Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 97

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 97
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I V 126 Kynhegðun ungs fólks. Að byrja fyrr eða seinna að hafa kynmök Sóley S. Bender Hjúkrunarfræðideild HÍ, læknadeild HÍ ssb@hi.is Inngungur: Þungun unglingsstúlkna er algengari á Islandi en á öðrum Norðurlöndum. Margt getur skýrt þungunartíðni meðal unglings- stúlkna. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna aldur við íyrstu kyn- mök og hvaða þættir gætu skýrt hvenær ungt fólk byrjar að hafa kyn- mök. Efniviður og aðferðir: Sendur var spurningalisti til 2500 ungmenna á aldrinum 17-20 ára sem valin voru eftir lagskiptri slembiúrtaksað- ferð úr þjóðskrá, 20% piltar og 80% stúlkur. Kyngreind voru svör þeirra sem voru kynferðislega virkir, það er 224 strákar og 1181 stúlka. Greindur var meðalaldur við fyrstu kynmök og munur á kynjum gagnvart því að byrja snemma (<15ára) eða seinna (>16 ára) að stunda kynmök. Gagnagreining byggðist á krosstöflum, kí- kvaðratsútreikningum og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu (logistic re- gression). Niðurstöður: Svarhlutfall var 70%. Alls höfðu 83,4% haft kynmök einu sinni eða oftar. Meðalaldur þeirra sem voru byrjaðir að hafa kynmök var 15,4 ár. Ekki var marktækur munur milli kynja. Fleiri stelpur byrjuðu snemma að hafa kynmök en strákar. Bæði strákar og stelpur byrjuðu seinna að hafa kynmök ef þau höfðu sterk við- horf til ótímabærrar þungunar en fyrr ef margir vinir voru byrjaðir að hafa kynmök. Búseta hjá einu foreldri og að vera ekki í skóla virðist auka líkur á því að byrja fyrr að hefja kynmök. Ályktanir: Ungt fólk hérlendis byrjar fyrr að hafa kynmök en víða í nágrannalöndum okkar. Þeir sem hafa ákveðin viðhorf til ótíma- bærrar þungunar og búa við aðhaldsmeira umhverfi virðast byrja seinna að hafa kynmök. Snemm kynlífsreynsla felur það í sér að einstaklingurinn er ungur að árum og óþroskaðri. Hjá yngri ung- lingum er getnaðarvarnanotkun oft ómarkmissari en hjá þeim sem eldri eru og því auknar líkur á þungun. Mikilvægt er að kynfræðsla sé markviss bæði innan veggja heimila og skóla. V 127 Notkun getnaðarvarna meðal ungs fólks. Er munur á kynjum? Sóley S. Bender Hjúkrunarfræðideild HÍ. læknadeild HÍ Netfang ssb@hi.is Inngangur: Lítið er vitað hérlendis um notkun ungmenna á getnað- arvörnum. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða út frá kynjum hver væri notkun getnaðarvarna við fyrstu kynmök og viðhorf þeirra til notkunar getnaðarvarna. Efniviður og aðferðir: Landskönnun var send til 2500 ungmenna á aldrinum 17-20 ára sem valin voru eftir lagskiptri slembiúrtaksað- ferð úr þjóðskrá, 20% piltar og 80% stúlkur. Gagnagreining byggðist á svörum þeirra sem voru kynferðislega virkir, það er 224 strákar og 1181 stúlka. Gagnagreining byggðist á krosstöflum með kí-kvaðr- atsútreikningum og fylgniútreikningum. Niðurstöður: Svörun var 70%. Meðalaldur við fyrstu kynmök var 15,4 ár. Þau hófu notkun getnaðarvarna að meðaltali 15,8 ára og byrjuðu að leita til læknis vegna getnaðarvarna að meðaltali 16,2 ára. Ekki reyndist marktækur munur milli kynja. Alls notuðu 60% getnaðarvörn við fyrstu kynmök og þar af var pillan og smokkur