Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 23
ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I E 04 Ónæmir pneumókokkar og sýklalyfjanotkun í Reykjavík og Vilníus 1999 og 2001 Helga Erlendsdóttir1, Jolanta Bernatoniene2, Einar K. Hjaltestedi, Pórólfur Guðnason-1, Petras Kaltenis2, Karl G. Krislinsson1.*. Ásgeir Haraldsson3 4 'Sýklafræöideild Landspílala háskólasjúkrahúss, 2Barnaspítali Háskólasjúkrahússins í Vilníus. 3Barnaspítali Hringsins, 4Háskóli íslands karl@landspitali.is Inngangur: Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál víða um heim. Nolkun og ofnotkun sýklalyfja eru taldar vera mikilvægir þættir í myndun og útbreiðslu ónæmisins en fleiri þættir hafa einnig áhrif. Markmið rannsóknarinnar var að meta sýklalyfjanotkun og sýkla- lyfjaónæmi í Reykjavík og höfuðborg Litháen, Vilníus, og breyting- ar milli áranna 1999 og 2001. Efniviður og aðferðir: Strok úr nefkoki voru tekin hjá leikskóla- börnum á aldrinum eins til sjö ára í Reykjavík og í Vilníus í febrúar til mars árin 1999 og2001. Sérstök áhersla var lögð á ræktun pneumó- kokka og sýklalyfjanæmi þeirra skoðað. Foreldrar viðkomandi barna fengu spurningalista þar sem spurt var um sýklalyfjanotkun barnanna síðustu sex mánuði og ástæðu hennar. Niðurstöður: Árið 1999 voru tekin sýni úr 297 börnum á sex leik- skólum í Reykjavík og 508 börnum á 13 leikskólum í Vilníus en 299 börnum á 11 leikskólum á Reykjavíkursvæðinu og 503 á 13 leik- skólum í Vilníus, árið 2001. Beralíðni pneumókokka var á bilinu 50- 55%. Hlutfall pneumókokka með minnkað penisillínnæmi (MIC> 0,094) var 11,0% í Reykjavík og 3,9% í Vilníus árið 1999, en 5,3% í Reykjavík og 4,6% í Vilníus árið 2001. Enginn stofn var alveg penis- illínónæmur. Sýklalyfjanotkun var meiri í Vilníus en í Reykjavík í bæði skiplin en breytingar á sýklalyfjanotkun milli ára voru litlar. Algengasta sýklalyfið í Reykjavík var amoxycillín bæði árin, en er- ýtrómýcín árið 1999 og klaritrómýcín árið 2001 í Vilníus. Algeng- asta ástæða sýklalyfjagjafar í Reykjavík var eyrnabólga en hósti og hiti í Vilníus. Ályktanir: Penisillínónæmum stofnum fækkaði í Reykjavík en virt- ist fjölga í Vilníus. Sýklalyfjanotkun var meiri í Vilníus en í Reykja- vík og er ljóst að aðrir þættir en sýklalyfjanotkun geta skipt miklu máli í þróun ónæmis. E 05 Klínísk rannsókn á endurteknum ífarandi pneumókokkasýkingum á íslandi Hulda M. Einarsdóttir, Helga Erlendsdóttir, Karl G. Kristinsson, Magnús Gottfreðsson Lyflækningadeild og sýklafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss magnusgo@landspitali.is Inngangur: Endurteknar ífarandi sýkingar af völdum pneumó- kokka (Streptococcus pneumoniae) eru sjaldgæfar og oft taldar vera vísbending um ónæmisgalla. Þær greinar sem birst hafa um þetta efni hafa skoðað fáa sjúklinga úr völdu þýði. Markmið rannsóknar- innar var að kanna faraldsfræði endurtekinna sýkinga af völdum pneumókokka í óvöldu þýði á 20 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Notast var við gagnagrunn sem í eru skráð- ar allar ífarandi pneumókokkasýkingar hér á landi frá árinu 1981. Fundnir voru sjúklingar með tvær eða fleiri jákvæðar ræktanir úr blóði, mænuvökva eða liðvökva með að minnsta kosti tveggja vikna millibili og upplýsingum safnað úr sjúkraskrám þeirra. Niðurstöður: Alls voru skráðar 