Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 28
■ ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA H( ljós í breytingum á mældum þáttum sem gerðu það að verkum að ekki fengust tölfræðilega marktækar breytingar. Ekki fannst heldur fylgni á milli breytinga í mismunandi breytum. Alyktanir: Leiðangursmenn léttust og töpuðu styrk í lærvöðvum, sérstaklega þeim vinstri, meðan á leiðangri stóð. Talsverður ein- staklingsbreytileiki er í þeim breytingum og aðlögunum sem eiga sér stað við langvarandi álag. E 19 PTH örvar klórjóna-háð Na+/H+ skipti í ræktuðum nærpíplufrumum úr fuglum Sighvatur S. Arnason1, Gary Laverty2 iLífeðlisfræðistofnun HÍ, 2Biological Sciences, University of Delaware, Newark ssa@hi.is Inngangur: PTH hemur endurupptöku á HCO'1' og vökva með því að hemja Na+/H+ skipti (NHE-3 isoform) í holhlið nærpípla (proxi- mal tubules) í nýrum spendýra. Mun minna er vitað um áhrif PTH á meðhöndlun nærpípla á jónum. Við könnuðum áhrif PTH á jóna- upptöku nærpípla í hænsnfuglum með því að nota ræktaðar frumu- þekjur. Efniviður og aðferðir: Nærpíplufrumur voru einangraðar og rækt- aðar í sérstökum bollum (nunc) í 10 daga þar til þær höfðu myndað þétt einfrumulag. Ræktunarbollarnir voru síðan settir í Ussing-hólf með sömu Krebslausnina hol- og blóðmegin og fylgst með núll- spennuþvingunarstraum (short circuit current, Isc) yfir þekjuna jafnframt því sem viðnámið var metið með reglulegum púlsgjöfum. Svörun þekjunnar við PTH var metin og jafnframt voru ýmsir hindrar gegn Na+/H+ skiptipróteinum, Cl"-göngum og Na+-göngum notaðir til að meta þátt þeirra í PTH svöruninni. Niðurstöður: Við komumst að því að við þessar aðstæður örvaði PTH jákvæðan þekjustraum. Þetta gæti meðal annars þýtt upptöku á jákvæðum jónum eða seytun á neikvæðum jónum. Svörunin fékkst yfir 100-falt styrksvið með helmingssvörun við 5xl0"9 M PTH. Forskolin (10 pM), sem örvar adenylate cyclasa, gaf svipaða svörun. db-cAMP (500 pM) örvaði einnig strauminn. EIPA, sem er sértækur hindri á NHE skiptipróteinin, hamdi marktækt PTH svör- unina. Svartoppurinn sem fékkst tveimur mínútum eftir 10’9 M PTH gjöf minnkaði úr 14,8+3,4 niður í 2,6+0,9 pA/cm2 og 10 mín- útna svarið úr 6,6+1,2 í 1,9+0,6 pA/cm2 (P<0,05; n=8), þegar 100 pM EIPA var haft holmegin í Ussing-líffærabaðinu. PTH svörunin var einnig háð tilvist klórjóna í Krebslausninni. Við minnkun á [Cl'] úr 137 mM í 2,6 mM hvarf svörunin nánast alveg; helmingssvörun fékkst við 50 mM [Cl'] og hámarkssvörun fékkst við 65 mM. Enn- fremur var hægt að hemja PTH svörunina mikið með tveimur sér- tækum hindrum fyrir Cl'-ganga, NPPB (200 pM) og glibenclamíð (300 pM). Hins vegar hafði sértækur hindri fyrir Na+-ganga, amil- oríð (10 pM) engin áhrif. Alyktanir: Gagnstætt því sem finnst hjá spendýrum, þá örvar PTH straumgefandi jónaflutning í nærpíplum hænsnfugla með því að örva Na+/H+ skiptiprótein í holhlið þekjunnar. Þessi Na+/H+ skipti- prótein hafa þann sérstæða eiginleika að vera einnig klórgöng eða vera starfrænt tengd klórgöngum. I'ukkin Styrkt af NSF IBN-9870810 (GL) og Rannsóknasjóðum HÍ. E 20 Neysla barnshafandi kvenna á ómega-3 