Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Side 104

Frjáls verslun - 01.04.2013, Side 104
104 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 VR hefur reiknað út að konur verði af rúmlega fimm milljörðum króna á ári vegna launamismunar. Í meira en hálfa öld hafa verið stund að ar mælingar á kynbundnum launamun og frá því árið 1961 hafa verið í gildi á Íslandi lög um sömu laun fyrir sömu vinnu, óháð kyni. Þrátt fyrir það eru enn merki um að konur njóti ekki sömu launa og karlmenn fyrir sambæri- leg störf. En hver er skýringin? konur verða af fimm milljörðum á ári vegna launamismunar Launamunur á körl­um og konum er allt af í brennidepli. VR hefur reiknað út að konur verði af rúmlega fimm milljörðum króna á ári vegna launamismunar. Í apríl síðastliðnum birtu bæði VR og Hagstofa Íslands niðurstöður úr greiningum á launamun kynj­ anna árið 2012. Ýmsir aðrir aðil­ ar hafa einnig gert misumfangs­ miklar rannsóknir og kannanir á þessu sviði. Í langflestum tilfell­ um er í þessum niðurstöðuðm að finna umtalsverðan mun á launum karla og kvenna, konum í óhag. Þróunin virðist þó í rétta átt þótt hægt gangi. Útreikningar Hagstofunnar á óleiðréttum launamun kynj anna byggjast á aðferðafræði Struct­ ure of Earnings Survey, hagstofu Evrópusambandsins Eurostat. Þar er ekki tekið tillit til skýringar­ þátta sem geta haft áhrif á laun einstaklinga s.s. starfs, menntun­ ar, aldurs, starfsaldurs o.fl. Í þeirra niðurstöðum segir að þegar á heildina er litið hafi óleið réttur launamunur kynjanna á íslenskum vinnumarkaði verið 18,1% árið 2012 og hefur hann lækkað úr 20,5% árið 2008. Nokkur munur er á milli atvinnu­ greina og er munurinn mestur í fjármála­ og vátryggingastarf­ semi, 34,3%, og minnstur í flokkn um hlutastarfsfólk, 6,4%. Í flokknum almennur vinnu ­ mark aður er munurinn 18,5% og í flokknum opinberir starfsmenn 16,2%. Í flokknum opinber stjórnsýsla er munurinn 12,3% og í framleiðslu ­ fyrirtækjum 23,5%. Í flokknum heild­ og smásölu ­ versl un er munurinn 18,2%. Þegar á heildina er litið virðist því hafa náðst heldur betri árangur hvað jöfnuð varðar í opinbera geiranum en í einka ­ geiranum. Á vef Hagstofunnar er að finna ítarlegar skýringar á þessum útreikningum. Þegar Hagstofan kannaði laun stjórnenda sérstaklega kom í ljós að karlar voru með 872 þús ­ und krónur að meðaltali í laun á meðan konur voru að meðal ­ tali 684 þúsund krónur í laun á mán uði í október árið 2012. Þetta þýðir að karlar í stjórn unar störf ­ um eru með um 188 þúsund krónum meira í mánaðar laun að meðaltali en konur. Þegar laun starfsfólks í af ­ greiðslu störfum voru borin sam­ an kom í ljós að laun karla við afgreiðslustörf voru um 394 þús ­ und krónur að meðaltali á mánuði og laun kvenna við afgreiðslu ­ störf 333 þúsund krónur að meðaltali. Mismunurinn virðist því talsvert meiri hjá þeim sem sinna stjórnunarstörfum en hjá al mennum starfsmönnum. Tölur úr könnun VR Í könnun VR fyrir árið 2012 mæld ist kynbundinn launamun­ ur 9,4% en var 10,6% árið 2011. Árið 2001 var munurinn 13,8%. Í könnun VR er leiðrétt fyrir áhrif­ um sjö þátta á laun, þ.e. aldurs, starfsaldurs, starfsstéttar, mennt­ unar, vinnutíma, atvinnugreinar og mannaforráða. Það kann að einhverju leyti að skýra mismun á tölum VR og Hagstofunnar. VR hefur reiknað út að konur verði af rúmlega fimm milljörðum króna á ári vegna launamismun­ ar. Þótt þróunin gangi hægt er hún þó í rétta átt. Laun fyrir störf þar sem konur eru í meirihluta hækka í síðustu könnun meira á milli ára en störf þar sem karl ar eru fleiri. Karlar í VR voru að meðaltali með tæplega 518 þúsund krónur á mánuði í heildar laun árið 2012 en konur með 441 þúsund krónur. Þegar búið er að taka tillit til áhrifaþátta á launin, þ.e. aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, menntunar, starfs ­ stéttar, atvinnugreinar og manna­ forráða, minnkar munurinn í 9,4%. Konur er því með rúmlega 9% lægri laun en karlar sem ekki er hægt að rekja til annars en kynferðis. Í launakönnun VR er rann sök uð þróun launa og þar eru vísbend­ ingr um að laun hafi hækkað Sigrún Þorleifsdóttir stjórnunarráðgjafi hjá attentus – mannauði og ráðgjöf ehf. StJóRNUN „Mismunurinn virð ist talsvert meiri hjá þeim sem sinna stjórnunarstörfum en hjá almennum starfsmönnum.“ Um launamun karla og kvenna:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.