Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 39
ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I Helstu niðurstöður: Niðurstöður sýndu breytingar til hins betra í nær öllum breytum sem skoðaðar voru fyrir efri útlim og kom marktækur munur í ljós í þremur atriðum á WMFT-prófinu (brjóta handklæði, lyfta penna, snúa lykli í skrá). Gæði hreyfinga jukust einnig. Endurtekning á meðferðartímabili sýndi enn frekari bata en vegna veikinda þátttakanda var söfnun gagna ábótavant og því allir tölfræðiútreikningar erfiðir. Meðferðin hafði einnig jákvæð áhrif á aðrar breytur (til dæmis göngu) og starfrænni færni var viðhaldið þremur mánuðum eftir að rannsókn lauk. Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að CIM- þjálfun valdi áframhaldandi aukningu í færni lamaðs efri útlims sem ólíklegt er að hefði gerst ef ekki hefði komið til þessi sérstaka þjálf- un. Endurtekning á meðferðartímabilinu virtist auka færni lamaða efri útlimsins enn frekar. Frekari rannsókna er þörf til að skoða þetta hjá fleiri einstaklingum. E 51 Tvívíður lögunarháður rafdráttur til rannsókna á flóknum erfðaefnissýnum Guðniundur Heiðar Gunnursson12, Hans Guttormur Þormar1-3, Bjarki Guðmundsson2, Lina Akeson1, Jón Jóhannes Jónsson1.3 ’Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2Lífeind ehf., 3erfða- og sam- eindalæknisfræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss ghg@lifeind.is Inngangur: DNA bútar með óeðlilegar annars stigs byggingar, þar með taldar misparanir, lykkjur, ljósskemmdir og A-raðir, hafa breytta lögun. Slíkir bútar ferðast hægar í PAGE rafdrætti en bútar með eðlilega lögun. Sé um að ræða flókið safn mislangra búta er ekki hægt að greina með venjulegum rafdrætti hvaða bútar tefjast vegna breyttrar lögunar. Aðferðir til að aðgreina DNA sameindir eftir lögun en óháð lengd væru því mikilsverðar. Pær mætti meðal annars nota til að einangra misparaða eða skemmda DNA búta frá eðlilegum DNA bútum í flóknum erfðaefnissýnum. Við lýsum þró- un rafdrátlarkerfis fyrir lögunarháðan aðskilnað. Efniviöur og aðferðir: Smíðaðir voru 298 bp DNA bútar sem hver innihélt eina skilgreinda óeðlilega byggingu í miðju sinni. Þannig var komið upp safni 14 DNA búta sem samanstóð af réttpöruðum viðmiðunarbút, átta bútum með öllum einföldum mispörunum og fimm bútum með lykkjum á stærðarbilinu 1 til 5 basar. Einnig var geisluð 545 bp PCR afurð við 254 nm í 0-60 mínútur til að mynda blöndu Ijósskemmda. Safnið var nýtt til að þróa tvívítt rafdráttar- kerfi fyrir lögunarháðan aðskilnað. Niðurstöður: DNA bútar sem innihéldu lykkjur, ljósskemmdir og A-raðir sýndu aukna töf í PAGE. Við skilgreindum aðstæður sem lágmörkuðu mun á ferðahraða DNA búta af sömu lengd en með ólíka lögun. Þessar aðstæður voru nýttar við þróun tvívíðs rafdrátt- ar þar sem DNA bútar aðgreinast eftir lögun og lengd í fyrri vídd en nær eingöngu eftir lengd í seinni vídd. Með aðferðinni var hægt að aðskilja DNA búta sem innihéldu lykkjur eða ljósskemmdir frá flóknu DNA safni. Ályktanir: Við höfum þróað skilvirka aðferð til lögunarháðs að- skilnaðar DNA búta í flóknum erfðaefnissýnum. Notagildi hennar felst meðal annars í mispörunarskimun til að greina lengdarerfða- breytileika, einangrun á skemmdum DNA sameindum og mati á endurblendingu flókinna sýna. E 52 Mispörunarskimun á erfðamengissamsvörunum (Representational Mismatch Scanning, RMS) Hans Guttormur Þormar1.2, Guðmundur H. GunnarssonL3, Bjarki Guð- mundsson3, Sigrún M. Gústafsdóttir1, Shermann M. Weissmann4, Jón Jó- hannes JónssonL2,4 'Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ. 