Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 33
ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I Umræða: C4B*Q0 er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir kransæðasjúk- dóm og hættan á hjartadrepi og hættan á dauðsfalli af völdum hjartadreps er mest hjá þeim sem hafa þessa arfgerð í viðbót við aðra áhættuþætti. Hjá þeim sem ekki reykja er C4A*Q0 verndandi fyrir sjúkdóminn og afleiðingar hans, en miklar reykingar (yfir 25 pakkaár) upphefja verndunina og niðurstöðurnar benda til að fyrir reykingafólk valdi þessi arfgerð jafnvel áhættu í stað verndar. E 33 Áhrif meðferðar með útfjólubláum B geislum á tján- ingu viðloðunarsameinda hjá T-frumum í blóði sórasjúklinga Hekla Sigmundsdóttir, Jóhann E. Guðjónsson, Helgi Valdimarsson Ónæmisfræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss helgiv@landspitali.is Inngangur: T-eitilfrumur eru taldar gegna mikilvægu hlutverki í meingerð sóra. Yfir 80% af T-frumum í sóraútbrotum tjá sameind- ina cutaneous lymphocyte associated antigen (CLA) sem beinir T- frumum úr blóði út í húð en <20% af T-frumum í blóði tjá CLA. Meðhöndlun með útfjólubláum B geislum (ultraviolet B, UVB) hefur reynst vel við sóra og helst batinn gjarnan lengi. E-selektín er tjáð á æðaþeli í húð og binst CLA á T-frumum. Vitað er að meðferð með útfjólubláum B geislum geti rekið frumur í stýrðan dauða (apoptosis) og eru T-frumur um tífalt næmari en yfirhúðarfrumur að þessu leyti. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áhrif með- ferðar með útfjólubláum B geislum á fjölda CLA T-frumna í blóði sórasjúklinga. Efniviður og aðferðir: Blóð var tekið fyrir meðferð og vikulega næstu þrjár vikur meðan sjúklingarnir voru í meðferð með útfjólu- bláum B geislum. Eitilfrumur voru litaðar með einstofna mótefnum og greindar í flæðifrumusjá og frumufjölgun eftir ræsingu með streptó- kokkavökum var metin með upptöku á geislamerktu thymidini. Niðurstöður: Meðan á meðferðinni stóð fækkaði CLA jákvæðum T-frumum jafnt og þétt í blóði sjúklinganna og það sama gilti um styrkleika CLA-tjáningu frumnanna. Tjáning á very late antigen (MLA)-4 hegðaði sér svipað. Þessi lækkun hélst í hendur við minnk- aða sjúkdómsvirkni (PASI). Engar breytingar sáust á tjáningu á virkjunarsameindunum CD69 (tjáðar snemma) eða CD25 (tjáðar seinna) meðan á meðferð stóð. Frumufjölgun eftir ræsingu með streptókokkavökum var einnig svipuð fyrir og eftir meðferð. Alyktanir: Gera má ráð fyrir að tiltölulega stór hluti þeirra T-eitil- frumna sem á hverjum tíma eru í útbrotum sórasjúklinga séu sér- hæfðar fyrir sjúkdómsvakann (auto antigen). Niðurstöðurnar sam- rýmast því að útfjólubláir B geislar stuðli að eyðingu þessara frumna og gæti það skýrt hvers vegna bati sórasjúklinga helst til- tölulega lengi eftir slíka meðferð. E 34 Eiginleikar nýrrar tegundar bælifrumna Ragna H. I'orleifsdóttir1, Jóhann E. Guðjónsson1, Hekla Sigmundsdóttir1, Hannes Petersen2, Páll Möller3, Helgi Valdimarsson1 1 Ónæmisfræöideild, 2háls- nef- og eyrnadeild og 3skurðdeild Landspítala háskóla- sjúkrahúss helgiv@landspitali.is Inngangur: Nýleg rannsókn okkar á húðsæknieiginleikum eitil- frumna í kokeitlum og kviðarholseitlum leiddi í ljós áður óþekkta tegund eitilfrumna. Efniviðir og aöfcröir: Rannsakaðir voru kokeitlar úr 15 og nelju- eitlar úr 12 