Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 85
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 85
100 ÁhRiFamEStU koNURNaR 2013
„Hagræðingar sem hafa skilað
sér er það sem stendur upp úr á
árinu hjá NTC, aukin sala, lækk
aður rekstrarkostnaður og mikil
tiltekt.“
Þegar Svava er beðin að segja
hver sex orða ævisagan er segir
hún: Tíska, ferðalög, sonur,
ástfangin, vinir og golf.
Hún segir að enginn einn
stjórn andi sé fyrirmynd sín. Hins
vegar sé góður stjórnandi sá sem
neistar af áhuga á starfi sínu, getur
sett saman kraftmikið teymi og
stýrt því á farsælan hátt á sama
tíma og allir fái að vinna sjálf stætt.
Hún segir að heilræði sitt til
ungra stjórnenda sé að skoða og
læra af því sem gerðist á árunum
20052008. „Tækifærin eru víða
þegar efnahagsástandið er gott
og allt komið á fullt skrið. Maður
á að nýta tækifærin en vera á
sama tíma á varðbergi með það
hversu hratt hlutirnir geta breyst
á stuttum tíma. Það þarf að hafa
góða yfirsýn, sjá nýju tækifærin,
vera með vel samansett fram
kvæmda teymi og vinna náið með
því.“
Svava segir að sér finnist að
brýnustu verkefni nýrrar ríkis
stjórnar séu að sjá til þess að
fyrirtæki starfi í góðu rekstrar
um hverfi og að skattar verði
lækkaðir á ýmsum stöðum.
„Hér á að vera heillandi skatta
umhverfi, eða 12,5%, sem er góð
ur kostur fyrir fyrirtæki, íslensk
sem erlend, til að gera upp
fyrir tæki sín á Íslandi. Þá ætti að
lækka tryggingagjald.“
Svava er í stjórn kringlunnar
og varastjórn viðskiptaráðs.
tækiFærin
eru víða
Svava Johansen, forstjóri ntC:
ingunn Vilhjálmsdóttir,
einn eigenda Attendus og í
stjórn Icelandic Group.
Sigríður olgeirsdóttir,
frkvstj. rekstrar og
upplýsingatæknisviðs
Íslandsbanka.