Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 85

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 85
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍS I N DARÁÐSTEFN A HÍ I Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru unnar úr örorkuskrá Tryggingastofnunar ríkisins um sjúkdómsgreiningar allra sem áttu í gildi hæsta örorkumat (að minnsta kosti 75% örorku) vegna lífeyr- istrygginga 1. desember 2001. Skoðað var í hve mörgum tilvikum greining taugasjúkdóms kom fyrir sem fyrsta sjúkdómsgreining í ör- orkumati og um hvaða sjúkdóma var að ræða. Helstu niðurstöður: Þann 1. desember 2001 voru skráðir hjá Trygg- ingastofnun 10.588 einstaklingar með hæsta örorkustig. Taugasjúk- dómar voru fyrsta sjúkdómsgreining hjá 1416 öryrkjum (13,4%). Um var að ræða heilablóðfall hjá 261 öryrkja, meðfæddar vanskap- anir á taugakerfi hjá 201, heila- og mænusigg hjá 180, sjúkdóma í taugum, taugarótum eða taugaflækjum hjá 177, flogaveiki hjá 166, hrörnunarsjúkdóma í taugakerfi hjá 128, sýkingar í taugakerfi hjá 75, afleiðingar taugakerfisáverka hjá 71, vöðvasjúkdóma hjá 52, æxli í taugakerfi hjá 40 og ýmislegt annað hjá 65. Alyktanir: Um einn af hverjum sjö öryrkjum á Islandi hefur tauga- sjúkdóm sem fyrstu sjúkdómsgreiningu í örorkumati. Af einstökum taugasjúkdómum er heilablóðfall algengasta meginorsök örorku. V 91 Hömlun í hreyfisvæðum heilabarkar eftir segulörvun Anna L. Þórsdóttir, Sigurjón B. Stefánsson Taugalækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss sigurjs@landspitali.is Inngangur: Eftir vöðvasvar (motor evoked potentials, MEP) í kjölfar segulörvunar á hreyfisvæði heilabarkar (transcranial magne- tic stimulation, TMS) kemur tímabil þar sem ekkert vöðvarit mæl- ist. Þetta tímabil kallast þögla tímabilið (cortical silent period, SP) og varir venjulega í um 100-200 ms. Virkjun hamlandi sambands- taugafrumna í heilaberki er fyrst og fremst talin liggja til grundvall- ar SP, en tilgátur eru um að ferli frá mænu hafi einnig áhrif, sérstak- lega í byrjun SP. Athugað var hvort hömlun er mismunandi mikil á ólíkum tímapunktum innan þögla tímabilsins. Efniviður og aðferðir: Skráð var útslag MEP frá frá m. abductor pollicis brevis sin. eftir contralateral segulörvun á aðalhreyfisvæði barkar (Ml). Skráð var vöðvarit eftir tvo áreitispúlsa með 100 ms millibili og eftir tvo áreitispúlsa með 67 ms millibili. Styrkur segul- ertingar var stilltur þannig að SP var alltaf rúmlega 100 ms mælt frá toppi vöðvasvars. Þátttakendur voru átta sjálfboðaliðar (36-58 ára). Niðurstöður: Útslag MEP eftir seinna seguláreiti var minna en út- slag MEP eftir fyrra áreiti bæði fyrir 100 ms (p=,012) og l'yrir 67 ms (p=,002). Hlutfall útslags (MEP eftir seinni áreiti/MEP eftir fyrra áreiti) var lægra þegar tími milli áreitispúlsa var 67 ms en þegar tími milli áreitispúlsa var 100 ms (p=,018). Ályktanir: Hömlun sem kemur fram í SP er mismunandi mikil inn- an tímabilsins. Meiri hömlun kemur fram á fyrra hluta tímabilsins en á seinni hluta þess. Þetta gæti bent til að annaðhvort dragi úr virkni hamlandi taugafrumna þegar líður á tímabilið eða þá að í fyrri hluta SP sé framlag frá öðrum ferlum einnig til