Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 135
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 135
PwC
Við vinnum nú markvisst að markaðsnálgun sem byggist á atvinnu
greina flokkun og njótum við
það sérfræðiþekkingar innan
vébanda PwCsamstarfsins
um allan heim,“ segir Jóhanna
Áskels Jónsdóttir, sviðsstjóri
Skatta og lög fræðisviðs PwC.
hvað hefur verið efst á baugi
innan þíns fyrirtækis að
undan förnu?
„Fyrirtækið, líkt og öll ráð
gjafarfyrirtæki landsins, hefur
fundið verulega fyrir erfið
leik um í íslensku efna hags
lífi á liðnum misserum. Við
þessu hefur fyrirtækið þurft að
bregðast en á sama tíma að búa
í hag inn til að mæta aukinni
eftir spurn þegar úr fer að rætast.
Í því sam bandi höfum við nýtt
tímann til að vinna í okkar
innri málum, bæði gæða og
starfs mannamálum, auk þess
sem við erum að vinna mjög
markvisst í samræmi við nýja
markaðs nálgun sem byggist
á atvinnu greinaflokkun. Í því
sambandi njótum við gríðar
legrar sérfræðiþekkingar sem
er til innan vébanda PwCsam
starfsins um allan heim. Félagið
kom mjög vel út í könnun sem
gerð var meðal starfsmanna
PwC um allan heim og jafn
framt hækk uðum við okkur
nokkuð í vinnu mark aðskönnun
VR á milli ára, en við teljum
að með því að leggja áherslu
á ánægju starfs manna muni
það skila sér til viðskiptavina
okkar. Þá erum við nú að bæta
við okkur fólki og fjölga í eig
endahópi og höfum m.a. opnað
starfsstöð í Grundar firði og
nýlega gengið frá kaupum á
starfsemi Bakka Bókhalds og
ráðgjafar á Selfossi og mun sú
starfsemi falla undir PwC frá
og með miðjum júní.
Hægt og bítandi er hagur
kvenna að vænkast innan PwC.
Hlutfall kvenna meðal starfs
manna hefur verið að aukast
á undanförnum árum og nú
einnig meðal stjórnenda og í
eig endahópi. Hins vegar er alltaf
hægt að gera enn betur í þess um
efnum og það er nokk uð sem við
stefnum að á næstu misserum.“
hvaða árangur ertu ánægðust
með innan fyrirtækis þíns að
undanförnu?
„Við leggjum mikið upp úr
upplýsingamiðlun til starfs
manna, þ.e. hver staða félagsins
er, stefna þess og markmið, og
ég er sannfærð um að þetta
er meðal annars ástæða þess
að starfs menn eru ánægðir
og stoltir af fyrirtækinu sínu.
Virðing og vinátta er forsenda
þess að byggja upp sterka
liðs heild og ég tel að það eigi
mjög vel við um okkur hjá
PwC. Það hvernig hópurinn
er uppbyggður og stemningin
innan hans er það sem skiptir
öllu máli. Gildin okkar eru
fag mennska, þekking og sam
vinna og það snýr allt að fólki,
bæði okkar eigin fólki og við
skiptavinum.“
hvernig metur þú væntingarnar
í atvinnulífinu eftir kosningar?
„Mér finnst við sem þjóð
vera búin að ná botninum og
að nú fari hlutirnir að þokast
í rétta átt. Það þarf að auka
kaupmáttinn og ég tel að það
sé hægt að gera, meðal annars
með því að lækka tekjuskatt.
Það er mikilvægt að tryggja
stöðugleika í rekstrarumhverfi
fyrirtækja þannig að hægt sé að
gera áætlanir fyrir framtíðina.
Ég tel brýnt að stjórnvöld komi
með trúverðuga áætlun um
hvernig og hvenær aflétta eigi
gjaldeyrishöftunum. Það er
nauðsynlegt að auka innlenda
og erlenda fjárfestingu á
Íslandi og ég tel að það sé eitt
af mikilvægustu verkefnunum
sem Ísland stendur frammi
fyrir. Stjórnarflokkarnir stefna
að því að einfalda skattkerfið
og gera úttekt á því og þeim
breyt ingum sem gerðar hafa
verið undanfarin ár og ég tel
að það sé af hinu góða. Á sama
tíma þarf að fara í gagngera
endurskoðun á tekjuskatts lög
unum með það að leiðarljósi að
laga þau að þörfum nútíma við
skiptalífs. Ég tel í því sambandi
mjög mikilvægt að huga vel að
því hvort ekki sé í meira mæli
hægt að leggja reikningsskil
fyrirtækja til grundvallar skatt
skilum, þ.e. að ekki þurfi að
koma til skattalegar leið rétt ing
ar í sama mæli og nú er.“
texti maría ólafsdóttir / mynd: geir ólafsson
Nafn: Jóhanna Áskels Jónsdóttir
aldur: 42 ára
menntun: Lögfræðingur frá
háskóla Íslands
hjúskaparstaða: gift þresti
Líndal rafiðnfræðingi og eigum við
þrjú börn, Ágústu tíu ára, Ásgeir
sjö ára og Ásdísi fjögurra ára
tómstundir: almenn útivera
og líkamsrækt. Ég stundaði
ýmsar boltaíþróttir áður fyrr en
fylgist núna með börnunum á
hliðarlínunni. Síðan er ég að reyna
að koma mér í hestamennsku, en
við hjónin eigum nokkra hesta.
mér finnst gaman að ferðast bæði
innanlands og erlendis og lang best
er auðvitað að verja tíma með
fjölskyldunni og góðum vinum
Sumarfríið 2013: Ég ætla
að ferðast um landið með
fjölskyldunni og verja einhverjum
tíma á ættaróðali eiginmannsins í
Vatnsdal í húnavatnssýslu. Svo er
líka nauðsynlegt að vera heima og
gera ekki neitt
PwC starfar á sviði endurskoðunar, reikningsskila, fyrirtækjaráðgjafar og
skatta- og lögfræðiráðgjafar. Fyrirtækið leggur áherslu á ánægju starfs-
manna sem skilar sér aftur til viðskiptavina.
helga hjálmrós bjarnadóttir í forsvari fyrir skrifstofu PwC í grundarfirði, arna guðrún tryggvadóttir eigandi
á endurskoðunarsviði, bryndís björk guðjónsdóttir eigandi á endurskoðunarsviði, Ljósbrá baldursdóttir
eigandi á endurskoðunarsviði, Sigurbjörg halldórsdóttir fjármálastjóri, Elín hlíf helgadóttir mannauðsstjóri,
Jóhanna Áskels Jónsdóttir sviðsstjóri Skatta- og lögfræðisviðs.
virðing og vinátta
forsenda sterkrar liðsheildar