einstaklingum. Kokeitlarnir voru í flestum lilvikum teknir vegna endurtekinna sýkinga, en enginn hafði bráð sýkingar- einkenni þegar eitlarnir voru teknir. Flestir netjueitlarnir voru frá einstaklingum sem ekki höfðu teljandi sýkingareinkenni við að- gerð, en einn sjúklinganna var þó með bráða ristilbólgu. Blóðsýni voru tekin úr öllum þátttakendum. Eitilfrumur voru einangraðar með hefðbundnum aðferðum úr eitlum og blóði. Margvísleg yfir- borðssérkenni eitilfrumnanna voru síðan greind með flæðisjá og viðbrögð þeirra gegn ræsingarefnum með geislavirku thymidini. Helstu niðurstöður: Frumurnar reyndust hafa ákveðin sérkenni bæði T-og B-frumna, T frumna að því leyti að þær tjá CD3 og CD4 og B frumna hvað varðar tjáningu á CD19, CD20 og HLA-DR. Milli 5 og 15% eitilfrumna í kokeitlum höfðu þessi sérkenni en ein- ungis 1-2% eitilfrumna í blóði og netjueitlum. Þó höfðu um 40% eitilfrumna úr netjueitli sjúklings með bráða ristilbólgu ofangreinda eiginleika. Þessar frumur sýndu engin merki fjölgunar eftir örvun með phytohaemagglutinini (PHA) eða mótefnum gegn CD3. Hins vegar hafa þær sterk bælandi áhrif á venjulegar T-eitilfrumur sem eru örvaðar með PHA eða CD3 mótefnum. Frumurnar eru CD45RO jákvæðar en mjög fáar (<6%) tjá CD25 eða aþ-keðjur T- frumuviðtakans. Það er því afar ólíklegt að um sé að ræða þær CD4+CD25+ bælifrumur sem hafa verið mikið rannsakaðar undan- farin 10 ár. Ályktanir: Við teljum okkur hafa greint nýja tegund bælifrumna og erum að rannsaka nánar eiginleika þeirra og hlutverk. E 35 Mismunandi klínísk hegðan sóra hjá HLA-Cw*’0602 jákvæðum og neikvæðum sjúklingum Jóliunn E. Guöjónsson1, Ari Kárason2, Arna A. Antonsdóttir2, Hjaltey E. Rúnarsdóttir2, Jeffrey R. Gulcher2, Kári Stefánsson2, Helgi Valdimarsson1 • Ónæmisfræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2fslensk erfðagreining helgiv@landspitali.is Inngangur: Sóri hefur sterk tengsl við vefjaflokkasameindina HLA- Cw*0602 á lilningi 6. Niðurstöður okkar benda til þess að HLA- Cw*0602 sé eitt af mikilvægustu meingenum sóra. Efniviður og aðferðir: Við höfum skoðað og safnað klínískum upplýsingum um 1019 sjúklinga með skellusóra. Allir sjúklingarnir voru HLA-B og HLA-C flokkaðir. Niðurstöður: Sexhundruð fjörutíu og sex sjúklingar voru með vefjaflokkasameindina HLA-Cw*0602 (64,2%) en 360 voru Cw6 neikvæðir (35,8%). Af Cw6 jákvæðu sjúklingunum voru 53,9% Cw6-B57, 21% Cw6-B13,11,8% Cw6-B37. Allar þessar fornu arf- gerðir höfðu aukna hlutfallsáhættu á sóra. Cw6 jákvæðir sjúklingar fengu sjúkdóminn fyrr (17,5 á móti 24,3 ár; p<10"10), höfðu út- breiddari útbrot (p=0,03) og oftar dropa útbrot (p<0,0(X)l), þeir fengu oftar versnun eftir hálssærindi (p=0,01) og hærri tíðni af Koebners fyrirbæri (Koebner's phenomenon) (p=0,04). Konum, sem voru Cw6 jákvæðar, batnaði yfirleitt í meðgöngu (p>0,0001) en þær sem voru Cw6 neikvæðar fundu ekki fyrir breytingum eða þeim versnaði. HLA-Cw6 jákvæðir sjúklingar fengu mildari sjúkdóm því seinna sem hann kom fram (p=0,003; R=-0,13) en Cw6 neikvæðir verri. Naglbreytingar voru algengari í Cw6 neikvæðum sjúklingum (42% á móti 32%; p=0,003) og þeir höfðu verri naglbreytingar (p<0,0001). Naglbreytingar höfðu sterk tengsl við sóraliðagigt LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 0 2/8 8 3 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.