Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 46
I ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
sóknar var að rannsaka áhrif munnvatnsmengunar á bindistyrk
((jiTBS) á milli plastlaga og ákvarða hvaða hreinsunaraðferð kæmi
næst gildum samanburðarhópsins.
Efniviður og aðferðir: Yfirborð 4 mm plastfyllingarkubbs (Z-250,
Renew, APX, PertacII) var meðhöndlað á eftirfarandi hátt: 1)
munnvatn borið á og þurrkað hægt, 2) sama og 1) þurrkað hratt, 3)
sama og 1) skolað með vatni, 4) sama og 3) bindiefni borið á (Single
Bond, One-Step, Clearfil SE, Prompt L-pop), 5) sama og 1) bindi-
efni borið á. Samanburðarhópur var ekki mengaður. Plastfyllingar-
efni var sett yfir og ljóshert í 2 mm lögum. Eftir 24 klukkutíma í vatni
voru sýnin söguð niður í 0,7 mm breiðar þynnur, formuð með bor í
stundarglasasnið með 1 mm2 í þvermál, og brotið með togálagi í
Instron Universal prófunarvél á 1 mm/mín hraða. Niðurstöður voru
greindar tölfræðilega með ANOVA og Fishers PLSD prófi (p<0,05).
MPa (SD), n=12.
Niðurstöður: Meðalbindistyrkur fyrir samanburðarhópa var 58,5
MPa en lækkaði niður í 20,2 MPa í hópi 1. Bindistyrkur fyrir hóp 2
var 45,3 MPa og hóp 3 49,9 MPa. Þegar bindiefnin voru sett á sýnin
mældist bindistyrkur 48 MPa í hópi 4 og 54,9 MPa í hópi 5.
Alyktanir: Til að endurvekja upprunalegan bindistyrk hjá plastfyll-
ingarefnum eftir munnvatnsmengun er best að bera bindiefni á
plastfleti.
E 72 Áverkar á tennur hjá börnum og unglingum á íslandi
Sigfús Þnr Elíusson
Tannlækningastofnun tannlæknadeild HÍ
sigfuse@hi.is
Inngangur: Averkar á tennur barna og unglinga eru tannheilsu-
vandamál sem erfitt getur reynst að meðhöndla. Ekkert er vitað um
áverka á tennur íslendinga. Tilgangur þessarar rannsóknar er að
kanna tíðni áverka á framtennur 12 og 15 ára barna og unglinga á
Islandi.
Efniviður og aðfcrðir: Þessi könnun var hluti af stærri rannsókn á
tannheilsu íslenskra ungmenna sem var framkvæmd árið 1986 og
aftur árið 1996. Rannsóknarsvæði voru ákvörðuð (stratified cluster
sampling) og þátttakendur valdir með slembiúrtaki úr skólaskýrsl-
um. Fjöldi skoðaðra árið 1986 var 89812 ára og 85815 ára og 989 12
ára og 999 15 ára árið 1996. Tannskoðun fór fram í grunnskólum í
færanlegum tannlækningastól með ljósi og kanna. Auk þess var
spurt spurninga um ástæður áverkans. Sami tannlæknir skoðaði
börnin í báðum könnunum og sami aðstoðarmaður sá um skrán-
ingu. Áverkum var skipt í fimm flokka: 1) tönn mislituð en óbrotin;
2) einungis brotið úr glerungi; 3) brotið bæði úr glerungi og tann-
beini; 4) brotið úr tönn þannig að tannkvika skaðaðist; 5) tönn töp-
uð. Einnig var skráð hvort og á hvern hátt brotin tönn var viðgerð.
Niðurstöður: Árið 1986 voru 20,4% 12 ára og 23,1% 15 ára með
sýnilegan áverka á einni eða fleiri tönnum. Sambærilegar tölur fyrir
árið 1996 eru 15,6% hjá 12 ára og 18,3% hjá 15 ára. Samtals bæði
árin er meira en helmingur áverkanna bundinn við glerungsskaða,
eða 55,2% hjá 12 ára og 55,9% hjá 15 ára. Brot náði inn í tannbein
í 35,1% tilfella hjá 12 ára og 32,3% hjá 15 ára og inn í tannkviku hjá
8,2% 12 ára og 9,4% 15 ára. Mislitaðar tennur voru 0,9% tilfella
fyrir 12 ára og 1,6% hjá 15 ára, meðan alveg tapaðar tennur voru
0,6% og 0,8% hjá þessum aldurshópum. Langalgengast var að mið-
framtennur efri góms hefðu skaðast. Drengir urðu oftar fyrir tann-
46 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
áverka en stúlkur. Oftast var gert við tannbrot með kompositfyll-
ingum. Algengustu ástæður gefnar fyrir tannáverka voru að „eitt-
hvað rakst í tennur" og að viðkomandi „datt“.