774 ífarandi sýkingar af völdurn pneumókokka hjá 734 sjúklingum á þessu ríflega 20 ára tímabili. Af þessum sjúklingum fengu 34 (4,6%) 73 sýkingar. Algengust var lungnabólga með blóðsýkingu (34/73), næst heilahimnubólga (9/73) og lífhimnubólga (5/73). Blóðsýking án greinanlegs uppruna greind- ist hjá 17/73 sjúklingum. Sjúkdómar sem taldir voru skýra aukna áhættu fundust hjá 32 af 34 sjúklingum (94%). Algengast var ill- kynja plasmafrumuæxli (MM, 15%), aðrir illkynja blóðsjúkdómar eða eillakrabbamein (15%) og mótefnaskortur (15%). Aðrir með- virkandi þættir voru langvarandi nýrna- eða lifrarbilun (15%), miltis- leysi og alnæmi. Hlutfall sjúklinga með endurteknar ífarandi pneumó- kokkasýkingar breyttist ekki á rannsóknartímabilinu. Dánartíðni hélst óbreytt á tímabilinu (15% á móti 19%; p=EM). Ályktanir: Sjúklinga með endurteknar ífarandi pneumókokkasýk- ingar, sem ekki eru með þekkta áhættuþætti, ætti að rannsaka vel með tilliti til annarra sjúkdóma. Þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir, svo sem pneumókokkabólusetningu, sýklalyf og mótefnagjöf, hefur hlutfall sjúklinga með endurteknar pneumókokkasýkingar haldist óbreytt. Hvatt er til aukinnar notkunar á pneumókokkabóluefni hér á landi. E 06 Þróun dýralíkans til rannsókna á ífarandi sveppasýkingum Ragnar Freyr Ingvarssoni, Helga Erlendsdóttir2, Magnús Gottfreðsson2-3.4 iLæknadeild HÍ, 2sýklafræðideild og 3lyflækningadeild Landspítala háskólasjúkra- húss, 4lyfjafræðideild HI magnusgo@landspitali.is Inngangur: ífarandi sveppasýkingar eru vaxandi heilbrigðisvanda- mál í hinum vestræna heimi. Greining slíkra sýkinga er torveld og dánartíðni sjúklinga há. Nýlega hefur nýrri tegund gersveppa, Candida dubliniensis, veriö lýst. Þessi tegund hefur ræktast úr blóði fjögurra sjúklinga hér á landi, en lítið sem ekkert er þó vitað um meinhæfni hennar. Við höfum unnið að því að þróa dýralíkan til að unnt sé að rannsaka meinhæfni mismunandi gersveppa. Efniviður og aðferðin Notaðir voru staðalstofnar af Candida albi- cans. ATCC 10231 og ATCC 90028. Tilraunadýrin voru sex til átta vikna kvenkyns NMRI mýs sem ekki voru ónæmisbældar. Kannað- ar voru þrenns konar sýkingarleiðir: 1) sýking í lungu, 2) sýking í kviðarholi og 3) blóðsýking. í einni tilraun hafa mýsnar verið ónæm- isbældar með cyclofosfamíði. Fylgst er með dýrunum að minnsta kosti tvisvar á dag. Innri líffæri (lungu, lifur, milta) eru fjarlægð í lok tilraunar og sáð á Sabouraud agar til að meta umfang sýkingar- innar. Niðurstöður: Samanburður á C. albicans ATCC 10231 og ATCC 90028 bendir til að ATCC 90028 sé líklegri til að valda dreifðum sýkingum. Hefur hann því verið notaður til l'rekari rannsókna. Hvorugur stofninn virðist vera fær um að valda lungnabólgu. Ef sýkt er í kviðarholi eða æð má framkalla dreifða sýkingu (lifur og milta) sem er greinanleg 10 dögum eftir sýkingu. Dauðaskammtur (LD) við sýkingu í kviðarholi er um það bil 10-falt hærri en ef sýkt er beint í blóðbraut. Hvítkornafæð veldur því að mýsnar fá dreifð- ari og alvarlegri sýkingar í lifur og milta, með 100-1000-falt fleiri ger- sveppum sem ræktast frá hverju líffæri. Ályktanir: Þessar tilraunir eru nauðsynleg forsenda þess að unnt sé að kanna meinhæfni mismunandi tegunda gersveppa. Þær eru LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.