fitusýrum og útkoma meðgöngu Anna Ragna Magnúsardóttiri, Laufey Steingrímsdóttir2, Arnar Hauksson3, Hólmfríður Porgeirsdóttir2, Guðrún V. Skúladóttir1 ILífeðlisfræðistofnun HÍ, 2Manneldisráð íslands, 3Miðstöö mæðraverndar arm@hi.is Inngangur: Ymsar rannsóknir hafa bent til þess að konur sem borða oft fisk og taka lýsi gangi lengi með börn sín og eignist stór börn. Þessi áhrif eru rakin til ómega-3 fitusýranna EPA og DHA sem eru í miklu magni í sjávarfangi. EPA er talin auka blóðflæði til fylgju og auka hlut hemjandi prostaglandína á kostnað örvandi prostagland- ína sem koma fæðingunni af stað. Fylgjan flytur DHA sértækt og í miklu magni úr blóði móðurinnar lil fóstursins. Fitusýran DHA er byggingarefni frumuhimna og er sérstaklega mikið af henni í heila. DHA eykur fljótanleika himnanna og tekur þátt í boðefnaflutningi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort neysla ómega-3 fitusýra hafi áhrif á lengd og útkomu meðgöngu. Efniviður og aðferðir: Barnshafandi konur (N=175) gáfu blóð og fylltu út neyslu- og lífsstílspurningalista við 11. til 15. viku og aftur við 34. til 37. viku meðgöngu. Fitusýrur í himnum rauðra blóðkorna voru aðgreindar. Neysla og fitusýrugreining var borin saman með Kendalls og Pearsons fylgnistuðlum auk krosstaflna til að meta gildi neyslukönnunarinnar. Neysla var síðan borin saman við útkomu meðgöngu (lengd meðgöngunnar, þyngd barnanna, lengd þeirra og höfuðummál, auk fylgjuþyngdar) með línulegri aðhvarfsgreiningu þar sem leiðrétt var fyrir lífsstflnum. Niðurstöður: Fylgni var á milli neyslu ómega-3 fitusýra og styrks þeirra í rauðum blóðkornum. Aðhvarfsgreining leiddi í ljós að auk- in neysla ómega-3 fitusýra á meðgöngu eykúr þyngd nýbura og höf- uðummál þeirra þegar leiðrétt hefur verið fyrir lífsstílnum. Alyktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta mikilvægi þess að barnshafandi kona hugi að neyslu sjávarfangs, þar sem aukin fæðingarþyngd og aukið höfuðmál nýbura eru talin minnka líkur þeirra á hjarta- og æðasjúkdómum síðar á ævinni. E 21 Próteintengd pneumókokkafjölsykrubóluefni af hjúpgerð 19F vekja víxlvernd gegn 19A Ingileif Jónsdóttir1, Viktor D. Sigurðsson1, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir1, Dominique Schulz2, Hávard Jakobsen1 1 Rannsöknastofnun í ónæmisfræði Landspítala háskólasjúkrahúsi, 2Aventis Pasteur, Frakklandi ingileif@landspitali.is Inngangur: Bólusetning ungbama með bóluefnum úr prótein- tengdum pneumókokkafjölsykrum (PNC) veitir vernd gegn blóð- sýkingum, lungnabólgu og eyrnabólgu af völdum þeirra hjúpgerða sem eru í bóluefnunum. Hætta er talin á að sýkingar af völdum ann- arra hjúpgerða geti aukist. Markmiðið var að kanna hvort PNC af hjúpgerð 19F geti vakið verndandi mótefni gegn 19A. Efniviður og aðferðir: Lungnabólgulíkan í músum var notað. Ann- ars vegar voru mýs bólusettar með PNC af hjúpgerð 19F (19F-TT) eða ónæmi aðflutt með gjöf sermis úr ungbörnum sem höfðu verið bólusett með 11-gildu PNC sem innihélt hjúpgerð 19F en ekki 19A. Mótefni gegn 19F og 19A voru mæld með ELISA. Tveim vikum eftir 28 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.