Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 27
AGRIP ERINDA / XI
VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I
Alyktanir: Sjúklingar með svæsna langvinna lungnateppu eru með
ofurþan (hyperinflation) þindar þegar í hvíld sem ágerist við álag.
Ofurþanið ásamt skertri getu til að auka andrýmdina hæfilega við
álag, taknrarkar afkastagetu þessara sjúklinga á þolprófi.
E 16 Áhrif þol- og styrktarþjálfunar á hjartabilaða
sjúklinga
Sólrún Jónsdóttirm, Karl Andersen2, Stefán B. Sigurðssoni, Axel Sigurðs-
son2, Marta Guðjónsdóttir', Hans Jakob Beck2
1 Læknadeild HÍ, 2Landspítali háskólasjúkrahús, 3Reykjalundur
stefsig(»islandia.is
Inngangur: Hjartabilun er ört vaxandi vandamál hér á landi sem
víða annars staðar. Hjartaendurhæfing er mikilvægur þáttur í með-
ferð sjúklinga með kransæðasjúkdóma, en minna er vitað um áhrif
endurhæfingar á hjartabilaða. Markmið rannsóknarinnar var að
kanna þessi áhrif.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 43 einstaklingar með
greinda hjartabilun (10 konur, 33 karlar), meðalaldur 67±6,1 ár. í
upphafi var mælt útfallsbrot vinstra slegils, sex mínútna gönguþols-
Próf, hámarkssúrefnisupptökupróf á þrekhjóli, öndunarmæling (spiro-
metria), vöðvastyrksmæling og blóðrannsóknir. Spurningalisti varð-
andi heilsutengd lífsgæði var lagður fyrir. Síðan var hópnum slembi-
raðað í þjálfunarhóp (n=21) og viðmiðunarhóp (n=20).
Þjálfunarhópur fékk markvissa þol- og styrktarþjálfun undir
leiðsögn sjúkraþjálfara tvisvar sinnum í viku í fimm mánuði, auk
fræðslu. Viðmiðunarhópur fékk enga sérstaka meðferð, en fylgst
var með þeim símleiðis. Að loknu þessu fimm mánaða tímabili voru
allar upphafsmælingarnar endurteknar.
Niðurstöður: Marktækur munur mældist milli hópanna hvað varð-
ar gönguþol á sex mínútna gönguprófi (p=0,001), vöðvastyrk í m.
quatriceps (p<0,001) og álag á hjóli (p<0,05). Hærra heildargildi í
heilsutengdum lífsgæðum mældist hjá þjálfunarhópi, en áhrifin komu
marktækt fram í þeim þáttum er snúa að þreki og almennu heilsu-
fari. Ekki mældist marktækur munur á milli hópanna hvað varðar
hámarkssúrefnisupptöku, útfallsbrot hjartans, ANP eða BNP.
Alyktanir og umræða: Aukning sem varð á gönguþoli, vöðvastyrk
°g álagi á þrekhjóli hjá þjálfunarhópi að lokinni endurhæfingu
birtist ekki í hámarkssúrefnisupptöku né á útfallsbroti vinstra sleg-
ils hjartans. Álykta má því sem svo að aukningin sem mælist eftir
endurhæfinguna sé ekki síður til komin vegna breytinga í útvefjum
en frá hjartanu sjálfu.
E 17 Ofát kolvetna og áhættuþættir hjarta-
°g æðasjúkdóma
Páll í. Ólasoni, Védís H. Eiríksdóttir1, Pálmi Þ. Atlason1, Logi Jónsson1,
Jón Ólafur Skarphéðinsson1, Leifur Franzson1, Helgi B. Schiöth2, Guðrún
V. Skúladóttir1
'Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 2taugalíffræðideild Háskólans í Uppsölum, 3rannsókna-
deild Landspítala Fossvogi
gudrunvs@hi.is
Inngangun Framkalla má mismunandi næringarástand með inngjöf
sérhæfðra hindra og örvara fyrir melanókortínviðtaka. Hindri eins
af fímm undirflokkum viðtakanna, sem er einungis í heila (MC4
viðtaki), framkallar ofát og fitusöfnun en örvari hefur aftur á móti
andstæð áhrif. Leptín er hormón sem framleitt er í fituvef og miðlar
boðum um orkuástand dýrsins. Markmið þessa verkefnis var að
kanna styrk og samsetningu fituefna í blóði og fituvef við mismun-
andi næringarástand.
