Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 57

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 57
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I Efniviöur og aðferðir: Sautján hundruð Reykvíkingar 50 ára og eldri voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og boðið að taka þátt í yfirgripsmikilli augnrannsókn. Gláka var greind á grundvelli breytinga á sjóntaug sem tengjast gláku, sjónsviðsskerðingar og sjónskerðingar. Niðurstöður: Algengi gleiðhornagláku meðal íslendinga eldri en 50 ára reyndist 4,0% (95% CI 2,8-5,2) og tálflögnunar 10,3% (95% CI 8,5-12,2). Af þeim 42 einstaklingum (22 körlum og 20 konum) sem voru með gleiðhornagláku reyndust 13 (31%) hafa tálflögnun að auki. Algengi gláku eykst með aldri (OR=l,10/ár: 95% CI 1,07- 1,13; p=0,000) og það sama á við um tálflögnun (OR=l,10/ár: 95% CI 1,07-1,13; p=0,000). Tálflögnun reyndist ekki vera marktækur áhættuþáttur fyrir gleiðhornagláku þegar leiðrétt hafði verið fyrir áhrifum aldurs. Alyktanir: Algengi gleiðhornagláku og tálflögnunar eykst með aldri. Samanborið við erlendar rannsóknir eru ívið fleiri með gláku hér á landi en annars staðar. Pó verður að hafa í huga að ekki er alltaf notast við sömu skilgreiningar í rannsóknum. V 09 Aldursbundin ellihrörnun í augnbotnum. Augnrann- sókn Reykjavíkur FHðbert Jónasson1, Þórður Sverrisson i, Ársæll Amarssoni, Einar Stefánssoni, Haraldur Sigurðssoni, Ingimundur Gíslason1, Hiroshi Sasaki2, Kazayuki Sasaki2, Tunde Peto\ Alan C. Bird1 'Augnlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2augnlækningadeild Háskólans í Kanazawa, 3Moorfields augnlækningasjúkrahúsið í London sirrybl@landspitali.is Inngangur: Við notum þrívíðar litmyndir til þess að greina og undirflokka ellihrörnun í augnbotnum Reykvíkinga 50 ára og eldri. Efniviöur og aðfcrðir: 75,8% (1045) þeirra sem tókst að ná í tóku þátt í Augnrannsókn Reykjavíkur. Algengi og stig aldursbundinnar ellihrörnunar í augnbotnum, mismunandi tegundir drusen og breyt- ingar ílitþekju sem teljast dæmigerð fyrir ellihrörnun í augnbotnum voru ákvörðuð. Einnig ákvörðuðum við algengi ellihrörnunar á háu stigi sem skiptist í þurra og vota hrörnun. Við notuðum þrívíðar lit- myndir, þrívíddarsjá og alþjóðlega flokkunar- og stigunarkerfið l'yrir ellihrörnun í augnbotnum. Niðurstöður: Myndir með fullnægjandi gæði, þar með talin þrívídd, voru til af 1021 hægri makúlu og 1020 vinstri makúlum. Það var ekki tölfræðilega marktækur munur milli hægra og vinstra auga. Hjá þátttakendum 50-59 ára reyndust 4,8% (95% CI 2,6-7,0) hafa mjúkt drusen af stærðinni 63-125 micron, að minnsta kosti í öðru auga, 1,2% (95% CI 0,0-2,3) hafa stór vel afmörkuð drusen >125 micron og 0,6% (95% CI 0,0-1,4) hafa stór mjúk kölkuð eða hálfþétt drus- en og sömu tölurnar fyrir þá sem voru 80 ára og eldri voru 18,2% (95% CI 9,8-26,6), 10,9% (95% CI 4,0-17,8) og 25,5% (95% CI 18,4-32,6). Algengi þurrar ellihrörnunar var 9,2% hjá þátttakend- um 70 ára og eldri (95% CI 5,6-12,7) og votrar ellihrörnunar var 2,3% hjá þeim sem voru 70 ára og eldri (95% CI0,5-4,1). Alyktun: Þurr ellihrörnun er algengari á íslandi en meðal annarra þjóða. V 10 Fólk með stóran sjóntaugarós í aukinni hættu á að fá gláku. Augnrannsókn Reykjavíkur Friðbert Jónasson1, Lan Wang2, Karim Damji2, Ársæll Arnarsson1, Hiroshi SasakO ^Augnlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2augn!