Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 55

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 55
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um 835 fjölbyrjur með staðfesta greiningu háþrýstings í fyrstu meðgöngu samkvæmt alþjóðlegum staðli voru notaðar til þess að meta endurtekningartíðni og sam- svörun milli greininga í fyrstu og annarri meðgöngu. Niðurstöður: Endurtekinn háþrýstingur greindist hjá 586 konum (70%). Af 614 konum sem höfðu háþrýsting eftir 20. viku í fyrstu meðgöngu sást endurtekinn háþrýstingur hjá 393 (64%). Sama birtingarform háþrýstings sást hjá 37% af öllum konunum og sam- svörun milli greininga var sterkust hjá konum með fyrirverandi há- þrýsting og meðgönguháþrýsting án próteinmigu (45% í hvorum hópi). Endurtekning meðgöngueitrunar sást hjá 12,5% kvennanna og aðeins 44% kvenna með meðgöngueitrun í fyrstu meðgöngu voru með eðlilegan blóðþrýsting í annarri meðgöngu. Alyktanir: Tvær konur af hverjum þremur fengu endurtekinn há- þrýsting í annarri meðgöngu og þriðjungur þeirra fékk sama form háþrýstings að nýju. Sterkust samsvörun milli greininga í fyrstu og annarri meðgöngu sást hjá konum með fyrirverandi háþrýsting og meðgönguháþrýsting án próteinmigu. V 03 Bólusetning ungbarna með próteintengdum bólu- efnum gegn pneumókokkum minnkar tíðni miðeyrnabólgu og sýklalyfjanotkun á aldrinum 18 til 24 mánaða Sigurveig I*. Sigurðardóttiri, Þórólfur GuönasonZ, Katrín Davíðsdóttir3, Sveinn Kjartansson23, Karl G. Kristinsson5, Mansour Yaich4, Ingileif Jóns- dóttiri 'Rannsóknarstofnun í ónæmisfræði, 2barnadeiid og 5sýkladeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 3Miðstöö heilsuverndar barna, 4Aventis Pasteur, Frakklandi ingileif@landspitali.is Inngangur: Próteintengd fjölsykrubóluefni gegn pneumókokkum (Pnc) koma í veg fyrir ífarandi sýkingar og minnka tíðni miðeyma- bólgu (AOM) af völdum þeirra hjúpgerða pneumókokka sem eru í bóluefninu (VT). Fyrri niðurstöður okkar sýna að við tveggja ára aldur er beratíðni VT og hjúpgerða sem ekki eru í bóluefninu sambærileg milli bólusettra og óbólusettra barna. (Sigurðardóttir S. o.fl., annað ágrip) en bólusettu börnin höfðu hærri sértæk IgG mót- efni gegn VT. í þessari rannsókn metum við klínískar upplýsingar frá bólusettum börnum og óbólusettum viðmiðunarhópi milli 18 og 24 mánaða aldurs. Efniviður og aðferðir: Ungbörn voru bólusett við þriggja, fjögurra, fimm og 13 mánaða aldur með 11-gildum Pnc-T/D bóluefnum (hjúpgerðir 1, 3, 4, 5, 6B, 7F, 9V, 14,18C, 19F og 23F, tengdum við prótein úr stífkrampa- (TT) eða barnaveikibakteríunni (DT). Við 24 mánaða aldur svöruðu foreldrar barnanna spurningum um AOM, lungnabólgu, skútabólgu, aðrar sýkingar og sýklalyfjanotk- un frá 18 mánaða aldri. Óbólusett börn úr sama leikumhverfi voru fengin til samanburðar. Niðurstöður: Saga var tekin frá 64 börnum, bólusettum með 11- gildu Pnc-T/D og 105 óbólusettum til samanburðar. Aldursdreifing var sambærileg, miðgildi 24 mánuðir í báðum hópum 95% dreifing 23,5-25,2 hjá bólusettum og 18,2-28,9 hjá óbólusettum. Saga um miðeyrnabólgu sex undanfarna mánuði var algengari hjá óbólusett- um