2erfða- og sameindalæknis- fræðideild Landspítala háskólasjúkrahúsi, 3Lífeind ehf., 4Dept of Genetics, Yale School of Medicine, New Haven, Connecticut hans@rhi.hi.is Inngangur: Aðferðir eins og genomic mismatch scanning (GMS) til að einangra samupprunaraðir úr erfðamengjum gætu reynst mjög öflugar. Hins vegar er erfðamengi mannsins of flókið til að hægt sé að endurblenda því í heild sinni á skilvirkan hátt en það er ein meg- inforsenda GMS. Við höfum þróað aðferð til að búa til og með- höndla samsvaranir með ákjósanlegum eiginleikum til mispörunar- skimunar. Efniviður og aðferðir: Adenínríkar raðir við 3’ enda Alu endur- taka (AluR3FI), sem sumar hverjar eru mjög erfðabreytilegar, voru magnaðar upp. Tvívítt lögunarháð rafdráttarkerfi (2-D CDE) var notað til að meta skilvirkni endurblendingar, til einangrunar erfða- breytilegra raða hjá hópi einstaklinga og til einangrunar á samupp- runaröðum hjá hópi sjúklinga með stökkbreytingu í HFE geninu. Gerð var frádráttarblending til að kanna skilvirkni endurblending- ar. Niöurstöður: BLAST leit á 27 klónuðum AluR3Fl sýndi að allar raðir sem fundust voru við 3’ enda Alu endurtaka og 21 af 27 var staðsett á 11 mismunandi litningum. 2-D CDE sýndi að AluR3Fl endurblenduðust með skilvirkum hætti. Sjö af 14 röðum sem við einangruðum með 2-D CDE mispörunarskimun, reyndust vera erfðabreytilegar. Við einangrun á samupprunaröðum úr sjúkling- um með Cys282Tyr stökkbreytingu í HFE geni koniu fram sex rað- ir. Þrjár þeirra voru í 1-4 eintökum í erfðamenginu og ein þeirra reyndist vera 500 þúsund basapörum frá HFE geninu. Með frá- dráttarblendingu einangruðum við tvær raðir sem eingöngu voru í öðru erfðamenginu. Ályktanir: Hjáraðir 3’ við Alu endurtökur virðast hafa ákjósanlega eiginleika sem erfðamengissamsvaranir til mispörunarskimunar. Þær endurblendast á skilvirkan hátt og ætlu því að nýtast vel sem efniviður til einangrunar samupprunaraða. Við erum að þróa sér- hæfð örsýnaraðsöfn til slíkrar greiningar. E 53 Gen úr sveppum og fléttum tjáð í gersveppnum Saccharomyces cerevisae Ólaf iir S. Andrésson, Chen Huiping Tilraunaslöð HÍ í meinafræði að Keldum osa@rhi.hi.is Inngangur: Nýta má erfðaauðlindir fjölbreytilegra heilkjörnunga, svo sem sveppa, fléttna og þörunga, með því að velja og flytja erfða- efni og tjá í gersveppum sem eru sérlega hentugir til ræktunar og erfðatæknivinnu. í því verkefni sem hér verður fjallað um verður áhersla lögð á fjölketíð, en stefnl er að því að finna og framleiða margvísleg verðmæt lífefni, einkum meðalstórar lífrænar sameindir. Efniviður og aðferðir: í fyrsta áfanga verkefnisins eru notuð fjöl- ketíð gen með þekktar basaraðir úr þráðsveppum af ættkvíslinni LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.