Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 70

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 70
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ sýkingar. Á fjórða degi sýkingar voru bólusettu rotturnar skoðaðar af þremur aðilum, með þremur mismunandi greiningartækjum, eyrnasmásjá, otoscopi og stafrænni eyrnasjá, til að meta greiningar- getu og samræmi þeirra. Niðurstöður: Allar rotturnar sýktust, bólusettar og óbólusettar. Af óbólusettu rottunum höfðu 87,5% fengið sýkingu með purulent vökva á degi tvö. Á degi 10 voru 43% lausar við sýkingu en purulent vökvi enn til staðar hjá 28%. Ein rotta sýndi einkenni fjölkerfa sýk- ingar og dó á sjötta degi. Mest samræmi var á milli skoðunar á hljóð- himnum, með mismunandi greiningartækjum, hjá reyndasta skoð- unaraðila og í samanburði skoðunar reyndra og óreyndra aðila var mest samræmi á milli þeirra þegar notuð var smásjá við skoðunina. Ályktanir: Dýralíkan það sem notað var í þessari rannsókn reynisl vel til framköllunar á stýrðum miðeyrnabólgum í rottum þar sem markmiðið var að fjöldi sýktra væri í hámarki og fjöldi dauðra í lág- marki. Allar rotturnar reyndust sýkjast og aðeins ein drapst fyrir lok rannsóknarinnar. Samanburður myndgreiningartækjanna sýndi að óreyndir athugendur geta metið hljóðhimnubreytingar af nokk- urri nákvæmni ef myndgæði greiningartækis eru góð. Þaö sýnir sig hins vegar óraunhæft að ætla að nálgast rétta greiningu með óreynd- um athuganda og greiningartækjum er gefa lélega mynd. Reyndur athugandi getur hins vegar nálgast rétta greiningu með nokkurri ná- kvæmni þrátt fyrir miður góð myndgæði. V 46 Aldursháð T-frumu svör gegn próteintengdum pneumókokkafjölsykrum. Veikt og Th2-ríkjandi svar í nýfæddum músum má yfirvinna með notkun LT-K63 ónæmisglæðis Hávard JakobscnL Sólveig G. Hannesdóttir1, Stefanía P. Bjarnarson1, Emmanuelle Trannoy2, Giuseppe Del Giudice3, Claire-Anne Siegrist4, Ingileif Jónsdóttir1 1 Rannsóknastofnun í ónæmisfræði Landspítala háskólasjúkrahúsi, 2Avcntis Pasteur, Frakklandi, 3Chiron, Ítalíu, 4Genfarháskóli, Sviss ingileif@landspitali.is Inngangur: Við höfum sýnt að bólusetning með tetanus-toxoid (TT)-tengdum pneumókokkafjölsykrum (Pnc-TT) getur verndað nýfæddar og ungar mýs gegn pneumókokkasýkingum, en bæði ónæmissvör og vernd voru lægri en í fullorðnum músum. Efniviður og aöfcrðir: Til þess að meta hvort lágt svar gegn Pnc- TT tengist lágu T-frumusvari gegn burðarpróteininu, voru T-frumu- svör gegn TT í músum bólusettum á mismunandi aldri með Pnc-TT metin. Niöurstööur: Millisfrumur úr fullorðnum músum sem voru bólu- settar undir húð með Pnc-TT fjölguðu sér við örvun með TT, en miltisfrumur úr nýfæddum og ungum músum ekki. Marktæk IL-5 myndun fékkst við örvun miltisfrumna allra aldurshópa, en svarið var aldursháð. Hins vegar var IFN-y myndun miltisfrumna úr ný- fæddum músum hverfandi. Takmörkuð myndun Thl-frumuboð- efna í nýfæddum músum endurspeglaðist í lækkuðu IFN-y/IL-5 hlutfalli og lágum IgG2a mótefnum. Fylgni var milli IL-5 myndunar og magns IgG mótefna gegn bæði TT og fjölsykrunni. Með því að nota ónæmisglæðinn LT-K63 var hægt að yfirvinna þetta takmark- aða ónæmissvar gegn Pnc-TT, bæði með bólusetningu undir húð og um nef. Aukið mótefnasvar af völdum LT-K63 tengdist aukinni T- frumusvörun gegn TT og fékkst fullorðinslík frumufjölgun og IFN-y myndun bæði í milta og eitlum nýfæddra músa. Hins vegar jókst IL- 5 myndun eingöngu ef mýsnar voru bólusettar með Pnc-TT og LT- K63 undir húð. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að T-frumusvör gegn burðarpró- teini Pnc-TT aukast með aldri og virðast stýra mótefnamyndun gegn fjölsykruhlutanum. Takmarkaða T-frumusvörun í nýburum má yfirvinna með LT-K63 ónæmisglæði. Próteintengdar fjölsykrur ásamt ónæmisglæðum vekja mismunandi ónæmissvör í nýfæddum músum eftir því hvort þær eru gefnar um nef eða undir húð, sem endurspeglast í mismunandi vægi boðefna Thl- og Th2-frumna og IgG undirflokkum mótefnaseytandi B frumna og minnisfrumna. V 47 Sértæk mótefni gegn Streptococcus pneumoniae (pneumococcus) hjá barni með miltisleysi í tengslum við tvær blóðsýkingar með hjúpgerð 33F og bólusetningu með 23-gildu fjölsykrubóluefni og próteintengdu bóluefni gegn pneumókokkum Sigurvcig Þ. Siguröardúttir1, Gunnhildur Ingólfsdóttir1, Ingileif Jónsdóttir1, Þórður Þórkelsson2 ^Rannsóknastofnun í ónæmisfræði, ZBarnaspítali Hringsins Landspítala háskóla- sjúkrahúsi ingileif@landspitali.is Inngangur: Vörn gegn pneumókokkum er miðluð með sértækum mótefnum gegn fjölsykrum og komplementum. Fjölsykrur pneumó- kokka eru T-óháðir mótefnavakar og mótefnamyndun gegn þeim er háð eðlilegri starfsemi miltans. Miltisleysi (asplenia) eykur hættu á ífarandi sýkingum af völdum pneumókokka. Efniviður og aöferðir: Við kynnum barn sem fékk tvisvar blóðsýk- ingu af pneumókokka, hjúpgerð 33F, við 10 og 17 mánaða aldur. Miltisleysi kom í ljós við ísótópaskann og tölvusneiðmynd. IgG gegn hjúpgerðum 1,3,4, 5, 6B, 7F 9V, 14, 18C, 19F, 23F og 33F var mælt með staðlaðri ELISA fyrir og eftir sýkingar, bólusetningu tveimur mánuðum síðar með 23-giIdu fjölsykrubóluefni (PPS), tvær bólusetningar meðll-gildu próteintengdu bóluefni gegn pneumó- kokkum (PNC) (Aventis Pasteur) við 28 og 29 mánaða aldur og endurbólusetningu með PPS ári síðar. Niðurstööur: Eftir báðar sýkingar af hjúpgerð 33F mældist 2-37 föld aukning á sértæku IgG gegn öllum hjúpgerðum nema 23F. PPS bólusetning ræsti IgG svar aðeins gegn hjúpgerðum 3 og 7F. PNC sem gefið var 9 og 10 mánuðum síðar olli 2,5->200 faldri hækkun á IgG (gildi >1,97 p/ml) gegn öllum hjúpgerðunum nema 33F sem ekki er í PNC og 23F, < 0,3 p/ml. PPS endurbólusetning ári eftir PNC framkallaði geysilega hátt IgG endursvar. Ályktanir: ífarandi sýking af einni hjúpgerð pneumókokka veldur hækkun á IgG gegn mörgum hjúpgerðum sem bendir til ósértækrar mótefnaframleiðslu sem líklega veitir takmarkaða eða enga vörn gegn sýkingu. Þegar metin er geta ónæmiskerfisins til að mynda mótefni gegn fjölsykrum, ber að gera það í tengslum við bólusetn- ingu með fjölsykrubóluefni og túlka varlega mælingar mótefna sem eru til staðar vegna náttúrulegrar útsetningar. Einnig sýna þessar niðurstöður að PNC bóluefni ræsir gott mótefnasvar og ónæmis- minni gegn pneumókokkum í miltislausum einstaklingi. 70 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.