Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 36
■ ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ á móti 41%; p<0,001) og hækkaða blóðfitu (47% á móti 36%; p<0,001), en reykingavenjur svipaðar. Fleiri sykursjúkir höfðu áður farið í hjáveituaðgerð (16% á móti 12%; p=0,025), en álíka margir og aðrir áður í kransæðavíkkun (29% á móti 26%; NS). Óstöðug hjartaöng var algengari hjá sykursjúkum (38% á móti 33%; p=0,13), svo og þriggjaæða sjúkdómur (30% á móti 21%; p=0,0006). Víkkun strax í kjölfar kransæðamyndatöku var algengari hjá sykursjúkum (30% á móti 24%; p=0,043) og einnig víkkun á >2 þrengslum (17% á móti 14%; p=0,07). Endurþrengsli voru víkkuð jafn oft hjá sykur- sjúkum sem öðrum (12% á móti 11%; NS), en bláæðagræðlingar oftar (6% á móti 3%; p=0,008). Góður víkkunarárangur náðist jafn oft hjá báðum hópum (92%) og þörf á bráðri hjáveituaðgerð eftir víkkun var sú sama (0,8%). Hjá sykursjúkum reyndist klínískt hjarta- drep eftir víkkun fátíðari (0,4% á móti 1,7%; p=0,10), svo og >3- föld hækkun á kreatínín kínasa (0,4% á móti 2,8%; p=0,032) en ekki var marktækur munur á sjúkrahúsdauða í legu (0,8% á móti 0,3%; NS). Alyktanir: Árangur kransæðavíkkana er sambærilegur hjá sykur- sjúkum hér á landi og öðrum kransæðasjúklingum. Tíðni fylgikvilla og víkkana á endurþrengslum er ekki aukin. E 42 Rekjanleiki kólesteróls einstaklinga frá 25 til 50 ára aldurs Vilniundur Guðnason1-, Thor Aspelund1 ■Rannsóknarstöð Hjartaverndar, 2læknadeild HÍ helga@hjarta.is Inngangur: Nánast ekkert er vitað um rekjanleika (tracking) áhættu- þátta hjarta- og æðasjúkdóma hjá einstaklingum frá 25 til 50 ára aldurs. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á rekjanleika ýmissa áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma hjá börnum til unglingsára og svo aftur frá miðjum aldri til elliára. Vegna hugsanlegs mikilvægis var rekjanleiki skoðaður hjá ungu fólki í gögnum Hjartaverndar. Efniviður og aðferðir: Hjartavernd gerði svokallaða MONICA áhættuþáttakannanir árin 1983, 1988 og 1993. Vegna hönnunar á MONICA rannsókninni á Islandi má líta á hana sem langsumrann- sókn. Einstaklingar sem voru á bilinu 25 og 34 ára á árinu 1981 og komu í fleiri en eina af ofangreindum MONICA áhættuþáttakönn- unum voru kallaðir inn til nýrrar rannsóknar árið 1999. Mælt var kólesteról og einstaklingum raðað í hundraðshluta kólesterólstyrks í blóði miðað við almennt þýði. Markmið rannsóknarinnar var að skoða rekjanleika einstaklingsins með tilliti til hundraðshlutamarka á tímabilinu og forspársgildis fyrstu mælingu fyrir mælingu árið 1999. Niðurstöður: Alls voru skoðaðir 270 einstaklinga, 117 karlar og 153 konur. Dreifing kólesterólsgilda í hópnum var sambærileg dreifingu kólesterólsgilda í þeim viðmtðunarhópum sem notaðir voru til að ákveða hundraðshlutamörk. Rekjanleiki á kólesterólgildum eftir tertflum sýndi að yfir 40% einstaklinga héldu sínum tertflum á 16 ára tímabili. Sýnt er á nýjan hátt með aðhvarfsgreiningu, þar sem leiðrétt er fyrir endurteknum komum, að fyrsta mæling og mat á hækkun kól- esteróls með aldri útskýrir um 80% af breytileika síðustu mælingar. Ályktanin Þessar rannsóknir sýna að kólesterólgildi einstaklingsins miðað við aðra einstaklinga í sömu aldurshópum er þegar ákvarðað á unga aldri. Þannig eru