staðar, til dæmis frá mænu. V 92 Taugalíffærafræðileg rannsókn á smátaugaþráðum húðþekju Sigurjón B. Stefánssoni, Marina Ilinskaia2J, Finnbogi R. Þormóðsson2, Elías Olafsson1, Hannes BlöndaP.3 tTaugalækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2líffærafræðideild HÍ, 3Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði sigurjs@landspitali.is Inngangur: Hjá töluverðum hluta þeirra sem kvarta um einkenni skertrar úttaugastarfsemi eru venjuleg taugaleiðslupróf og vöðvarit eðlileg. Á síðustu árum hefur verið sýnt fram á að slík einkenni geta stafað af meinsemd í smáum C taugaþráðum, en þeir eru um 0,1 pm í þvermál og hafa ekkert mýelín. Litun þessara smátaugaþráða var erfið fyrir tíð mótefnalitanna. í rannsókn þeirri sem hér er lýst var markmiðið að skoða útbreiðslu þessara smáu taugaþráða í húð- þekju með ónæmisfræðilegum aðferðum. Efniviður og aðferð: Húðsýni 3 mm í þvermál var tekið frá fótlegg hjá heilbrigðum einstaklingum eftir húðdeyfingu með 2% lídókaíni og adrenalíni. Sýnin voru strax sett út í nýlagaðan paraformalde- hyde-lysine-peroxidat herðingarvökva og geymd í honum í 24 klukkustundir. Sneiðar, 50 |xm þykkar, voru skornar í frystiskurði og þær síðan litaðar með 0,1% kanínumótefni gegn human neuro- peptide protein gene product. í lokin voru sýnin einnig lituð með eósíni. Litunarferlið sjálft tók um þrjá daga. Sýnin voru skoðuð í venjulegri smásjá og einnig í confocal smásjá. Niðurstöður: Smátaugaþræðir húðarinnar sjást sem örfínir dökkir þræðir sem liðast upp frá grunnlagi húðþekjunnar (stratum basale) í gegnum þyrnalag (stratum spinosum) allt upp að kyrningalaginu (stratum granulosum). Fjöldi þessara taugaþráða er um 10 til 15 á hvern mm. Ályktanir: Niðurstöðurnar eru í góðu samræmi við niðurstöður annarra sem gert hafa svipaða athugun á smátaugaþráðum húð- þekju. Vænta má hagnýts gildis aðferðarinnar við mat á smáþráða- taugameinum í últaugum (peripher neuropathiae) eins og til dæmis í sykursýki, mýlildi (amyloidosis) og eftir langvarandi ofneyslu áfengis. Nauðsynlegt er að þróa þessa aðferð frekar og gera hana hentuga til nota sem þátt í greiningu úttaugaskemmda. V 93 Læknisfræðilegar orsakir örorku hjá flogaveikum skráðum hjá Tryggingastofnun ríkisins með lyfjakort fyrir flogalyf Sigurjón B. Stefánsson122, Sigurður Thorlacius13, Eh'as Ólafsson2.3 •Tryggingastofnun ríkisins, 2taugalækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 31æknadeild HÍ sigurjs@landspitali.is Inngangur: Hjá flestum sjúklingum með flogaveiki er hægt að halda flogum niðri með flogalyfjum. Flogaveiki ætti því ekki að vera algeng orsök örorku. Líklegt er að öryrkjar með flogaveiki hafi flog, sem svara illa meðferð eða einhverja aðra sjúkdóma sem valda ör- orku. Til að kanna þessa tilgátu voru gögn Tryggingastofnunar rík- isins (TR) um lyfjakort og örorku í lok árs 2001 athuguð. Efniviður og aðferðir: Sjúkdómsgreiningar allra sem fá lyfjakort eru skráðar hjá TR og sömuleiðis hvort sjúklingarnir eru öryrkjar eða ekki. Tekinn var út allur sá hópur sem var með lyfjakort fyrir flogalyf og með flogaveikigreiningu á aldrinum 16 til 66 ára. í þess- LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.