Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 112

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 112
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ augans. Mitf próteinið er af Myc fjölskyldu basic-Helix-Loop-Helix- Leucine-Zipper (bHLHZip) umritunarþátta. Mitf getur örvað tján- ingu litfrumusérhæfðra gena með því að bindast stýrlum þeirra ým- ist sem einstvennd eða mistvennd með skyldum próteinum. Sumar stökkbreytingar í Mitf geninu sýna innangensuppbót þar sem svip- gerð samsett arfblendinna dýra er eðlilegri en svipgerð hvorrar stökkbreytingar um sig í arfhreinni stöðu. Markmið þessarar rann- sóknar var að leita sameindalíffræðilegra skýringa á innangensupp- bót þeirri sem tengist Mitf geninu í mús. Efniviður og aöfcröir: Mismunandi M/V/samsætum var æxlað sam- an til að fá mýs arfblendnar um hinar ólíku M/7/samsætur. Mýsnar voru skoðaðar með lilliti til uppbótar. Ef samsæta sýndi innangens- uppbót voru áhrif hennar á stjórn umritunar skoðuð með inn- leiðslutilraunum í 293T frumum. Niðursföður: Niðurstöður okkar sýna að innangensuppbót er tak- mörkuð við eina ákveðna Mitf samsætu, MitfU"h"L (Mitf'"h). Stökkbreyting þessi hefur áhrif á DNA bindigetu Mitf próteinsins. Innangensuppból sást í svipgerð augna og háralitar og kernur fram hvort sem Mitfll'wh stendur með stökkbreytingum sem valda minnk- aðri eða aukinni virkni. Einnig kemur hún fram ef stökkbreytingin hefur áhrif á DNA bindisvæðið. Innleiðslutilraunir sýna að MitfMlwh próteinið virkjar umritun betur en villigerðar Mitf próteinið. Ályktanir: Við setjum fram þá tilgátu að MitfMl wh próteinið sé of- virkt sem umritunarvirki, hafi breytta sértækni og virki nú á nei- kvæðan hátt í frumunni. Innangensuppbót kemur fram þegar nei- kvæð áhrif MitfMl wh próteinsins minnka, til dæmis þegar samsætan er í arfblendinni stöðu með núll-samsætu. V 172 Jákvætt samband milli andoxunarvirkni í plasma og ómega-3 fitusýra í himnum rauðra blóðkorna Auöur Ý. ÞorláksdóttirL Guðrún V. Skúladóttir2, Laufey Tryggvadóttir-1, Sigrún Stefánsdótlir1, Hafdís Hafsteinsdóttir3, Helga M. Ögmundsdóltir’, Jórunn E. EyfjörðJ, Jón J. Jónssoni, Ingibjörg Harðardóttiri ILÍfefna- og sameindalíffræðistofa og 2Lífeðlisfræðistofnun læknadeild HÍ, 3Krabbameinsfélag Islands ih@hi.is Inngangur: Fjölómettaðar fitusýrur eru næmari fyrir oxun en mett- aðar fitusýrur. E-vítamín verndar fitusýrur gegn oxun og virkni víta- mínsins er hluli af andoxunarvirkni í blóði. Tilgangur rannsóknar- innar var að kanna hvort tengsl væru milli fjölómettaðra ómega-3 og ómega-6 fitusýra í himnum rauðra blóðkorna og andoxunar- virkni í blóði. Efniviður og aðferðir: Heildarfituefni rauðra blóðkorna var ein- angrað úr blóði 79 kvenna með klóróform-ísóprópanól blöndu. Fitusýrur voru metýleraðar og metýlesterar greindir á gasgreini. Andoxunarvirkni í plasma var mæld með TEAC aðferð (trolox equivalent antioxidant capacity assay). Aðferðin byggir á hindrandi áhrifum andoxunarefna á gleypni frá 2,2’-azinobis(3-ethylbenzo- thiazoline) stakeindum (ABTS-+). Fyrir tilstuðlan vetnisperoxíðs myndast ABTS + og er gleypni þess mæld í ljósmæli. Gögn voru greind með Statsdirecl tölfræðiforrili. Samband milli breytna var kannað rneð Pearsons fylgnistuðli og einfaldri línulegri aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna marktækt jákvætt samband rnilli andoxunarvirkni í plasma og ómega-3 fitusýra í himn- um rauðra blóðkorna (r = 0,34; p=0,002 (DHA; r=0,36; p=0,001) (EPA; r=0,26; p=0,02)). Einnig sýna þær marktækt neikvætt sam- band milli andoxunarvirkni í plasma og hlutfalls ómega-6/ómega-3 fitusýra í himnum rauðra blóðkorna (r =-0,30; p=0,008). Ekki var marktækt samband milli andoxunarvirkni og annarra breytna (hlut mettaðra-, einómettaðra- og fjölómettaðra ómega-6 fitusýra). Ályktanir: Omega-3 fitusýrur eru viðkvæmar fyrir oxun. Prátt fyrir það benda þessar niðurstöður til að aukinn hlutur þeirra í himnum rauðra blóðkorna tengist aukinni andoxunarvirkni í plasma. V 173 Trypsín Y-kiónun, tjáning og eiginleikar nýstárlegs trypsíns úr Atlantshafsþorski Helga Margrét Pálsdóttir, Agústa Guðmundsdóttir Rannsóknastofa í matvælaefnafræöi, Raunvísindastofnun HÍ helgap@hi.is Inngangur: Nýstárlegur hópur trypsína, flokkur III, var nýlega skilgreindur. I dag eru átta trypsín þekkt sem tilheyra þessum flokki sem öll finnast í fiskum sem lifa við mjög kaldar aðstæður (=0°C). Þessum próteinum hefur verið lýst sem ofur kuldavirkum ensímum, byggt á rannsóknum á amínósýrubyggingu þeirra en hún er mjög frábrugðin öðrum þekktum trypsínum (1). Ekkert trypsín úr flokki III hefur verið einangrað úr fiskunum sem þau finnast í, líklega vegna sjálfmeltu og niðurbrots og því eru engar lífefnafræðilegar upplýsingar til um hið náttúrulega form þeirra. Trypsín Y úr Atlantshafsþorski (Gadus morhua) tilheyrir flokki III (2). Trypsín Y hefur margar varðveittar amínósýrur sem einkenna hryggdýratrypsín, svo sem AspI89, Tyrl72, Gly216 og Gly226. Pó finnast margar breytingar í röð þess til dæmis í yfirborðslykkjum, í kringum hvötunarþrennuna (His57, Aspl02 og Serl95) og í og kring- um hvarfstöðina. Trypsín Y hefur aðeins fimm dísúlfíðbrýr í byggingu sinni á meðan önnur hryggdýratrypsín hafa sex dísúlfíðbrýr. Efniviður og aðferðir: Þorskatrypsín Y cDNA var einangrað, rað- greint og klónað inn í pPICZaA plasmíð og ummyndað inn í Pichia pastorís frumur. Trypsín Y próteinið var tjáð, hreinsað að hluta úr P. pastoris flotinu og virkjað og voru eiginleikar próteinsins kannaðir. Niðurstöður og ályktun: Við höfum birt fyrstu lífefnafræðilegu upplýsingarnar um trypsín af flokki III. Trypsín Y er breiðvirkt ens- ím sem hefur bæði trypsín- og chymotrypsínvirkni en chymotrypsín- virkni hefur aldrei sést í trypsínum áður. Trypsín Y er einnig ofur kuldavirkt ensím sem er virkt við lægra hitastig en þekkist hjá áður skilgreindum kuldavirkum ensímum. Heimildir 1. Roach JC. A Clade of Trypsins Found in Cold-Adapted Fish. Proteins 2002; 47: 31-44. 2. Spilliaert R, Guðmundsdóttir Á. Atlantic Cod Trypsin Y. Member of a Novel Trypsin Group. Mar Biotechnol 1999; 1: 598-607. 112 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.