Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 44
I ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
þekktum bakteríudrepandi efnum eins og cetýlpýridínklóríði og
benzalkóníumklóríði en brotna niður mun auðveldar í umhverfinu.
Efniviður og aðferðir: Sería af um 30 mjúkum bakteríudrepandi
efnum var smíðuð og nokkur þekkt efni til viðbótar einnig prófuð.
I stöðugleikarannsóknum voru nokkur efni brolin niður við mis-
munandi pH, buffera, hitastig, skautun, ísótópa og þær niðurstöður
notaðar til að áætla hvernig niðurbrotið á sér stað. Kannað var
hugsanlegt samband milli virkni og eðlislyfjafræðilegra eiginleika.
Virkni þessara efna gegn fjórum bakteríutegundum og einni veiru-
tegund var rannsökuð.
Niðurstöður: Efnin voru greind með NMR, HPLC og frumefna-
greiningu til að ákvarða efnabyggingu og hreinleika. Mjúku efnin
mældust með virkni (MIC) allt að 1 p-g/ml gegn Staphylococcus aur-
eus og sýndu góða virkni gegn Enterococcus faecalis og E. coli en
minni virkni gegn Pseudomonas aeruginosa. Virkni gegn Herpes
Simplex veiru var mjög góð og efnin höfðu einnig mun minni eitur-
áhrif gegn hýsilfrumunum í veiruprófinu en „hörðu“ efnin.
Alyktanir: Mjúku bakteríudrepandi efnin náðu álíka góðri virkni
og hefðbundin „hörð“ bakteríudrepandi efni, en þessi efni geta
brotnað mun auðveldar niður í náttúrunni í óvirk efnasambönd og
eru því umhverfisvæn.
E 66 Áhrif sýrustigs á eiginleika mónókaprínhlaups
og virkni gegn örverum
Þórunn Osk Þnrgeirsdóttiri, Hulda Ormsdóttir', Hilmar HilmarssonZ,
Halldór Þormar2, Þórdís Kristmundsdóttiri
ILyfjafræðideild og 2Líffræöistofnjn HÍ
thoth@hi.is
Inngangur: Þróuð hafa verið hlaup með mónókapríni sem virku
efni og hefur það reynst stöðugt og virkt. Mónókaprín (1-mónóglýs-
eríð af kaprínsýru) er náttúrulegt fituefni sem hefur sýnt mikla
virkni gegn ýmsum bakteríum og veirum í tilraunaglasi. Pað fer eftir
væntanlegri notkun mónókaprínhlaupsins hvaða sýrustig væri æski-
legt að stilla það á en hlaup sem þetta mætti nota gegn sýkingum
jafnt í munni og í leggöngum. Lyfjaform í leggöng er æskilegt að
stilla á pH 5,0 og lyfjaform til notkunar í munni á pH 7,0. Markmið
rannsóknarinnar var að kanna áhrif sýrustigs á eiginleika mónó-
kaprínhlaups og virkni gegn örverum.
Efniviður og aðferðir: Framleidd voru hlaup sem voru stillt á pH
5,0, 6,0 eða 7,0. Öll hlaupin innihéldu sama magn af karbomer en
mónókaprín var leyst upp í blöndu af 5% própýlenglýkóli og 1%
pólýsorbati 20. Virkni gegn HSV-1 og Escherichia coli var könnuð.
Áhrif mismunandi sýrustigs á seigjustig hlaupanna, viðloðun við
nefslímhúð svína svo og losun mónókapríns úr lyfjaforminu voru
einnig skoðuð.
Niðurstöður: Sýrustigið hafði engin áhrif á virkni hlaupsins gegn
HSV-1 en virkni gegn E. coli minnkar með hækkuðu sýrustigi.
Seigjustig hlaupanna eykst með'hækkuðu sýrustigi sem hefur áhrif
á losun mónókapríns úr hlaupinu. Viðloðun hlaupsins við nefslím-
húð svína eykst með auknu sýrustigi en viðloðun hlaups sem stillt
var á pH 6,0 var ekki betri en þess sem stillt var á 5,0 eins og við var
búist.