ækningadeild Háskólans í Ottawa, 3augnlækningadeild Háskólans í Kanazawa sirrybl@landspitali.is Inngangur: Tengsl stórrar sjóntaugar við gláku eru könnuð. Efniviöur og aðfcrðir: Þátttakendur í Augnrannsókn Reykjavíkur voru 1045. Teknar voru þrívíðar myndir af augum og voru til myndir af 1040 hægri sjóntaugarósum. Fullnægjandi gæði, það er þrívídd og skerpa, voru talin í myndum af 952 augum. Lárétt og lóðrétl þver- mál sjóntaugaróss var mælt blint af sérfræðingi í gláku (KFD) og notuð aðferð Wisconsin hópsins. Öll þvermál voru leiðrétt fyrir sjónlagsgalla. Niðurstöður: Þvermál sjóntaugarósa glákuaugna (42 augu, 0,206± 0,029 in), augna með glákugrun (51 auga, 0,202±0,020 in) voru stærri en þvermál sjóntaugarósa heilbrigðra augna (859 augu, 0,189± 0,018 in). Þessi munur var tölfræðilega marktækur (p<0,05). Ályktanir: Sjóntaugarósar með breytingar sem samræmast gláku eða eru grunsamlegir með tilliti til gláku voru hvorutveggja mark- tækt stærri en heilbrigðar sjóntaugar. V 11 Tíðni tannleysis hjá 65 ára og eldri íslendingum Elín Sigurgeirsdóttir1, Sigrún Helgadóttir2, Guðjón Axelsson1 nánnlæknadcild HÍ, 2Ráöabót ehf. es@hi.is Inngangur: Breytingar á tíðni tannleysis hafa verið notaðar til þess að fylgjast með breytingum á tannheilsu þjóða og þjóðarbrota. Upplýsingar um tannheilsu aldraðra ættu að auðvelda yfirvöldum heilbrigðismála að móta stefnu um tannheilsugæslu aldraðra og gera áætlanir til úrbóta. Efniviður og aðferðir: í póstkönnun sem gerð var árið 2000 var aflað upplýsinga um tíðni tannleysis hjá 65 ára og eldri íslendingum. Aflað var upplýsinga um kyn, aldur, búsetu, búsetu mestan hluta ævi, hjúskaparstöðu, starf, starf maka, starf föður, starf móður, menntun, tíðni tannlæknisheimsókna, tíma frá síðuslu tannlæknis- heimsókn og aldur þegar fyrst var farið til tannlæknis. Notað var ólínulegt aðhvarf með umhverfðum veldisvísisferli (logistic regres- sion) til þess að kanna hvort samband væri milli þessara breytna og tíðni tannleysis. Tekið var 5% slembiúrtak úr þjóðskrá éins og hún var 1. desem- ber 1999. Valdir voru 1612 einstaklingar, 723 karlar og889 konur, úr hópi íslenskra ríkisborgara sem voru 65 ára og eldri og áttu lög- heimili á íslandi. Spurningalisti, ásamt kynningarbréfi og svarum- slagi sem láta mátti ófrímerkt í póst, var sendur í pósti til allra í úr- takinu. Svarhlutfall var 66,1%. Niðurstöður: Tannlausir voru 54,6%; 64,4% kvenna og 44,3% karla. Niðurstöður voru bornar saman við sambærilegar kannanir frá 1985,1990 og 1995 og niðurstöður Dunbars og samstarfsmanna frá 1962. Svo virðist sem tekist hafi að ná alheimsmarkmiðum FDI og WHO varðandi tíðni tannleysis árið 2000 fyrir þennan aldurs- hóp. Aðhvarfsgreining sýndi marktækt samband milli tannleysis og L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.