt fyrir áhrif
um sjö þátta á laun, þ.e. aldurs,
starfsaldurs, starfsstéttar, mennt
unar, vinnutíma, atvinnugreinar
og mannaforráða. Það kann að
einhverju leyti að skýra mismun
á tölum VR og Hagstofunnar.
VR hefur reiknað út að konur
verði af rúmlega fimm milljörðum
króna á ári vegna launamismun
ar. Þótt þróunin gangi hægt er
hún þó í rétta átt. Laun fyrir störf
þar sem konur eru í meirihluta
hækka í síðustu könnun meira
á milli ára en störf þar sem
karl ar eru fleiri. Karlar í VR voru
að meðaltali með tæplega
518 þúsund krónur á mánuði í
heildar laun árið 2012 en konur
með 441 þúsund krónur. Þegar
búið er að taka tillit til áhrifaþátta
á launin, þ.e. aldurs, vinnutíma,
starfsaldurs, menntunar, starfs
stéttar, atvinnugreinar og manna
forráða, minnkar munurinn í
9,4%. Konur er því með rúmlega
9% lægri laun en karlar sem ekki
er hægt að rekja til annars en
kynferðis.
Í launakönnun VR er rann sök uð
þróun launa og þar eru vísbend
ingr um að laun hafi hækkað
Sigrún Þorleifsdóttir
stjórnunarráðgjafi hjá attentus –
mannauði og ráðgjöf ehf.
StJóRNUN
„Mismunurinn
virð ist talsvert meiri
hjá þeim sem sinna
stjórnunarstörfum
en hjá almennum
starfsmönnum.“
Um launamun karla og kvenna: