Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 72
72 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013
100 ÁhRiFamEStU koNURNaR 2013
„Það sem hefur staðið upp úr
hjá LÍN á árinu er sá frábæri
árangur sem náðst hefur í
að efla starfsandann og auka
ánægju starfsmanna LÍN. Frá
því í lok sumars 2012 höfum
við mælt mánaðarlega m.a.
starfs ánægju starfsmanna og
hefur hún mælst hæst 4,64 af 5
mögu legum. Í könnun SFR um
fyrir myndarstofnun 2013 var LÍN
í 2. sæti yfir hástökkvara ársins.
Þessar niðurstöður staðfesta að
þær breytingar sem sjóðurinn
hefur gengið í gegnum á undan
förnum árum eru að skila sér í
bættu starfsumhverfi og öflugum
starfsanda.“
Guðrún segir að sex orða
ævisagan sé sjö orða: Reykvík
ing ur, ævintýragjörn, metnaðar
full, fjölskyldusinnuð, skíðakona
og „workinprogress“golfari.
Þegar Guðrún er spurð um
heilræði sín til ungra stjórnenda
segir hún: „Vera trúr sjálfum sér,
hlusta vel á umhverfið hverju
sinni, bera virðingu fyrir mis
munandi reynslu og þekkingu
einstaklinga og vinna með öðrum
að lausn mála frekar en að reyna
að leysa allt sjálfur.“
Hún segist halda að fyrirtæki
vilji almennt stuðla að jafn rétti
hvað varðar launakjör starfs
manna. „Hins vegar held ég að
jafnlaunavottun hjálpi fyrirtækj
um að stíga skrefið til fulls og
leiðrétta þann launamismun sem
hugsanlega er til staðar.“
Guðrún telur mikilvægt að
ný ríkisstjórn auki hagvöxt og
komi á stöðugleika í efnahags
málum þjóðarinnar. „Það þarf
að vinna að mörgum mismun
andi verkefnum svo þetta
geti orðið að veruleika. Ríkis
stjórnin þarf enn fremur að
vinna að því að sameina krafta
þjóðarinnar í áttina að sam
eiginlegri framtíðarsýn til lengri
tíma litið. Í því samhengi er
mikil vægt að horfa til hugmynda
Samráðsvettvangs um aukna
hagsæld.“
guðrún er formaður Bankasýslu
ríkisins og er í stjórn nýherja.
Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri lánasjóðs íslenskra námsmanna:
vera trúr sjÁlFuM sér
Ragnhildur hjaltadóttir,
ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins.
Ásta magnúsdóttir,
ráðuneytisstjóri mennta og menningarmála
ráðuneytisins.
App sem
þú þarft
Nýtt í spjaldtölvuna og snjallsímann
Nú er komið app fyrir Fréttablaðið:
Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann
með nýja Fréttablaðsappinu. Nú er hægt að nálgast
Fréttablaðið hvar sem er, á hverjum morgni. Sláðu inn
Fréttablaðið á Google Play eða í App store og náðu í appið.