Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 71

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 71
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I V 48 Samanburdur á húðsæknieiginleikum T-eitilfrumna úr kokeitlum, blóði og kviðarholseitlum Ragna H. Þorleifsdóttiri, Jóhann E. Guðjónsson1, Hekla Sigmundsdóttiri, Páll Möller2, Hannes Petersen3, Helgi Valdimarsson1 l Ónæmisfræðideild, 2skurðdeild og 3háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala háskólasjúkrahúss helgiv@landspitali.is Inngangur: Kokeitlar eru frábrugðnir öðrum slímhúðareitilvef meðal annars að því leyti að þeir eru þaktir lagskiptri flöguþekju. Akveðnar húðsæknisameindir á yfirborði T-eitilfrumna, einkum cutaneous lymphocyte antigen (CLA) og viðtakinn fyrir kemókín 4 (CCR4), hafa verið tengdar meinmyndun sóra. Það er vel þekkt að sóri getur byrjað í kjölfar keðjukokkasýkingar í kokeitlum. Ttl- gangur rannsóknarinnar var að bera saman húðsæknieiginleika T- frumna í kokeitlum, blóði og kviðarholseitlum. Efniviður og aðferðir: Einangraðar voru eitilfrumur úr kokeitlum og blóði 15 einstaklinga sem fóru í kokeitlatöku vegna endurtek- inna sýkinga. Kviðarholseitlar fengust úr fimm sjúklingum. Enginn þessara einstaklinga hafði sóra. Eitilfrumurnar voru litaðar með nokkrum þrennum af einstofna mótefnum og greindar í flæði- frumusjá. Niðurstöður: CLA- og CCR4-tjáning CD8 T-frumna reyndist vera mun meiri í kokeitlum samanborið við blóð (p<0,001). Einnig var CLA-tjáning CD8 T-frumna meiri í kokeitlum en kviðarholseitlum (p=0,003). Hins vegar voru hlutfallslega færri CLA+CD4 frumur í kokeitlum miðað við blóð (p=0,003). Enginn marktækur munur fannst hins vegar á tjáningu ICAM-1 milli eitilfrumna í blóði, kok- eitlum og kviðarholseitlum. Ályktanir: Þessar niðurstöður samrýmast því að ræsing húðsækinna T-frumna, einkum CD8, geti átt sér stað í kokeitlum. Þessar frumur gætu borist blóðleiðina til húðar. Þetta gæti að einhverju leyti skýrt tengsl hálsbólgu og uppkomu ýmissa húðúlbrota, til dæmis sóra. Ver- ið er að kanna tjáningu húðsæknisameinda í kokeitlum sórasjúklinga. V 49 Metótrexat bælir tjáningu á ICAM-1 og CLA eftir ólíkum leiðum Jóhann E. Guðjónsson, Hekla Sigmundsdóttir, Björn Rúnar Lúðvíksson, Helgi Valdimarsson Ónæmisfræðideild Landspítalans helgiv@landspitali.is Inngangur: Metótrexat (MTX) er notað sem krabbameinslyf í há- um skömmlum en lágskammta metótrexat er mjög öflug meðferð við gigt- og húðsjúkdómum eins og sóra. Óljóst er hvers vegna metótrexat hefur læknandi áhrif á þessa sjúkdóma. Efniviður og aðfcrðir: Við rannsökuðum áhrif lágra skammta af metótrexati á tjáningu viðloðunarsameinda og húðsæknisameind- arinnar CLA, frumudauða og frumufjölgunar hjá T-eitilfrumum örvuðum með hefðbundnum vækjum í fimm daga eða anti-CD3 og PHA í þrjá daga. Lykilensím í myndun CLA (FUC-TVII) á PSGL- 1 var mælt með PCR íTaqMan. Niðurstöður: Metótrexat bældi tjáningu á ICAM-1, CD25 (IL-2 viðtaki) og CLA (p<0,0001) en hafði engin áhrif á tjáningu VLA4a cða aeþ7. Metótrexat jók frumudauða í ræktum þar sem eitilfrum- urnar voru örvaðar með anti-CD3 eða PHA (p<0,0001). Hins vegar var metótrexat