Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 46
I ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ sóknar var að rannsaka áhrif munnvatnsmengunar á bindistyrk ((jiTBS) á milli plastlaga og ákvarða hvaða hreinsunaraðferð kæmi næst gildum samanburðarhópsins. Efniviður og aðferðir: Yfirborð 4 mm plastfyllingarkubbs (Z-250, Renew, APX, PertacII) var meðhöndlað á eftirfarandi hátt: 1) munnvatn borið á og þurrkað hægt, 2) sama og 1) þurrkað hratt, 3) sama og 1) skolað með vatni, 4) sama og 3) bindiefni borið á (Single Bond, One-Step, Clearfil SE, Prompt L-pop), 5) sama og 1) bindi- efni borið á. Samanburðarhópur var ekki mengaður. Plastfyllingar- efni var sett yfir og ljóshert í 2 mm lögum. Eftir 24 klukkutíma í vatni voru sýnin söguð niður í 0,7 mm breiðar þynnur, formuð með bor í stundarglasasnið með 1 mm2 í þvermál, og brotið með togálagi í Instron Universal prófunarvél á 1 mm/mín hraða. Niðurstöður voru greindar tölfræðilega með ANOVA og Fishers PLSD prófi (p<0,05). MPa (SD), n=12. Niðurstöður: Meðalbindistyrkur fyrir samanburðarhópa var 58,5 MPa en lækkaði niður í 20,2 MPa í hópi 1. Bindistyrkur fyrir hóp 2 var 45,3 MPa og hóp 3 49,9 MPa. Þegar bindiefnin voru sett á sýnin mældist bindistyrkur 48 MPa í hópi 4 og 54,9 MPa í hópi 5. Alyktanir: Til að endurvekja upprunalegan bindistyrk hjá plastfyll- ingarefnum eftir munnvatnsmengun er best að bera bindiefni á plastfleti. E 72 Áverkar á tennur hjá börnum og unglingum á íslandi Sigfús Þnr Elíusson Tannlækningastofnun tannlæknadeild HÍ sigfuse@hi.is Inngangur: Averkar á tennur barna og unglinga eru tannheilsu- vandamál sem erfitt getur reynst að meðhöndla. Ekkert er vitað um áverka á tennur íslendinga. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna tíðni áverka á framtennur 12 og 15 ára barna og unglinga á Islandi. Efniviður og aðfcrðir: Þessi könnun var hluti af stærri rannsókn á tannheilsu íslenskra ungmenna sem var framkvæmd árið 1986 og aftur árið 1996. Rannsóknarsvæði voru ákvörðuð (stratified cluster sampling) og þátttakendur valdir með slembiúrtaki úr skólaskýrsl- um. Fjöldi skoðaðra árið 1986 var 89812 ára og 85815 ára og 989 12 ára og 999 15 ára árið 1996. Tannskoðun fór fram í grunnskólum í færanlegum tannlækningastól með ljósi og kanna. Auk þess var spurt spurninga um ástæður áverkans. Sami tannlæknir skoðaði börnin í báðum könnunum og sami aðstoðarmaður sá um skrán- ingu. Áverkum var skipt í fimm flokka: 1) tönn mislituð en óbrotin; 2) einungis brotið úr glerungi; 3) brotið bæði úr glerungi og tann- beini; 4) brotið úr tönn þannig að tannkvika skaðaðist; 5) tönn töp- uð. Einnig var skráð hvort og á hvern hátt brotin tönn var viðgerð. Niðurstöður: Árið 1986 voru 20,4% 12 ára og 23,1% 15 ára með sýnilegan áverka á einni eða fleiri tönnum. Sambærilegar tölur fyrir árið 1996 eru 15,6% hjá 12 ára og 18,3% hjá 15 ára. Samtals bæði árin er meira en helmingur áverkanna bundinn við glerungsskaða, eða 55,2% hjá 12 ára og 55,9% hjá 15 ára. Brot náði inn í tannbein í 35,1% tilfella hjá 12 ára og 32,3% hjá 15 ára og inn í tannkviku hjá 8,2% 12 ára og 9,4% 15 ára. Mislitaðar tennur voru 0,9% tilfella fyrir 12 ára og 1,6% hjá 15 ára, meðan alveg tapaðar tennur voru 0,6% og 0,8% hjá þessum aldurshópum. Langalgengast