Efniviður og aðferðir: Wistar rottum var skipt í þrjá tilraunahópa í
tveimur tilraunum. Öll dýrin höfðu frjálsan aðgang að kolvetnaríkri
og fitulítilli fæðu. Einn hópurinn íhvorri tilraun fékk sérhæfða MC4
hindrann HS024, annar fékk MC3 og MC4 örvarann MT-II og við-
miðunarhóparnir fengu tilbúinn mænuvökva. Lyfin og lyfleysan voru
gefin inn í heilahol með osmótískum ördælum sem komið var fyrir
undir húð við herðakamb. Lyfjagjöf stóð yfir í 28 daga í fyrri tilraun-
inni en í átta daga í þeirri síðari. í 28 daga tilrauninni voru dýrin veg-
in vikulega og fæðutaka þeirra skráð. í átta daga tilrauninni voru
dýrin vegin og fæðutaka þeirra skráð annan hvern dag. í lok til-
raunatímabilsins var styrkur leptíns í blóði og styrkur fituefna í fitu-
vef og blóði ásamt fitusýrusamsetningu þeirra ákvarðaður.
Niðurstöður: Dýrin í HS024 hópunum sýndu: offitueinkenni, mikla
uppsöfnun fituforða og hærri blóðfitu með meira af mettuðum fitu-
sýrum en dýrin í viðmiðunarhópunum. Dýrin í MT-II hópunum
sýndu einkenni lystarstols: lítinn fituforða með minna af metluðum
fitusýrum og lægri blóðfitu en dýrin í viðmiðunarhópunum. Styrkur
leptíns var hærri í HS024 hópunum og lægri í MT-II hópunum en í
viðmiðunarhópunum.
Ályktanir: Ofát kolvetnaríkrar og fitulítillar fæðu hefur áhrif á
þætti sem auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.
E 18 Lífeðlisfræðilegar breytingar hjá leiðangursmönnum
meðan á leiðangri yfir Grænlandsjökul stóð
Þórarinn Svcinsson, Abigail Grover Snook, Halla B. Ólafsdóttir, Lukas C.
Grobler
Sjúkraþjálfunarskor læknadeildar HÍ
thorasve@hi.is
Inngangur: Mannslíkaminn þarf stundum að aðlagast mjög erfiðum
aðstæðum í talsvert langan tíma. Markmiðið með þessari rannsókn
var að kanna hvaða lífeðlisfræðilegar aðlaganir og breytingar verða
meðan á fjögurra vikna 650 km löngum leiðangri yfir Grænlands-
jökul stendur.
Efniviður og aðferðir: í lok apríl 2001 lögðu átta manns af stað frá
Isortoq á austurströnd Grænlands á gönguskíðum. Hópnum var
skipt upp í tvo fjögurra manna hópa sem voru ekki í neinu sam-
bandi við hvorn annan og heldur ekki við byggð meðan á leiðangr-
inum stóð. Fjórum vikum síðar eftir 650 km göngu komu báðir hóp-
arnir til Kangerlussuaq á austurströndinni. Fyrir leiðangurinn var
hámarkssúrefnisupptaka, mjólkursýruþröskuldur, orkunýting, há-
marksstyrkur hand- og fótleggjavöðva og þykkt fimm húðfellinga
mæld. Sömu breytur voru síðan mældar aftur að loknum leiðangri.
Niðurstöður: Meðalþyngd leiðangursmanna minnkaði tölfræðilega
marktækt um 2,4 kg (p=0,04) en ekki var marktækur munur á milli
hópanna tveggja. Hámarksstyrkur upphandleggsvöðva breyttist ekki
marktækt (p=0,30) en styrkur lærvöðva minnkaði marktækt (p<0,0001).
Einnig var minnkunin marktækt meiri í vöðvum vinstra læris en því
hægra (p=0,007). Ekki varð marktæk breyting á meðaltals hámarks-
súrefnisupptöku, mjólkursýruþröskuldi, orkunýtingu eða saman-
lagðri þykkt fimm húðfellinga. Talsverður einstaklingsmunur kom í
L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 27