Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 105

Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 105
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 105 meira á síðasta ári í störf um þar sem konur eru í meirihluta eða um 10,3% milli 2011 og 2012 meðan störf þar sem karlar eru í meirihluta hækk uðu um 7,5%. Það er jafnframt mjög áhugavert að skoða áhrif mennt unar á launa mun. Samkvæmt könnun VR virðist munur á heildarlaun­ um karla og kvenna langminnst­ ur hjá þeim sem hafa mestu menntunina. Hann er 8,8% hjá þeim sem hafa lokið meistara­ eða doktorsnámi. Er launamunurinn kon- um sjálfum að kenna? Sarah J. Glynn, doktor í fé lags ­ fræði og sérfræðingur í mál efn­ um kvenna á bandarísk­ um vinnumarkaði, hefur fjallað um ástæður launa ­ mis réttis. Hún skorar á hólm þá skýringu að konur kjósi sjálfar minna krefj andi og verr borguð störf til að geta varið meiri tíma heima með börn um sínum. Sarah segir ástæð urnar mun flóknari en svo. Í Bandaríkjunum er launamun ­ ur inn á þann veg að konur fá að meðaltali 77 sent fyrir hvern dollar sem karlmenn hafa í tekjur fyrir sambærileg störf. Hún segir að að hluta til megi rekja muninn til þess að konur velji sér að starfa í verr launuðum stéttum en þar fyrir utan sé um 40% mismunur sem ekki verður útskýrður með mælanlegum hætti. Sarah bendir á að hörundsdökk­ ar konur mælist með enn lægri laun en hvítar kynsystur þeirra sem bendi til að félagslegir þættir aðrir en starfsval kvenna hafi umtalsverð áhrif á þennan mismun. Hún bendir líka á að í dag þegar mikið hefur dregið úr hagvexti sé vöxtur mestur og fjölgun starfa í hefðbundnum láglaunagreinum kvenna sem hefur áhrif til að auka muninn enn frekar. Ekki sé hægt að ásaka konur fyrir að taka þessum störf um í því efnahagsástandi og atvinnuleysi sem nú er ríkjandi. Ekki sé heldur sanngjarnt að kenna konum einum um það að það sé hagkvæmara í flestum tilfellum fyrir fjölskylduna að konan sé heima þar sem tekjur fjölskydunnar skerðast almennt minna við það en ef karlinn fer úr sínu starfi til að vera heima. Sarah bendir líka á að meira að segja þar sem konur „gera allt rétt“; velja vel borguð störf, kom­ ast í stjórnun­ arstöður, velja starfsframa umfram fjölskyldulíf, sé ennþá að finna talsverðan mismun. Hún trúir því að leiðin til að vinna gegn ójafnrétti sé að afnema launaleynd, lengja fæðingar­ og foreldr aorlof og auðvelda að­ gengi að dagvistun fyrir börn. Munu komandi kynslóðir standa sig betur? Linda Lowen, bandarísk fjöl ­ miðlakona sem verðlaunuð hefur verið fyrir að vekja athygli á hags munamálum kvenna í fjöl ­ miðlum, telur nokkra þætti um­ fram aðra hafa stuðlað að auknu launa jafnvægi undanfarin ár hjá ungum konum í Bandaríkjunum. Hún vísar í rannsókn frá árinu 2010 þar sem fram kemur að konur á aldrinum 22­30 árs sem eru ógiftar og barnlausar hafi að jafnaði 8% hærri laun en karl kyns jafnaldrar þeirra í 147 af 150 stæstu borgum Bandaríkj anna. Mismunurinn fari allt upp í 21% í sumum borgum. Hún telur að fyrir utan það að fórna fjölskyldu ­ lífinu sé vöxtur þekkingar iðn­ aðarins, þar sem þörf er fyrir meiri menntun, konum í hag. Þrír fjórðu hlutar kvenna sæki sér framhaldsmenntun, meðan aðeins tveir þriðju hlutar karla sæki slíka menntun. Af þeim sem hefja framhaldsnám séu konur jafnframt líklegri til að ljúka námi en karlar. Samdrátt­ ur í iðnaðarframleiðslu og illa borgandi framleiðsustörfum víða í Bandaríkjunum sé einnig konum í hag. Linda er bjartsýn fyrir hönd kvenna og segist trúa því að alda mótakynslóðin svokallaða, þ.e. konur fæddar á árunum 1977­1995, muni hafa mikil jákvæð áhrif á þróun launajafn ­ réttis. Þessi kynslóð geri mun meiri kröfur um jafnrétti og sætti sig síður við mismunun en kyn ­ slóðirnar þar á undan. Þessi kynslóð hafi einnig önnur viðhorf til foreldrahlutverksins og feður á þessum aldri gera líka meiri kröf­ ur fyrir sína hönd um þátttöku í barnauppeldi og heimilislífinu. Hvers er að vænta fyrir dætur okkar? Stundum hefur verið bent á að konur mættu hafa meira sjálfs­ traust og gera meiri kröfur fyrir eigin hönd um laun og hlunnindi. Ef til vill er það rétt. Athyglin sem málstaður Sheryl Sandberg, höf undar metsölubókarinnar Lean In, hefur fengið um allan heim að undanförnu er vísbend­ ing um að svo sé og að konur séu tilbúnar til þess að bretta upp erm ar. Ábyrgðin er engu að síður beggja kynja og til að tryggja fullan jöfnuð til lengri tíma verður þetta sameiginlegt verkefni karla og kvenna og krefst vilja og skuld ­ bindingar af hálfu hvorra tveggja ef árangur á að nást. Þróunin á Íslandi virðist vera í takt við það sem annars staðar gerist í heiminum þótt ef til vill hafi meira áunnist hér á ákveðn­ um sviðum. Mörg stór skref hafa verið tekin undanfarin ár sem líklegt er að hafi góð áhrif til frekari jöfnunar launa í framtíð­ inni. Í því sambandi má nefna nýlegan staðal um jafnlaunavott­ un og lög um jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Reglur um jafnan rétt foreldra til töku fæðingarorlofs hafa haft mikil og jákvæð áhrif. Íslenskar konur hafa sýnt í ár anna rás að þær eru fremstar í flokki, sjálfstæðar, kjarkmiklar og baráttuglaðar þegar kemur að réttlæti og sanngirni. Áfram stelpur! „Þegar á heildina er litið virðist því hafa náðst heldur betri árangur hvað jöfnuð varðar í opinbera geiranum en einka­ geiranum.“ LAUnAMUnUR KynJA Hagstofan 2008 20,5% 2012 18,1% Í niðurstöðum Hagstofunnar segir að þegar á heildina er litið hafi óleiðréttur launamunur kynj­ anna á íslenskum vinnumark aði verið 18,1% árið 2012 og hefur hann lækkað úr 20,5% árið 2008. Könnun VR 2011 10,6% 2012 9,4% Í könnun VR fyrir árið 2012 mæld ist kynbundinn launamun ur 9,4% en var 10,6% árið 2011. Í þeirri könnun er búið að taka tillit til áhrifaþátta á launin, þ.e. aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, menntun­ ar, starfsstéttar, atvinnu greinar og mannaforráða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.