notað í 9% og 76% tilvika. Stúlkur sem byrjuðu fyrr að hafa kyn- mök (<15 ára) notuðu síður pilluna við fyrstu kynmök en ef þær byrjuðu seinna (>16 ára). Strákar sem byrjuðu fyrr að hafa kynmök notuðu síður smokkinn heldur en ef þeir byrjuðu seinna. Stúlkur virðast að ýmsu leyti hafa jákvæðari viðhorf til notkunar getnaðar- varna en strákar og vísbendingar eru um að foreldrar komi meir að notkun getnaðarvarna meðal stúlkna en drengja. Ályktanir: Samkvæmt niðurstöðum tóku 40% ungmenna áhættu með þungun og kynsjúkdóma með því að verja sig ekki við fyrstu kynmök. Þeir sem byrja fyrr að hafa kynmök sýna að jafnaði ekki eins ábyrga notkun getnaðarvarna og þeir sem byrja seinna. Það líður um ár frá því að ungt fólk byrjar að meðaltali að hafa kynmök og þar til það leitar til læknis vegna getnaðarvarnar (pillunnar). Það er mikilvægt að leggja áherslu á heildræna kynfræðslu og jafnframt greiðan aðgang að kynheilbrigðisþjónustu. V 128 Samanburður á áhættuþáttum meðhöndlaðra og ómeðhöndlaðra karla og kvenna með háþrýsting. Hjartaverndarrannsóknin Lárus S. Guftmundssoni, Magnús JóhannssonL Guðmundur Þorgeirssoni.2, Nikulás Sigfússon2, Helgi Sigvaldason2, Jacqueline C. Witteman2 'Lyfjafræðistofnun HÍ, Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði, 2Rannsóknarstöð Hjartaverndar, 2Dept. of epidemiology and biostatistics, Erasmus University Medical School, Rotterdam magjoh@hi.is Inngangur: Samanburður á meðhöndluðum og ómeðhöndluðum einstaklingum með háþrýsting hafa stundum leitt í ljós mismun á horfum, sem stafa af truflandi þáttum vegna ábendinga um meðferð (confounding by indication). Efniviöur og aðfcrðir: Körlum (9328) og konum (10.062) af Reykja- víkursvæðinu sem komu einu sinni eða oftar í Hjartaverndarrann- sóknina á tímabilinu 1967 til 1996 var fylgt eftir í allt að 30 ár. Niðurstöður: Við fyrstu komu voru skilgreindir tveir hópar með há- þrýsting (slagbils >160 og/eða hlébilsþrýsting >95 mmHg): 1) þeir sem voru á háþrýstingsmeðferð og 2) þeir sem ekki voru á meðferð. Fyrstu fjögur til sex árin höfðu karlar án meðferðar marktækt minni líkur á hjartadrepi, dauða vegna hjarta- og æðasjúkdóma eða dauða af hvaða orsök sem er. Enginn munur var á dánarlíkum milli hóp- anna næstu 24 ár eftirfylgnitímabilsins. í samsvarandi hópum kvenna fannst að þær sem voru með háþrýsting án meðferðar höfðu mark- tækt minni líkur á dauða vegna hjarta- og æðasjúkdóma á 10- til 30 ára tímabili eftirfylgnitímabilsins. Enginn munur fannst fyrstu 10 árin og ekki heldur á áhættu á hjartadrepi eða dauða af hvaða orsök sem er. Rannsókn á undirhópum, sem komu tvisvar til skoðunar með fimm ára millibili, sýndi að þeir karlar sem höfðu háþrýsting og vissa áhættuþætti (meðal annars ST-breytingar og prótín og sykur í þvagi) við fyrri komu voru líklegri til að vera komnir á háþrýstings- meðferð við seinni komu, en hinir sem ekki höfðu þessa áhættuþætti. Ályktanir: Karlar með háþrýsting og á háþrýstingsmeðferð höfðu verri horfur í byrjun en þeir sem ekki voru á meðferð. Skýringin á þessu er að öllum líkindum fleiri og alvarlegri áhættuþættir hjá þeim sem voru meðhöndlaðir, það er vitneskja um áhættuþætti hefur haft áhrif á ákvörðun um meðferð. LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.