Ályktanir: Næstum fimmta hverl ungmenni á íslandi verður fyrir
áverka á tennur sem þarfnast tannlæknismeðferðar.
E 73 Einangrun og skilgreining á nýrri stofnfrumulínu úr
brjóstklrtli
Þórarinn GuO.jónssnn12, René Villadsen2, Helga Lind Nielsen2, Lone
Rpnnov-Jessen3, Mina J. Bissell4, Ole William Petersen2
iRannsóknarstofa Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði,
2Structural Cell Biology Unit, Institute of Medical Anatomy, The Panum Institute,
Kaupmannahöfn, 3Zoophysiological Laboratory, The August Krogh Institute,
Kaupmannahöfn, 4Life Sciences Division, Berkeley National Laboratory, Berkeley
thorarinn@krabb.is
Inngangur: Þekjuvefur brjóstkirtils er samsettur úr innra lagi af
skauluðum kirtilþekjufrumum og ytra lagi af vöðvaþekjufrumum
aðskilið frá utanumliggjandi stoðvef með grunnhimnu. Brjósta-
krabbamein á nánast alltaf upptök sín í kirtilfrumunum og við fram-
þróun illkynja vaxtar hverfa vöðvaþekjufrumurnar að mestu auk
þess sem grunnhimnan er ekki lengur sjáanleg. Kirtilþekjufrumurn-
ar og vöðvaþekjufrumurnar tjá sértæk kenniprótein sem hægt er að
nota til að greina þessar frumur í sundur í rækt. Kirtilþekjufrumur
tjá meðal annars sialomucin, epithelial specific antigen, keratín 18
og undirhópur þeirra tjáir keratín 19. Vöðvaþekjufrumur tjá meðal
annars mikið af grunnhimnupróteinum og integrinum auk vöðva-
sérvirkra próteina.
Efniviður og aðferðir: Við höfum sýnt fram á í frumurækt að
undirhópur kirtilfrumna getur umbreyst í vöðvaþekjufrumur en
ekki öfugt, sem styður þá kenningu að stofnfrumur brjóstsins sé að
finna innan kirtilfrumna. Með notkun mótefna gegn sértækum
kennipróteinum á undirhópi kirtilfrumna reyndist mögulegt að ein-
angra frumur úr brjóstaminnkunaraðgerðum sem innihéldu stofn-
frumueiginleika. Útbúin var stofnfrumulína til notkunar í langtíma-
rannsóknum með innskoti á retrógenaferju sem innihéldur E6 og
E7 æxlisgenin frá Human papilloma 16 veiru.
Niðurstöður: í tvívíðri frumurækt (monolayer) og með mótefnalit-
un kom í ljós að frumulínan sérhæfðist bæði í fullþroskaðar kirtil-
þekjufrumur og vöðvaþekjufrumur. í þrívíðri frumurækt myndaði
stofnfrumulínan mjólkurganga mjög svipað því sem sést í líkaman-
um, það er að segja með innra lagi af skautuðum kirtilþekjufrumum
og ytra lagi af vöðvaþekjufrumum.
Ályktanir: Nánari athugun á þessari stofnfrumulínu og notkun
hennar í framtíðinni gæti aukið þekkingu okkar á tilurð og fram-
þróun brjóstakrabbameina.
E 74 Gerð og skilgreining nýrrar æðaþelsfrumulínu úr
fituvef brjóstkirtils
Agla J.R. Frióriksdóttir, Helga M. Ögmundsdóttir, Þórarinn Guðjónsson
Inngangur: Nýmyndun æða er nauðsynlegur þáttur í vexti krabba-
meina og skipta samskipti æðaþelsfrumna og æxlisfrumna miklu
máli í þessu samhengi. Frumuræktunarlíkön, sem endurspegla þessi
Rannsóknarstofa Krabbameinsfélagi íslands í sameinda- og frumulíffræði
agla@krabb.is
J