Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 54
54 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013
V
in sældir formanns Vinstri
grænna koma ekki á óvart.
Katrín Jakobs dótt ir náði á
loka spretti kosningabarátt
unnar að rétta hlut Vinstri
grænna og forða flokkn um frá ljótu tapi.
Í nýlegri könnun MMR kom fram að
62,5 prósent aðspurðra sögðust bera mikið
traust til Katrínar. Sigmundur Davíð Gunn
laugssson forsætisráðherra varð að sætta
sig við 48,8 prósent í sömu könnun.
Niðurstaða könnunarinnar hlýtur að vera
umhugsunarefni fyrir aðra stjórn mála
menn. Katrín hefur getið sér orð fyrir hóf
sama framgöngu. Stjórnmálastíll hennar er
annar og stilltari en leiðtogar í íslenskum
stjórnmálum hafa tamið sér í meira en öld
og er þá langafi hennar, Skúli Thoroddsen,
meðtalinn.
LAngt inn Í SAMFyLkingu
Þetta er sérstaklega eftirtektarverð niður
staða því í ljós kom að Katrín nýtur meira
trausts samfylkingarfólks en þeirra eigin
formaður. Nær undantekningarlaust ber
samfylkingarfólk mikið traust til Katrínar
en fjórði hver flokksmaður nefnir ekki
formann sinn, Árna Pál Árnason.
Ef til vill felast í þessu meiri tíðindi. Fylgi
flokka til vinstri tvístraðist í síðustu kosn
ingum. Eigi færri en fimm flokkum er hægt
að raða upp á vinstri vænginn með vel yfir
40 prósent fylgi en mikið af því féll dautt
vegna sundrungarinnar. Því væri ekki
óeðli legt þótt vinstrimenn færu enn á ný
að tala um sameiningu og samstöðu. Hver
ætti þá að hafa þar forystu? Ja, hver nema
Katrín?
En fyrst verður að hugsa um nýhafið kjör
tímabil. Stjórnarandstaðan er veik burða.
Það er eftirtektarvert hve lítið hef ur sést til
andstöðuflokkanna. Stjórnar andstaðan er
lömuð vegna þess hve hlutur hennar var
rýr í kosningunum, sérstaklega þeg ar talin
eru þingsætin sem fengust fyrir atkvæðin.
ÞegAr SPÁð Í FrjÁLSri
verSLun
Katrín er í aðstöðu til að taka forystu meðal
stjórnar andstæðinga vegna þess trausts
sem hún nýtur. Skömmu fyrir kosningar
birtist hér í Frjálsri verslun nærmynd
af Katrínu sem og öðrum formönnum.
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur
benti þar einmitt á þessa sérstöðu Katrínar:
„Hún hefur þótt óumdeild og málefnaleg.
Samanborið við Steingrím er hún lág
stemmd, sem er bæði kostur og galli. Það á
eftir að koma í ljós hvort henni fellur betur
að vera hluti af hópnum eða foringi hans,“
sagði Stefanía.
Á komandi kjörtímabili kemur í ljós hvort
Katrín verður „hluti af hópnum eða foringi
hans“.
góðir MÖguLeikAr
Núna er Katrín óumdeildur foringi Vinstri
grænna. Það lá raunar fyrir um leið og hún
tók við formennskunni nokkuð óvænt fyrir
kosningar af Steingrími J. Sigfússyni.
Ólafur Ísleifsson hagfræðingur benti á
þetta í nærmyndinni hér í Frjálsri verslun:
„Hún virðist hafa óskoraðan stuðning
flokksmanna sinna,“ sagði Ólafur og það
hefur gengið eftir.
Eiríkur Bergmann, prófessor á Birföst, sá
líka fyrir sér góða möguleika hjá Katrínu:
„Nái hún að forða flokknum frá afhroði
ætti Katrín að geta siglt lygnan sjó í forystu
VG,“ sagði Eiríkur og einnig það hefur
geng ið eftir.
vAndræðAMÁLin guFA uPP
Katrín erfði líka vandræðamál, sem nú
virðast gufa upp. Umsóknin um aðild að
Evrópusambandinu varð Vinstri grænum
þung í skauti. Hluti þingflokksins fór á
síðasta kjörtímabili vegna hennar.
Nú hafa kaupfélagsmenn í Framsóknar
flokkn um tekið að sér að slátra þessu ESB
máli þannig að Katrín þarf ekki að réttlæta
umsókn fyrir flokksmönnum sínum.
Eins var kosningaloforð Steingríms J. Sig
fússonar um stóriðju á Bakka við Húsa vík
með miklum ívilnunum ríkisins. Í stór iðju
málum ætlar ríkisstjórnin að ganga enn
lengra og tryggja álver í Helguvík með
sömu rökum.
Sóknarfæri Katrínar eru einmitt í um
hverfismálum. Hún á mest fylgi sitt meðal
ungs fólks í þéttbýli og það er langur
vegur á milli þess og svo fylgismanna
ríkis stjórnarinnar á lands byggð inni. Um
hverfismálin verða mál stjórnar andstöð
unnar.
Katrín Jakobsdóttir hefur unnið svolítinn sigur eftir kosningar.
Hún nýtur meira trausts en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður.
FOringi anDStöðUnnaR
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna:
TexTi: Gísli KrisTjánsson / Myndir: Geir ólafsson
„Það á eftir að koma í
ljós hvort henni fellur
betur að vera hluti af
hópnum eða foringi
hans.“
katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
100 ÁhRiFamEStU koNURNaR 2013
Spennandi tilboð
sem henta öllum kylfingum.
1 PUNKTUR = 1 KRÓNA Í VIÐSKIPTUM VIÐ N1
Meira í leiðinniWWW.N1.IS
N1 KORTIÐ
MEÐ FORGJÖF
SÆKTU UM KORT Á N1.IS
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/E
N
N
6
4
4
3
0
0
5
/1
3