Ályktanir: Niðurstöður sýna að sýrustig hefur áhrif á virkni mónó-
kaprínhlaups gegn E. coli. Þar sem þekkt er að seigjustig karbomer
hlaupa eykst með hækkuðu sýrustigi mætti minnka magn þess í
44 Læknablaðið / FYLGIRIT 47 2002/88
hlaupum ætluðum í munn og því er hægt að laga lyfjaformið að
hvorum stað fyrir sig með litlum breytingum.
E 67 Þróun á smáskammta doxýcýklín (SSD) hlaupi
Skúli SkúlasonL3, W. Peter Holbrook2, Þórdís Kristmundsdóttir2
ILíf-Hlaup ehf., 2tannlæknadeild og 3lyfjafræðideild HÍ
skulis@hi.is
Inngangur: Munnangur er mjög algengt og er talið herja á allt að
20% jarðarbúa. Munnangur læknast venjulega á 7-14 dögum án
meðhöndlunar. Á tímabilinu getur munnangrið hins vegar verið
sársaukafullt, einkum þegar sjúklingurinn neytir matar eða drykkj-
ar. Þörf fyrir lyf við munnangri er umtalsverð þar sem munnangur
gerir mönnum lífið leitt og meðferðarúrræði sem nú eru til hafa
ekki sýnt fram á nægilega góða verkun eða hafa óæskilegar auka-
verkanir. Tetracýklín og afleiður þess hafa sýnt góða virkni sem
hamlar á matrix metallópróteinasa (MMP) ensím sem eru hluti af
bólgusvörun og taka einnig þátt í niðurbroti á vef í sárunum.
Líf-Hlaup ehf. hefur þróað lyfjasamsetningu til meðferðar á
munnangri og er meðferðinni ætlað að stytta viðverutíma munn-
angursins og draga úr sársauka.
Efniviður og aöferðir: Hlaupforskrift hefur verið þróuð og prófuð
með tilliti til viðloðunar, losunar virks efnis, stöðugleika og virkni in
vitro. Klínísk rannsókn á samsetningunni stendur nú yfir. Meðferð-
in byggist á hamningu doxýcýklíns á MMP ensímum. Magn doxý-
cýklíns í lyfjaforminu er það lítið að það hefur ekki áhrif á örveru-
flóru munnsins.
Niðurstöðun MMP-2 og MMP-9 eru hamin fullkomlega við 300pM
og 50pM styrk doxýcýklíns. Samsetningin hefur sýnl góða bindingu
við slímhúð in vitro. Stöðugleikapróf hafa sýnt að samsetningin er
stöðug eftir eins árs geymslu. Losun virka efnisins úr hlaupinu er
hröð og hafa um 20% losnað á 15 mínútum.
Ályktanin In vitro rannsóknir hafa sýnt að doxýcýklín hemur MMP
ensím við mjög lágan styrk og álykta má að lyfið hafi góða virkni í
munnholi þar sem rannsóknir hafa -sýnt að það safnast í mun hærri
styrk í munnvef en í sermi og bætir þannig staðbundna virkni. Mjög
lítið magn þarf af virku efni til að hemja ensímin og því lítil hætta á
að lyfið hafi áhrif annars staðar í líkamanum.
E 68 Viðvera stakra F. nucleatum klóna í munnvatni barna
fyrstu tvö ár ævinnar
Gunnstcinn HuruldssonL2, Eija Könönen2, W. Peter Holbrooki
■Tannlæknadeild HÍ, 2National Public Health Institute, Helsinki
Gunnsteinn.Haraldsson@ktl.fi
Inngangur: Loftfirrðar bakteríur finnast í munni barna áður en
tennur koma upp en eftir að tennur birtast eykst tíðni þessara teg-
unda mikið. Þegar tegundir hafa tekið sér bólfestu í munni barna er
viðvera þeirra stöðug. Viðvera stakra klóna hefur hins vegar lítið
verið rannsökuð. í nýlegri rannsókn okkar á uppruna nefkoks
Fusobacterium nucleatum fundust sömu klónar í munnvatni barna,
teknir með sex mánaða millibili. Markmið þessarar rannsóknar var
að meta viðveru og útskiptingu stakra F. nucleatum klóna í börnum
fyrstu tvö ár ævinnar.
Efniviður og aðferðir: Úr munnvatnssýnum 12 barna, teknum við
J