Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 24
24 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 ELÍNRóS LÍNDaL „Það er í fyrsta lagi verið að efla okkur sem leiðtoga innan þessara samtaka og fáum við að fara á ýmis námskeið, s.s. hjá Harvard Busi­ ness School, einu sinni á ári.“ The World Economic Forum er sjálfstæð alþjóðastofnun sem er ætlað að bæta heim inn með því að fá leiðtoga úr viðskiptum, stjórn málum, háskólum og list um til að koma saman og móta hvað hægt er að gera til að bæta heiminn. Árlega er bent á þús undir einstaklinga sem þykja skara fram úr hvað leið togahæfi leika varðar. Elínrós Líndal, sem nýlega var valin í þennan hóp, segir að um 95% tilnefninga sé hafnað. Stjórnendurnir þurfa að vera yngri en 40 ára og þeir sem vald ir voru í ár eru m.a. Chelsea Clinton, sem er í stjórn Clinton Foundation og frétta maður hjá NBC News, Tawakkol Karman, blaðamaður og nóbels friðar ­ verð launahafi, Sharmeen Obaid Chinoy, Emmy­ og óskars verð ­ launahafi, Mark Pollock, sem er fyrsti blindi maðurinn sem gekk á suðurpólinn, Ida Auken, um hverfisráðherra Danmerkur, Najat Vallaud­Belkacem, kven ­ rétt inda ráðherra í Frakklandi, og Elínros Líndal, stofnandi og listrænn stjórnandi ELLU. Elínrós er með próf í sálfræði og félagsfræði og MBA­stjórn ­ unar gráðu og vann hún m.a. sem ritstjóri og blaðamaður áður en hún stofnaði ELLU sem fram leiðir m.a. dömufatnað, ilm ­ vötn, skartgripi og töskur. Hún er önnur íslenska konan sem valin er í samtökin en Hrund Gunnsteinsdóttir er núna starf andi í þeim. Að hafa áhrif á samfélagið Elínrós segir að þegar hún hafði verið tilnefnd og áður en hún var valin í The Forum of Young Global Leaders hafi hún verið spurð ítarlegra spurninga um persónuleika sinn, ferilinn og ýmsa hluti sem hún er ekki vön að tala um. „Ég hugsaði í því ferli að ég vildi að það yrði haft samband við mig eftir fimm ár því ég væri ekki tilbúin vegna þess hvað ég er ung; en auðvitað er ég ekkert ung fyrir þennan hóp. Ég gerði mér síðan grein fyrir því af hverju ég var valin. Ég er skilgreind sem félagslegur frum kvöðull. ELLA er tækifæri mitt til að breyta samfélaginu; það er það sem mig langar til að gera. Svo langar mig til að búa til annað fyrirtæki út frá ELLU sem gefur allan ágóða sinn til samfélagsins. Þetta er metnaður minn út af því að verð mæti og gildi fyrir mig er ekki að gera eiganda fyrirtækis ríkan. Mér finnst verðmæti felast í því þegar maður skrifar sög ­ una, þegar maður hefur áhrif á samfélagið, breytir einhverju og gefur fólki tækifæri. Þeir líta örugglega til mín út af þessu.“ Elínrós segir að gildi fyrirtæki­ sins felist í nafni þess: ELLA. E: „Environmental“ eða umhverfis­ vænt. L: „Listening“ eða það að hlusta. „Við hlustum á mark ­ að inn.“ L: „Learning“ eða að læra. A: „Achieve“ eða að ná mark miðum sínum. „Markmiðið með ELLU er að hvetja konur; hvort sem það eru starfsmennirnir, viðskiptavinir okkar, konur úti í samfélaginu eða konur í þróunarlöndum en við styrkjum styrktarstjóð UN Wo men sem leggur áherslu á að binda enda á ofbeldi á kon um.“ Hluti af ágóðanum af sölu á ilm vatnsglösunum frá ELLU rennur til UN Women. „Við náð um að gefa samtökunum í kringum 5­600.000 krónur á fyrsta starfsári okkar, sem var með hæsta styrk sem þau fengu. Þess vegna er ég skilgreind sem félagslegur frum kvöðull – ég er að byggja eitthvað upp í tengslum við samfélagið.