verndandi gegn frumudauða í ræktum þar sem örv- að var með hefðbundnum vækjum (p=0,002). Hægt var að hamla áhrifum metótrexats á ICAM-1 með háum skömmtum af fólínsýru (>100|iM) og með adenósín viðtakahemjurum, en þessi efni höfðu engin áhrif á CLA-bælinguna. Áhrif metótrexats á CLA voru háð því að lyfið væri stöðugt í frumuræktinni en áhrif á CD25 og ICAM- 1 komu fram í ræktum þar sem metótrexat hafði aðeins verið til staðar í 24 klukkustundir. Sermi (MTX-sermi) sem tekið var úr sjúklingum á lágskammtametótrexati á þriðja degi eftir inntöku, hafði sterkari bælandi áhrif á CLA-tjáningu (p<0,0001), en mun minni áhrif á ICAM-1 og CD25. Metótrexat eða MTX-sermi höfðu ekki áhrif á tjáningu FUC-TVII. Engin áhrif voru á tjáningu PSGL- 1 sem er grunneining CLA. Ályktanir: Niðurstöður okkar benda til þess að áhrif metótrexats á ICAM-1 og CD25 séu miðluð í gegnum adenosín og fólatháð ens- ím, innanfrumnaensím. Áhrifin á CLA byggjast líklega á hömlun ensíma sem gegna lykilhlutverki í myndun CLA. V 50 Metótrexat minnkar tjáningu viðloðunarsameinda sem stýra íferð T-frumna úr blóði í húð Hekla Sigmundsdóttir1, Jóhann E. Guðjónsson1, Bolli Bjarnason3, Helgi Valdimarsson1 ^Ónæmisfræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2University of Alabama School of Medicine, Birmingham, Alabama helgiv@landspitali.is Inngangur: Culaneous lymphocyte associated antigen (CLA) binst E-selektíni á þeli húðæða og stuðlar þar með að útrás hvítfrumna úr blóðrás inn í húð. Við höfum áður sýnt fram á sterk jákvæð tengsl milli tíðni CLA-jákvæðra T-eitilfrumna í blóði ómeðhöndlaðra sjúklinga með sóra og sjúkdómsvirkni þeirra. Hins vegar var þessi fylgni afgerandi neikvæð hjá sórasjúklingum sem voru meðhöndl- aðir með metólrexati (MTX). Efniviður og aðferðir: 1. Rannsökuð var CLA-tjáning T-eitiIfrumna í blóði 16 PS sjúklinga sem fengu vikulega metótrexatskammta. 2. Fylgst var daglega í fimm vikur með CLA-tjáningu T-eitilfrumna í blóði hjá einum þessara sjúklinga. 3. Þessi sjúklingur hætti meðferð í 16 daga og var fylgst með fjölda CLA-jákvæðra frumna í blóði hans og útbrotum á meðan og eftir að hann byrjaði aftur að taka lyfið. Niðurstöður: 1. Mikil sjúkdómsvirkni hélst í hendur við háa metó- trexatskammta og lága tíðni af CLA jákvæðum T-eitilfrumum í blóði. 2. CLA-tjáning T-eitilfrumna í blóði minnkaði jafnt og þétt fyrstu fjóra dagana eftir hvern metótrexatskammt en hækkar síðan þar til næsti skammtur var tekinn. 3. Eftir níu daga án metótrexats kom fram versnun sem var staðfest með klínísku mati og blóð- flæðimælingu. Versnunin hélst í hendur við vaxandi CLA-tjáningu á T-eitilfrumum í blóði, verulegri aukningu í E-selektíntjáningu æða- þels og íferðar CLA+ eitilfrumna í húðútbrotum sjúklingsins. Allt þetta gekk smám saman til baka þegar sjúklingurinn lagaðist eftir að hann byrjaði aftur að taka metótrexat. Ályktanir: Niðurstöðurnar samrýmast því að jákvæð áhrif metó- trexats á sórasjúklinga geti að verulegu leyti skýrst af því að lyfið bælir viðloðunarsameindir sem stjórna vefjaíferð hvítfrumna. LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 7 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.