einstaklingar sem bera uppi áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma á miðjum aldri þegar greinanlegir á unga aldri. E 43 Mígrenisjúklingar hafa lægri púlsþrýsting en viðmiö- unarhópur í faraldsfræðirannsókn á tuttugu og eitt þúsund fimm hundruð þrjátíu og sjö einstaklingum. Hjartaverndarrannsóknin Lárus S. Guðmundssun1. Guðmundur Þorgeirsson1.2, Nikulás Sigfússon2, Helgi Sigvaldason2, Magnús Jóhannsson1 ^Lyfjafræðistofnun HÍ, Rannsóknastofa f lyfja- og eiturefnafræði, 2Rannsóknarstöð Hjartaverndar magjoh@hi.is Inngangur: Samband mígrenis við háþrýsting og blóðþrýsting hef- ur verið rannsakað í marga áratugi en niðurstöður eru misvísandi. Efniviður og aðferðin Vegna þessarar óvissu var samband mígrenis og blóðþrýstings rannsakað, við fyrstu komu í 10.366 körlum og 11.171 konu sem komu einu sinni eða oftar í Hjartaverndarrann- sóknina á tímabilinu 1967 til 1996. Þeir sem svöruðu játandi tveimur eða fleiri af fimm spurningum urn mígreni töldust vera með mí- greni. Við tölfræðiútreikninga var notað lógistískt aðhvarfslíkan. Niðurstöður: Algengi mígrenis var 5,2% meðal karla og 14,1% meðal kvenna. Ekki var marktækt samband milli háþrýstings (slag- bilsþrýstingur >160 og/eða hlébilsþrýstingur >95 mmHg eða á há- þrýstingslyfjameðferð) og mígrenis. Ekki var heldur marktækt sam- band milli meðalblóðþrýstings og mígrenis. Marktækt, jákvætt sam- band var milli hlébilsþrýstings og mígrenis, þannig að við eins stað- alfráviks aukningu (10,5 mmHg fyrir karla og 10,3 mmHg fyrir kon- ur) á hlébilsþrýstingi jukust líkur á að hafa mígreni um 19% fyrir karla og 23% fyrir konur. Neikvætt samband var á milli slagbils- þrýstings og mígrenis. Við eins staðalfráviks aukningu á slagbils- þrýstingi (18,8 mmHg fyrir karla og 20,6 mmHg fýrir konur) minnk- uðu líkurnar á að vera með mígreni um 21 % fyrir karla og 19% fyrir konur. Einnig kom í ljós að við aukinn púlsþrýsting um eitt staðal- frávik (12,9 mmHg fyrir karla og 14,5 mmHg fyrir konur) minnk- uðu líkur á að einstaklingar væru með mígreni um 14% fyrir karla og 12% fyrir konur. Ályktanir: í faraldsfræðilegri rannsókn á körlum og konum fannst að einstaklingar með mígreni höfðu lægri púlsþrýsting, lægri slag- bilsþrýsting og hærri hlébilsþrýsting en viðmiðunarhópur. Ekki er ljóst á hverju þetta samband byggist. E 44 Meðferð aukinnar vöðvaspennu í hálsi með botulinum toxíni á íslandi 1994-2002 Hmikur Hjullason, Finnbogi Jakobsson Taugadeild Landspítala háskólasjúkrahúss haukurhj@landspitali.is Inngangur: Á níunda áratug síðustu aldar hófst meðferð við aukinni vöðvaspennu í hálsi (cervical dystonia) með inndælingu á botulin- um toxíni í hálsvöðva en áður var árangursrík meðferð ekki til. Frá 1994 hafa höfundar að mestu séð um slíka meðferð á fslandi. Til- gangur rannsóknarinnar var að greina þessa sjúklinga og meta ár- angur meðferðar. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn athugun var gerð þar sem stuðst var við sjúkraskrár á orsökum, einkennum og árangri meðferðar. Mat á árangri meðferðar hvers sjúklings er mat höfunda og er þar stuðst við sjúkraskrár, reynslu okkar og vilja viðkomandi sjúklings til að halda áfram í langvinnri meðferð. Við matið var árangur flokk- 36 LÆKNAULAÐID / FYLGIRIT 47 2002/88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.