“ Sjálfsagt að hjálpa Elínrós hafði unnið um tíma í sjálfboðavinnu fyrir UN Women á Íslandi áður en hún stofnaði ELLU. Hún var t.d. yfir fjáröflun fiðrildaviku sem var haldin fyrir nokkrum árum þegar söfnuðust um 100 milljónir króna í styrktar­ sjóð UN Women hér á landi til að vinna að því að afnema ofbeldi gegn konum. Hún segist hafa orðið hrifin af þeirri hugmynd að útrýma of beldi gegn konum í heiminum. „Það er oftast verið að herja á karlmanninn í stríði – það er verið að brjóta konuna niður til að brjóta manninn niður þannig að mér fannst ég vera að berj­ ast fyrir allan heiminn ef ég myndi berjast á móti þessu.“ Umhverfis­ og jafnréttismál Elínrós gat valið hvort hún yrði virkur meðlimur eða ekki í The Forum of Young Global Leaders og ákvað hún að verða virkur meðlimur sem þýðir þátttaka í fimm ár. „Það þýðir að ég gæti verið vikulega á fundum í tengsl um við samtökin eða hitt aðra leiðtoga.“ Hún segir áherslurnar í tengsl­ um við samtökin þrenns konar. „Það er í fyrsta lagi verið að efla okkur sem leiðtoga innan þessara samtaka og fáum við að fara á ýmis námskeið, s.s. hjá Harvard Business School, einu sinni á ári. Þetta er í öðru lagi frábær vettvangur til að kynnast öðrum í samtökunum en það skiptir öllu máli að vera með gott tengslanet. Við fáum síðan í þriðja lagi tækifæri til að hafa áhrif á málefni sem varða heiminn hvort sem það eru umhverfismál, jafnréttismál eða ann að. Ég hef þegar verið boðuð á nokkra fundi m.a. í Kína. Maður er svolítið valinn á fundina eftir sérsviði en ég hef beitt mér í umhverfis­ og jafn­ réttismálum fyrir utan að vera frumkvöðull.“ Elínrós segir það vera mismun­ andi hver standi straum af kostnaði við ferðirnar. „Þeir sem eru í einkageiranum standa sjálfir straum af miklu af kostn­ að inum en það er misjafnt eftir samfélögum; sumar þjóðir nýta sína ungu leiðtoga og styrkja þá jafnvel en ég held að þjóðir geti nýtt þetta fólk þar sem það sækir fundi með mörgum af merkilegustu leiðtogum heims.“ Tengslanetið er mikið og segir Elínrós að ef hún færi t.d. ein­ hvern tímann til New York myndi hún láta vita og þá yrði henni boðið á fundi þar til að kynnast þeim New York­búum sem eru í samtökunum. Lærir mest sjálf Elínrós segir að þátttakan muni færa sér fjölmörg tækifæri. „Þetta fer eftir því hvernig ég nýti mér þau. Ég held að hér heima styrki þetta greinina sem ég er í af því að þarna fáum við tækifæri til að tjá okkur um viðskiptahliðina á bak við tískuna og hvernig hún getur unnið í þágu samfélagsins. Ég fer inn í þetta með mikilli auðmýkt. Ég er rétt að verða fertug og er ekki hafsjór af upp­ lýsingum eða hokin af þekk ingu. En ég er úrræðagóð, sé alltaf tækifæri og er hugrökk þannig að kannski geta sam tökin nýtt sér það. Í enda dagsins held ég að þetta verði eins og öll stór verkefni sem ég hef tekið þátt í – það er ábyggilega ég sem á eftir að læra mest.“ Var valin í The Forum of Young Global Leaders: Elínrós Líndal, stofnandi og listrænn stjórnandi ELLU, hefur verið valin í The Forum of Young Global Leaders, en þar er hópi fólks víða að úr heiminum ætlað að vinna að því að hafa áhrif á stöðu heimsmála og skapa betri framtíð. félagslegur frumkvöðull TexTi: svava jónsdóTTir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.