Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 89

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 89
AGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I icida. Stökkbreytingar í AsaPl geni þriggja stofna skýrðu vöntun þeirra á AsaPl svipfari. V 103 Áhrif Pseudomonas aeruginosa á öndunarfæraþekju m vitro Eygló Ó. Þórðardóttiri, Pradeep K. Singh2, Ólafur Baldursson2 tLæknadeild HÍ, 2University of Iowa Hospitals and Clinics, Iowa City, Iowa, 3Landspítali háskólasjúkrahús eygloosk@yahoo.com Inngangur: Slímseigjusjúkdómur (cystic fibrosis, CF) er banvænn, arfgengur sjúkdómur sem stafar af galla í klóríðjónagöngum. Lang- vinnar lungnasýkingar af völdum Pseudomonas aeruginosa eru alvarlegasta heilsufarsvandamál þessara sjúklinga. Sýklalyfjameð- ferð upprætir ekki sýkingarnar að fullu. Það er talið stafa af því að P. aeruginosa, sem yfirleitt eru stakir svifsýklar, myndar samfélag sem kalla má sýklaskænu (biofilm) í lungum sjúklinga með slím- seigjusjúkdóm. Skænan er föst við lungnaþekjuna og myndar slím úr fjölsykrungum sem ver sýklana gegn lyfjum og ónæmiskerfi hýs- ilsins. Fyrsta skrefið í myndun sýklaskænu er viðloðun sýkla við yfirborð. P. aeruginosa loðir illa við heilbrigða öndunarfæraþekju en ef þéttitengsl (zonula occludens) milli frumna hafa orðið fyrir skemmdum komast sýklar að viðtökum sem eru á basolateral hlið- um frumna. Bakterían Vibrio cholerae myndar eiturefni, zonula occludens toxin (Zot), sem hefur áhrif á þéttitengsl. Samstarfsmenn okkar uppgötvuðu nýlega að í erfðamengi P. aeruginosa finnst gen fyrir skyldu eiturefni og finnst í V. cholerae (Zot-líkt prótein) og að P. aeruginosa sýklaskæna tjáir tífalt meira af þessu efni en P. aeru- ginosa svifbakteríur. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort P. aeruginosa sýklaskæna væri skaðlegri öndunarfæraþekju en P. aeruginosa svifbakteríur og hvort slíkur munur stafaði af Zot- líku próteini. Efniviður og aðferðir: Við notuðum P. aeruginosa af stofni PAOl til að útbúa skænu og svifbakteríur. Við bárum saman áhrif skænu annars vegar og svifsýkla hins vegar á rafviðnám öndunarfæraþekju in vitro. Næst notuðum við stökkbreytt afbrigði af PAOl sem inni- heldur plasmíð sem yfirtjáir Zot-líka próteinið og gerðum sams konar samanburð. Niðurstöður: Rafviðnám öndunarfæraþekju sem var meðhöndluð með PAOl sýklaskænu minnkaði marktækt hraðar en viðnám önd- unarfæraþekju sem var meðhöndluð með svifsýklum. Rafviðnám öndunarfæraþekju sem var meðhöndluð með stökkbreyttu afbrigði P. aeruginosa (yfirtjáir Zot-líka próteinið) féll hraðar en viðnám öndunarfæraþekju sem var meðhöndluð með óbreyttum PAOl svif- sýklum. Munurinn var ekki marktækur. Umræða: Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að P. aeruginosa sýklaskæna sé skaðlegri en P. aeruginosa svifsýklar fyrir öndunar- færaþekju. Niðurstöður okkar gefa einnig vísbendingu um að Zot- líka próteinið beri ábyrgð á þessum skaða. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta þessar niðurstöður og meta hugsanlegt hlutverk Zot-líks próteins í langvinnum lungnasýkingum af völdum P. aeru- ginosa. V 104 Sjúkdómar og sníkjudýr í villtum ál, Anguilla spp., á íslandi Árni Kristmundsson, Slavko H. Bambir, Sigurður Helgason Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum arnik@hi.is Inngangur: Á íslandi lifa tvær tegundir ála; sá evrópski, Anguilla anguilla, og sá ameríski, A. rostrata. Evrópski állinn er ríkjandi (94%) og er algengur. Markmið rannsóknarinnar er að kanna eðli og tíðni sjúkdóma og sníkjudýra í álum á íslandi og meta hugsanleg áhrif sýkinganna á náttúrleg afföll þeirra. Engar rannsóknir hafa áður farið fram á sjúkdómum í álum á íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir hafa verið um 350 álar (þar af 86 álaseiði). Þeir voru krufðir í leit að sníkjudýrum og stórsæjum sjúkdómsbreytingum; sjúklegra vefjabreytinga var leitað með vefja- rannsókn og skimað eftir sjúkdómsvaldandi bakteríum og veirum. Helstu niðurstöður: Alls hefur 21 tegund sníkjudýra fundist; 14 í fersku vatni og 11 í sjó. Fjórar af tegundunum fundust í báðum vist- kerfum. Einangraðir voru 20 stofnar baktería. Fjórar bakteríuteg- undir sem greindust, Aeromonas hydrophila, Yersinia ruckeri, Pseudomonas anguilliseptica og P. fluorescens eru þekktir sjúk- dómsvaldar í fiskurn. Engar veirur hafa greinst. Vefjabreytingar af völdum sníkjudýra greindust í vefjarannsókn. Einfrumungstegundin Myxidium giardi olli afgerandi sjúkdómsbreyt- ingum, einkum í lálknum og nýrum bæði glerála (álaseiða) og eldri ála. Ályktanir: Af 21 tegund þeirra snikjudýra sem fundust í þessari rannsókn eru að minnsta kosti 13 að greinast í fyrsta skipti á íslandi. Sumar tegundirnar valda sjúkdómsbreytingum í álunum, nokkrar sýkja einnig aðrar tegundir ferskvatnsfiska, svo sem lax og silung. Tvær bakteríutegundanna (Aeromonas hydrophila og Yersinia ruckeri) sem fundust í álunum, hafa greinst sem sjúkdómsvaldar í laxfiskum hér. Erlendar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós mein- virkni þeirra í álum. Pakkin Verkefniö er styrkt af Rannís. V 105 Nýiega fundin Trichobilharzia blóðögðulirfa á íslandi lifir fullorðin I nefholi andfugla Karl Skírnisson Tilraunastöð HÍ í meinafræöi aö Keldum karlsk@hi.is Inngangur: Síðsumars árin 1995 til 1997 sáust iðulega kláðabólur á fótum barna eftir að þau höfðu vaðið í tjörn í Fjölskyldugarðinum í Reykjavík. Rannsóknir sem hófust haustið 1997 leiddu í ljós að út- brotin voru eftir sundlirfur áður óþekktrar tegundar fuglablóðögðu af ættkvíslinni Trichobilharzia. Lirfurnar fjölga sér kynlaust í vatna- sniglinum Radix peregra sem er algengur í tjörninni. Hér eru kynnt- ar niðurstöður smittilrauna sem höfðu það markmið að láta sund- lirfur úr tjörninni þroskast í fuglum og spendýrum. Efniviður og aðferðir: Trichobilharzia sundlirfum sem safnað var úr vaðtjörninni haustið 2001 var við tilraunaaðstæður gefinn kostur á því að smjúga í gegnum húð á fótum 12 andarunga (Anas platyr- hynchos f. dom.) og húð á baki þriggja tilraunamúsa (BALB/c). í andarungunum var leitað að fullorðnum ormum og eggjum þeirra í meltingarvegi, lifur, nýrum, lungum, hjarta, nefholi og bláæðum sem L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.