börnum, 43% miðað við 23% (p=0,0084). Óbólusettu börnin fengu fleiri sýklalyfjakúra (0,9 á móti 0,63 / barn; p<0,0001) á sama tíma og rör í hljóðhimnum voru algengari (20% á móli 8%; p=0,0465) en hjá bólusettu börnunum. Tíðni annarra sýkinga var sambærileg milli hópanna. Ályktanir: Bólusetning með próteintengdum fjölsykrubóluefnum gegn pneumókokkum getur varið börn gegn miðeyrnabólgu og minnkað sýklalyfjanotkun. V 04 Áhrif 11-gildra próteintengdra fjölsykrubóluefna gegn pneumókokkum (Pnc) á beratíðni í nefkoki hjá börnum yngri en tveggja ára Sigurveig Þ. Sigurðardóttiri, Ingileif Jónsdóttir1, Þórólfur Guðnason2, Katrín Davíðsdóttir3, Sveinn Kjartansson2,3, Mansour Yaich4, Karl G. KristinssoiP iRannsóknarstofnun í ónæmisfræði, 2barnadeild og Ssýkladeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 3Miðstöð heilsuverndar barna, 4Aventis Pasteur, Frakklandi ingileif@landspitali.is Inngangur: Rannsóknir á Pnc hafa sýnt að bóluefnin geta minnkað beratíðni af hjúpgerðum bóluefnisins (VT) í nefkoki þegar það er gefið ungbörnum. Einnig hefur verið sýnt fram á aukningu á hjúp- gerðum sem ekki eru í bóluefnunum (NVT) (Nontombi, et al, J Inf Dis 1999). Sýkingar á slímhúðum og ífarandi sýkingar eiga oft upp- tök sfn í nefkokinu og því voru áhrif Pnc á beratíðni pneumókokka í nefkoki rannsökuð. Efniviður og aðferðir: Eilt hundrað fjörutíu og sex ungbörn voru bólusett með 11-gildu Pnc (hjúpgerðir 1,3,4,5, 6B, 7F, 9V, 14,18C, 19F og 23F tengdar tetanus próteini eða diphtheria toxóíði) við þriggja, fjögurra, sex og 13 mánaða aldur og ræktað úr nefkoki barnanna þegar þau voru fjögurra, sjö, 10,14,18 og 24 mánaða. Við tveggja ára aldur voru fengin 105 jafngömul, óbólusett börn úr sama leikumhverfi og ræktað úr nefkoki þeirra. Niðurstöður: Alls voru 808 nefkoksstrok tekin frá 146 bólusettum börnum til tveggja ára aldurs og 105 frá óbólusettum samanburðar- hópi við tveggja ára aldur. Taflan sýnir samanteknar niðurstöður. Saman- burðarhópur Aldur (mán.) 4 7 10 14 18 24 -24 Fjöldi 146 143 143 143 125 108 105 % pneumókokka 38 46 36 32 61* 61 57 % VT 15 17 10 13 16 24 24 % NVT 23 29 24 20 45* 35 30 ♦Munur frá fyrri heimsókn; P<0,0001 Ályktanir: Hlutfallsleg aukning á NVT pneumókokkum við 18 mánaða aldur gæti endurspeglað vörn gegn VT í bóluefninu sem hverfur með aldri og tíma frá bólusetningu. Ef Pnc bóluefnin veita viðbótarvernd gegn bólfestu pneumókokka á slímhúðum virðast þau áhrif hverfa um 24 mánaða aldur en þá er tíðni bæði VT og NVT sambærileg við tíðni hjá óbólusettum börnum. V 05 Litrófsgreining á blóðrauða í æðum sjónhimnu og sjóntaugar í mönnum Gunnar Már Zoega1, Þór Eysteinsson1. Peter K. Jensen2, Pedersen DB2, Kurl Bang2, James Beach3, Jón Atli Benediktsson4, Gísli Hreinn Halldórs- son4, Einar Stefánsson1 ■Augnlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2Kaupmannahafnarháskóli, 3Stennis Space Center, MS, 4verkfræðideild HÍ sirrybl@landspitali.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að þróa og prófa tæki til að greina súrefnismettun blóðrauða í æðum sjónhimnu og sjóntaug- ar í mönnum. LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.