Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Side 123

Frjáls verslun - 01.04.2013, Side 123
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 123 HR Straumlínustjórnun eykur hraða í ferlum Á meðal nýjunga hjá Opna háskólanum í HR er nýtt nám í aðferðum straumlínustjórnunar eða Lean Management Program, aðferðir innan hennar hafa náð gríðarlegri útbreiðslu á síðustu tuttugu árum. „Straumlínustjórnun er ætl að að opna augu og huga þátt ­ tak enda fyrir tækifærum til um bóta og framfara sem liggja iðulega falin í viðskiptaferlum fyrirtækja. Við höfum á undan ­ förnum misserum lagt aukna áherslu á námskeið á sviði tækni og verkfræði, en HR útskrifar tvo þriðju þeirra sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi á Íslandi,“ segir Salóme Guð­ mundsdóttir, for stöðumaður Opna háskólans í HR. hvað hefur verið efst á baugi innan opna háskólans í hR að undanförnu? „Við höfum unnið að því að skerpa á áherslum í starfsemi skólans og styrkja tengsl okkar við atvinnulífið með marg ­ vís legum hætti. Við höfum tekið á móti hátt í þrjú þúsund þátt takendum á yfir hundrað námskeið og vinnustofur það sem af er ári. Þessa dagana erum við í óðaönn að setja upp haustdagskrána okkar sem státar af margs konar áhuga ­ verðum nýjungum í bland við önnur klassísk námskeið. Náms framboð okkar byggist á traustum akademískum grunni og hagnýtri þekkingu úr atvinnulífinu með fremstu leiðbeinendum landsins í bland við erlenda sérfræðinga. Kennsluaðferðir eru í senn fjöl ­ breyttar og krefjandi og skapa áhrifamikla og per sónu lega nálgun hverju sinni.“ hvaða árangur ertu ánægðust með innan fyrirtækis þíns að undanförnu? „Íslenskt atvinnulíf hefur þróast mjög hratt á undan förn­ um árum, tækn inni hefur fleygt fram og áherslur breyst töluvert. Því er mikilvægt að viðhalda og bæta færni okkar og þekkingu til að vera samkeppnishæf á vinnumarkaði. Við hjá Opna há ­ skólanum í HR leggjum mikinn metnað í að vera í takt við þarfi r atvinnulífsins og bjóðum upp á fræðslu og menntun á lykilsviðum HR, sem eru tækni, viðskipti og lög. Okkar helstu viðskiptavinir eru annars vegar sérfræðingar og stjórnendur sem vilja bæta árangur í starfi og efla persónulega færni og hins vegar fyrirtæki og stofn anir sem leita til okkar eftir heildar ­ lausnum á sviði fræðslu mála með fjárfestingu í mann auði og verðmætasköpun að leiðarljósi. Með öflugu og samstiga teymi og virkum tengslum við atvinnu lífið hefur okkur tekist að ná þeim markmiðum sem við settum okkur. Við höfum m.a. unnið að því að koma á fót fagráðum sem eru samansett af sérfræðingum úr akademískum deild um HR, sérfræðingum úr atvinnulífinu, fulltrúum fag ­ félaga og fyrrverandi nemend ­ um HR. Þessi umræðuvett vang ­ ur færir okkur sterkari tengsl við atvinnulífið og þar með aukinn skilning á helstu áskor unum sérfræðinga og stjórn enda og því sannarlega mikil vægur þáttur í átt að því að auka hagvöxt og sam keppnis hæfni þjóðarinnar.“ Kamilla Reynisdóttir, rekstrar ­ verkfræðingur og verkefnastjóri hjá Opna háskólanum í HR, og Pétur Arason, framleiðslu­ þró unar stjóri Marel, leiða nám í aðferðum straumlínu ­ stjórn unar. Að sögn Kamillu er straumlínustjórnun saman ­ safn aðferða sem í sinni ein földustu mynd snúast um að skilgreina virði og virðis ­ skapandi aðgerðir innan fyrir tækisins þar sem virði er alltaf skilgreint frá sjónarhóli viðskiptavinarins auk þess að kortleggja og skilja hvernig virði flæðir í gegnum fyrirtæki í svokölluðum virðisstraumum. Þessir virðisstraumar séu venjulega þvert á hefðbundið deildarskipulag. „Það er mikilvægt að sjá heildar myndina og að sjá ferl ana í fyrirtækinu sem kerfi sem hægt er að þróa og stýra. Jafn framt er mjög til bóta að koma á flæði þar sem flæði verk efna, vöru og/eða þjónustu er hámarkað með því að vinna sem fæst verkefni í einu og forgangsraða samkvæmt eftir ­ spurn viðskiptavina. Loks að þróa starfsmenn fyrirtækisins þannig að þeir séu í stakk búnir að finna rót vandans og leysa þau vandamál sem komið geta upp. Á þennan hátt er stöðugum umbótum beitt til þess að þróa þekkingu starfsfólks og ferli fyrir tæk i­ sins,” segir Kamilla. hverjir eru helstu kostir straumlínustjórnunar fyrir íslensk fyrirtæki? „Það sem íslensk fyrirtæki hafa einblínt hvað mest á er að nýta sér sum af einfaldari tólum lean­aðferðanna til að minnka sóun, bæta samskipti og auka hraða í ferlum. Þetta er m.a. gert með því að kortleggja virðisstrauma, innleiða upp ­ lýsingatöflur og vinna með 5S, en þetta eru allt skilgreind tól innan lean­aðferðarinnar. Helsti fjárhagslegi ávinningur með því að vinna með lean­ aðferðir er minni fjárbinding t.d. í óþarfa aðföngum, tækjum og búnaði og með auknum hraða í ferlum fæst hraðara fjárstreymi sem skilar sér í betri afkomu fyrirtækjanna,“ segir Pétur. texti maría ólafsdóttir / mynd: geir ólafsson Pétur arason, kamilla Reynisdóttir og Salóme guðmundsdóttir „Við höfum unnið að því að skerpa á áherslum í starf semi Opna háskólans í HR.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.