var að mið- framtennur efri góms hefðu skaðast. Drengir urðu oftar fyrir tann- 46 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 áverka en stúlkur. Oftast var gert við tannbrot með kompositfyll- ingum. Algengustu ástæður gefnar fyrir tannáverka voru að „eitt- hvað rakst í tennur" og að viðkomandi „datt“. Ályktanir: Næstum fimmta hverl ungmenni á íslandi verður fyrir áverka á tennur sem þarfnast tannlæknismeðferðar. E 73 Einangrun og skilgreining á nýrri stofnfrumulínu úr brjóstklrtli Þórarinn GuO.jónssnn12, René Villadsen2, Helga Lind Nielsen2, Lone Rpnnov-Jessen3, Mina J. Bissell4, Ole William Petersen2 iRannsóknarstofa Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði, 2Structural Cell Biology Unit, Institute of Medical Anatomy, The Panum Institute, Kaupmannahöfn, 3Zoophysiological Laboratory, The August Krogh Institute, Kaupmannahöfn, 4Life Sciences Division, Berkeley National Laboratory, Berkeley thorarinn@krabb.is Inngangur: Þekjuvefur brjóstkirtils er samsettur úr innra lagi af skauluðum kirtilþekjufrumum og ytra lagi af vöðvaþekjufrumum aðskilið frá utanumliggjandi stoðvef með grunnhimnu. Brjósta- krabbamein á nánast alltaf upptök sín í kirtilfrumunum og við fram- þróun illkynja vaxtar hverfa vöðvaþekjufrumurnar að mestu auk þess sem grunnhimnan er ekki lengur sjáanleg. Kirtilþekjufrumurn- ar og vöðvaþekjufrumurnar tjá sértæk kenniprótein sem hægt er að nota til að greina þessar frumur í sundur í rækt. Kirtilþekjufrumur tjá meðal annars sialomucin, epithelial specific antigen, keratín 18 og undirhópur þeirra tjáir keratín 19. Vöðvaþekjufrumur tjá meðal annars mikið af grunnhimnupróteinum og integrinum auk vöðva- sérvirkra próteina. Efniviður og aðferðir: Við höfum sýnt fram á í frumurækt að undirhópur kirtilfrumna getur umbreyst í vöðvaþekjufrumur en ekki öfugt, sem styður þá kenningu að stofnfrumur brjóstsins sé að finna innan kirtilfrumna. Með notkun mótefna gegn sértækum kennipróteinum á undirhópi kirtilfrumna reyndist mögulegt að ein- angra frumur úr brjóstaminnkunaraðgerðum sem innihéldu stofn- frumueiginleika. Útbúin var stofnfrumulína til notkunar í langtíma- rannsóknum með innskoti á retrógenaferju sem innihéldur E6 og E7 æxlisgenin frá Human papilloma 16 veiru. Niðurstöður: í tvívíðri frumurækt (monolayer) og með mótefnalit- un kom í ljós að frumulínan sérhæfðist bæði í fullþroskaðar kirtil- þekjufrumur og vöðvaþekjufrumur. í þrívíðri frumurækt myndaði stofnfrumulínan mjólkurganga mjög svipað því sem sést í líkaman- um, það er að segja með innra lagi af skautuðum kirtilþekjufrumum og ytra lagi af vöðvaþekjufrumum. Ályktanir: Nánari athugun á þessari stofnfrumulínu og notkun hennar í framtíðinni gæti aukið þekkingu okkar á tilurð og fram- þróun brjóstakrabbameina. E 74 Gerð og skilgreining nýrrar æðaþelsfrumulínu úr fituvef brjóstkirtils Agla J.R. Frióriksdóttir, Helga M. Ögmundsdóttir, Þórarinn Guðjónsson Inngangur: Nýmyndun æða er nauðsynlegur þáttur í vexti krabba- meina og skipta samskipti æðaþelsfrumna og æxlisfrumna miklu máli í þessu samhengi. Frumuræktunarlíkön, sem endurspegla þessi Rannsóknarstofa Krabbameinsfélagi íslands í sameinda- og frumulíffræði agla@krabb.is J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.